Man.Utd í einkar erfiðri stöðu Hjörvar Ólafsson skrifar 6. mars 2019 13:00 Þetta verður erfitt í kvöld. Getty/Jordan Mansfield Manchester United á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið heldur á Parc des Princes og heimsækir PSG í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. PSG fór með 2-0 sigur af hólmi í fyrri leik liðanna á Old Trafford en þar voru það Presnel Kimpembe og Kylian Mbappé sem tryggðu franska liðinu einkar góða stöðu fyrir seinni viðureignina. Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Paul Pogba sína aðra áminningu seint í leiknum fyrir óagað brot og var þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi. Pogba hefur verið einn af prímusmóturunum í því að Ole Gunnar Solskjær hefur náð að snúa gengi Manchester United til betri vegar eftir að hann tók við stjórnartaumunum hjá liðinu. Fjarvera Pogba dregur tennurnar verulega úr miðjuspili og sóknarleik Manchester United. Þar að auki ferðaðist Manchester United til Parísar án níu leikmanna en Alexis Sánchez sem hefur reyndar heillað fáa með spilamennsku sinni í vetur er nýjasti meðlimurinn á meiðslalista Manchester United. Auk hans eru það Anthony Martial, Jesse Lingard, Juan Mata, Ander Herrera, Nemanja Matic, Matteo Darmian, Phil Jones og Antonio Valencia. Martial er nálægt því að vera leikfær og líklegt þykir að ef staðan væri betri hjá Manchester United þá hefði Solskjær freistast til þess að tefla franska landsliðsframherjanum fram í þessum leik. Handan við hornið hjá Manchester United er leikur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en liðin berjast hatrammlega um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Manchester United situr í fjórða sætinu, sem tryggir farseðil í Meistaradeildina, með 58 stig fyrir þann leik en Arsenal er sæti neðar með einu stigi minna. Þó svo að Manchester United reyni auðvitað sitt ýtrasta til þess að snúa taflinu við í París í kvöld þá verður Ole Gunnar líklega með leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn kemur bak við eyrað og mun ekki taka áhættuna ef leikmenn kenna sér einhvers meins í leiknum. Norðmaðurinn má eiginlega ekki við því að missa fleiri leikmenn í meiðsli. Það er hins vegar ávallt þannig að þegar út í leik er komið þar sem sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er í húfi þá gefa menn allt sem þeir eiga í leikinn. Hinn leikur kvöldsins er svo viðureign Porto og Roma í Portúgal. Rómverjar lögðu Porto að velli 2-1 í fyrri leiknum. Þar skoraði hinn ungi Nicoló Zaniolo bæði mörk Roma en Adrián López minnkaði muninn fyrir Porto og sá til þess að portúgalska liðið á mun betri möguleika á að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Mikil pressa er á Eusebio Di Francesco, þjálfara Roma, fyrir leikinn en fjölmiðlar á Ítalíu gera því skóna að falli lið hans úr leik muni hann fá reisupassann í kjölfarið. Roma situr í fimmta sæti ítölsku efstu deildarinnar og tapaði illa, 3-0, í nágrannaslag gegn Lazio um síðustu helgi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Sjá meira
Manchester United á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið heldur á Parc des Princes og heimsækir PSG í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. PSG fór með 2-0 sigur af hólmi í fyrri leik liðanna á Old Trafford en þar voru það Presnel Kimpembe og Kylian Mbappé sem tryggðu franska liðinu einkar góða stöðu fyrir seinni viðureignina. Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Paul Pogba sína aðra áminningu seint í leiknum fyrir óagað brot og var þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi. Pogba hefur verið einn af prímusmóturunum í því að Ole Gunnar Solskjær hefur náð að snúa gengi Manchester United til betri vegar eftir að hann tók við stjórnartaumunum hjá liðinu. Fjarvera Pogba dregur tennurnar verulega úr miðjuspili og sóknarleik Manchester United. Þar að auki ferðaðist Manchester United til Parísar án níu leikmanna en Alexis Sánchez sem hefur reyndar heillað fáa með spilamennsku sinni í vetur er nýjasti meðlimurinn á meiðslalista Manchester United. Auk hans eru það Anthony Martial, Jesse Lingard, Juan Mata, Ander Herrera, Nemanja Matic, Matteo Darmian, Phil Jones og Antonio Valencia. Martial er nálægt því að vera leikfær og líklegt þykir að ef staðan væri betri hjá Manchester United þá hefði Solskjær freistast til þess að tefla franska landsliðsframherjanum fram í þessum leik. Handan við hornið hjá Manchester United er leikur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en liðin berjast hatrammlega um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Manchester United situr í fjórða sætinu, sem tryggir farseðil í Meistaradeildina, með 58 stig fyrir þann leik en Arsenal er sæti neðar með einu stigi minna. Þó svo að Manchester United reyni auðvitað sitt ýtrasta til þess að snúa taflinu við í París í kvöld þá verður Ole Gunnar líklega með leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn kemur bak við eyrað og mun ekki taka áhættuna ef leikmenn kenna sér einhvers meins í leiknum. Norðmaðurinn má eiginlega ekki við því að missa fleiri leikmenn í meiðsli. Það er hins vegar ávallt þannig að þegar út í leik er komið þar sem sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er í húfi þá gefa menn allt sem þeir eiga í leikinn. Hinn leikur kvöldsins er svo viðureign Porto og Roma í Portúgal. Rómverjar lögðu Porto að velli 2-1 í fyrri leiknum. Þar skoraði hinn ungi Nicoló Zaniolo bæði mörk Roma en Adrián López minnkaði muninn fyrir Porto og sá til þess að portúgalska liðið á mun betri möguleika á að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Mikil pressa er á Eusebio Di Francesco, þjálfara Roma, fyrir leikinn en fjölmiðlar á Ítalíu gera því skóna að falli lið hans úr leik muni hann fá reisupassann í kjölfarið. Roma situr í fimmta sæti ítölsku efstu deildarinnar og tapaði illa, 3-0, í nágrannaslag gegn Lazio um síðustu helgi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Sjá meira