Domino´s-Körfuboltakvöld: Uppgjöf Grindavíkur í fjórða leikhluta Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 15:00 Leikurinn var skrítinn að mati Teits Örlygssonar. mynd/stöð 2 sport Grindavík var með pálmann í höndunum fyrir fjórða leikhlutann í leiknum á móti KR í Domino´s-deild karla á sunnudagskvöldið en tapaði samt leiknum eftir skelfilega frammistöðu í lokafjórðungnum. Heimamenn voru með 22 prósent skotnýtingu í fjórða leikhluta en þeir tóku ellefu þrista og hittu ekki einu sinni. Þeir tóku 61 prósent skota sinna í leikhlutanum fyrir utan þriggja stiga línuna þegar að vel gekk almennt að fara inn í teig. „Þetta verður til þess að Jordy Kuiper fær úr engu að moða. Hann er fimm af sex í teignum í leiknum en þeir bara leita ekki að honum. Þriggja stiga skotin sem þeir eru að taka eru líka svakalega léleg,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins um frammistöðu Grindavíkur. „Þetta er rosalega skrítinn körfubolti sem Grindavík er að spila og leikurinn var líka skrítinn. Grindavík fékk fínar mínútur frá strákunum af bekknum en þeir bara koðnuðu algjörlega niður í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur Örlygsson. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, gerði taktíska breytingu í seinni hálfleik og skipti um varnarmann á Lewis Clinch Jr. sem gat ekkert í seinni hálfleik og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Brotalamirnar í leik Grindavíkur eru miklar því um leið og blæs á móti og þeir lenda á smá þröskuldi gerist eitthvað,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson og umsjónarmaður þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, greip boltann á lofti: „Þeir gefast upp!“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Grindavík brotnar Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30 Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Grindavík var með pálmann í höndunum fyrir fjórða leikhlutann í leiknum á móti KR í Domino´s-deild karla á sunnudagskvöldið en tapaði samt leiknum eftir skelfilega frammistöðu í lokafjórðungnum. Heimamenn voru með 22 prósent skotnýtingu í fjórða leikhluta en þeir tóku ellefu þrista og hittu ekki einu sinni. Þeir tóku 61 prósent skota sinna í leikhlutanum fyrir utan þriggja stiga línuna þegar að vel gekk almennt að fara inn í teig. „Þetta verður til þess að Jordy Kuiper fær úr engu að moða. Hann er fimm af sex í teignum í leiknum en þeir bara leita ekki að honum. Þriggja stiga skotin sem þeir eru að taka eru líka svakalega léleg,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins um frammistöðu Grindavíkur. „Þetta er rosalega skrítinn körfubolti sem Grindavík er að spila og leikurinn var líka skrítinn. Grindavík fékk fínar mínútur frá strákunum af bekknum en þeir bara koðnuðu algjörlega niður í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur Örlygsson. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, gerði taktíska breytingu í seinni hálfleik og skipti um varnarmann á Lewis Clinch Jr. sem gat ekkert í seinni hálfleik og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Brotalamirnar í leik Grindavíkur eru miklar því um leið og blæs á móti og þeir lenda á smá þröskuldi gerist eitthvað,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson og umsjónarmaður þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, greip boltann á lofti: „Þeir gefast upp!“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Grindavík brotnar
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30 Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30
Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00