Lyft hefur ekki enn skilað hagnaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 09:00 Lyft stefnir á hlutabréfamarkað í ár. Nordicphotos/Getty Stjórnendur Lyft, sem stefnir á hlutabréfamarkað á árinu, upplýstu fyrir helgi að bandarísku leigubílaþjónustunni hefði enn ekki tekist að skila hagnaði. Í lýsingu sem birt var á vef verðbréfaeftirlitsins þar í landi á föstudag, í tilefni af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Lyft, birtust í fyrsta sinn opinberlega nákvæmar fjárhagsupplýsingar um félagið. Talið er að leigubílaþjónustan, sem er einn helsti keppinautur Uber, geti verið metin á bilinu 20 til 25 milljarða dala í útboðinu en stefnt er að skráningu félagsins á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í New York í vor. Í lýsingunni kemur fram að tekjur Lyft hafi numið 2,2 milljörðum dala, sem jafngildir 263 milljörðum króna, á síðasta ári en tap félagsins var ríflega 911 milljónir dala, jafnvirði 109 milljarða króna. Til samanburðar námu tekjur Lyft 343 milljónum dala árið 2016 og 1,1 milljarði dala árið 2017. Tap leigubílaþjónustunnar var 683 milljónir dala árið 2016 og 688 milljónir dala ári síðar, eftir því sem tekið er fram í lýsingunni. Fram kemur í frétt Reuters að stjórnendur og ráðgjafar Lyft muni hefja fundaröð með fjárfestum 18. mars næstkomandi. Félagið, sem var stofnað af þeim John Zimmer og Logan Green fyrir sjö árum, er um þessar mundir metið á um 15 milljarða dala. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnendur Lyft, sem stefnir á hlutabréfamarkað á árinu, upplýstu fyrir helgi að bandarísku leigubílaþjónustunni hefði enn ekki tekist að skila hagnaði. Í lýsingu sem birt var á vef verðbréfaeftirlitsins þar í landi á föstudag, í tilefni af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Lyft, birtust í fyrsta sinn opinberlega nákvæmar fjárhagsupplýsingar um félagið. Talið er að leigubílaþjónustan, sem er einn helsti keppinautur Uber, geti verið metin á bilinu 20 til 25 milljarða dala í útboðinu en stefnt er að skráningu félagsins á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í New York í vor. Í lýsingunni kemur fram að tekjur Lyft hafi numið 2,2 milljörðum dala, sem jafngildir 263 milljörðum króna, á síðasta ári en tap félagsins var ríflega 911 milljónir dala, jafnvirði 109 milljarða króna. Til samanburðar námu tekjur Lyft 343 milljónum dala árið 2016 og 1,1 milljarði dala árið 2017. Tap leigubílaþjónustunnar var 683 milljónir dala árið 2016 og 688 milljónir dala ári síðar, eftir því sem tekið er fram í lýsingunni. Fram kemur í frétt Reuters að stjórnendur og ráðgjafar Lyft muni hefja fundaröð með fjárfestum 18. mars næstkomandi. Félagið, sem var stofnað af þeim John Zimmer og Logan Green fyrir sjö árum, er um þessar mundir metið á um 15 milljarða dala.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent