Bandarísku landsliðskonurnar skiptu sínum nöfnum út fyrir nöfn hetja sinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 13:00 Byrjunarlið bandaríska landsliðsins: Rose Levelle, (J. K. Rowling) Tobin Heath (Doris Burke), Abby Dahlkemper (Jennifer Lawrence), Alex Morgan (Abby Wambach), Kelley O'Hara (HOA - Heather O'Reilly), Megan Rapinoe (Audre Lorde), Adrianna French (Briana Scurry), Julie Ertz (Carrie Underwood), Mallory Pugh (Beyonce), Tierna Davidson (Sally Ride) og Crystal Dunn (Serena Williams). Vísir/Getty Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta vakti mikla athygli fyrir uppátæki sitt í leik á móti Englandi um helgina. Leikmenn eru vanalega með nöfnin sín á keppnistreyjunni fyrir ofan númerin á bakinu en það var ekki þannig hjá bandarísku landsliðskonunum í þessum leik á móti Englandi á SheBelieves æfingamótinu. Bandaríkin og England eru að undirbúa sig fyrir HM í Frakklandi í sumar. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en stærsta fréttin var samt búningar bandarísku landsliðskvennanna. Bandarísku landsliðkonurnar skiptu sínum nöfnum nefnilega út fyrir hetjurnar sínar eða þær konur sem höfðu haft mest áhrif á þær. Þetta voru þær konur sem höfðu kvatt þær til dáða með því að standa fastar á sínu og ná árangri á sínu sviði. Í keppnistreyjunum voru því nöfn allt frá Beyoncé og RBG til Abby Wambach og Serenu Williams.From Beyoncé and RBG to Abby Wambach and Serena Williams, the USWNT honored the iconic women who inspired them. pic.twitter.com/ac4OXxfHBd — FOX Sports (@FOXSports) March 3, 2019Abby Wambach er sú sem hefur skorað flest mörk fyrir fótboltalandslið, karla og kvenna, eða 184 mörk í 256 landsleikjum. Hún var meyr þegar hún þakkaði Alex Morgan fyrir að hafa sett sitt nafn á treyu sína eins og sést hér fyrir neðan.This honor was as meaningful to me, as any championship I’ve won. Amazing idea! All the feels. Thank you @alexmorgan13 and all the @USWNT players for being such badass roll models. :) #SheBelieveshttps://t.co/cQDt2xKImG — Abby Wambach (@AbbyWambach) March 2, 2019Hetjur bandarísku landsliðskvennanna voru ekki aðeins íþróttakonur heldur einnig leikkonur, listamenn, sjónvarpskonur, Nóbelsverðlaunahafar og fleiri baráttukonur. Hetjur byrjunarliðskvenna bandaríska landsliðsins voru: Rose Levelle, (J. K. Rowling) Tobin Heath (Doris Burke), Abby Dahlkemper (Jennifer Lawrence), Alex Morgan (Abby Wambach), Kelley O'Hara (HOA - Heather O'Reilly), Megan Rapinoe (Audre Lorde), Adrianna French (Briana Scurry), Julie Ertz (Carrie Underwood), Mallory Pugh (Beyonce), Tierna Davidson (Sally Ride) og Crystal Dunn (Serena Williams). Hér fyrir neðan má líka sjá skemmtilega uppsetningu hjá Front Office Sports á Twitter þar sem sést mynd af bandarísku landsliðskonunum og fyrir ofan er hetjur þeirra.Here is a look at the women that inspire the starting players for @USWNT via @espnW. pic.twitter.com/AIyiqDlbIj — Front Office Sports (@frntofficesport) March 3, 2019 Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta vakti mikla athygli fyrir uppátæki sitt í leik á móti Englandi um helgina. Leikmenn eru vanalega með nöfnin sín á keppnistreyjunni fyrir ofan númerin á bakinu en það var ekki þannig hjá bandarísku landsliðskonunum í þessum leik á móti Englandi á SheBelieves æfingamótinu. Bandaríkin og England eru að undirbúa sig fyrir HM í Frakklandi í sumar. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en stærsta fréttin var samt búningar bandarísku landsliðskvennanna. Bandarísku landsliðkonurnar skiptu sínum nöfnum nefnilega út fyrir hetjurnar sínar eða þær konur sem höfðu haft mest áhrif á þær. Þetta voru þær konur sem höfðu kvatt þær til dáða með því að standa fastar á sínu og ná árangri á sínu sviði. Í keppnistreyjunum voru því nöfn allt frá Beyoncé og RBG til Abby Wambach og Serenu Williams.From Beyoncé and RBG to Abby Wambach and Serena Williams, the USWNT honored the iconic women who inspired them. pic.twitter.com/ac4OXxfHBd — FOX Sports (@FOXSports) March 3, 2019Abby Wambach er sú sem hefur skorað flest mörk fyrir fótboltalandslið, karla og kvenna, eða 184 mörk í 256 landsleikjum. Hún var meyr þegar hún þakkaði Alex Morgan fyrir að hafa sett sitt nafn á treyu sína eins og sést hér fyrir neðan.This honor was as meaningful to me, as any championship I’ve won. Amazing idea! All the feels. Thank you @alexmorgan13 and all the @USWNT players for being such badass roll models. :) #SheBelieveshttps://t.co/cQDt2xKImG — Abby Wambach (@AbbyWambach) March 2, 2019Hetjur bandarísku landsliðskvennanna voru ekki aðeins íþróttakonur heldur einnig leikkonur, listamenn, sjónvarpskonur, Nóbelsverðlaunahafar og fleiri baráttukonur. Hetjur byrjunarliðskvenna bandaríska landsliðsins voru: Rose Levelle, (J. K. Rowling) Tobin Heath (Doris Burke), Abby Dahlkemper (Jennifer Lawrence), Alex Morgan (Abby Wambach), Kelley O'Hara (HOA - Heather O'Reilly), Megan Rapinoe (Audre Lorde), Adrianna French (Briana Scurry), Julie Ertz (Carrie Underwood), Mallory Pugh (Beyonce), Tierna Davidson (Sally Ride) og Crystal Dunn (Serena Williams). Hér fyrir neðan má líka sjá skemmtilega uppsetningu hjá Front Office Sports á Twitter þar sem sést mynd af bandarísku landsliðskonunum og fyrir ofan er hetjur þeirra.Here is a look at the women that inspire the starting players for @USWNT via @espnW. pic.twitter.com/AIyiqDlbIj — Front Office Sports (@frntofficesport) March 3, 2019
Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira