
Gullfiskaminni
„Alhliða blekkingar
Einhliða refsingar“
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég horfði á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið. Rifjaðist upp, eru akkúrat réttu orðin því auðvitað mundi ég þetta hvorki skýrt né örugglega.
Hvað var það í söngvakeppninni sem fékk mig til þess að muna þetta? Jú, þegar ég sá að forráðamenn keppninnar gerðu ráð fyrir því að þjóðin væri ekki bara með gullfiskaminni heldur algjörlega heiladauð.
Mig minnir að lögin hafi verið rifjuð upp 42 sinnum svo menn gætu greitt atkvæði og rámað í hvernig flutningurinn var og svo menn mættu átta sig á því að Byggðarhornssvipurinn tilheyrir Heru en Friðrik Ómar er meira svona Fiskidagurinn mikli. Ekkert var gert í því að rifja upp andlitið á Gísla Marteini – enda óþarfi. Myndin af Dorian Gray er klassík og „Gleðin tekur enda“.
Reyndar tók það þessa blessuðu keppni einhverjar 30 mínútur að byrja eftir að hún var byrjuð og maður var farinn að hafa áhyggjur af því að lögin myndu eldast illa. Svo ekki sé talað um keppendur, því „Tómið heimtir alla“. En þetta bjargaðist allt. Úrslitin voru eins og í öllum alþingiskosningum á lýðveldistímanum, hatrið sigraði.
Auðvitað voru ekki allir á eitt sáttir, líkt og þegar þingkosningar eru gerðar upp. En ólíkt því sem er í uppgjöri alþingiskosninga þá geta ekki allir sagt að þeir hafi unnið í söngvakeppninni. Þar vinnur bara einn flokkur. Sem er mikil lausn fyrir minnislausa þjóð. Það er landsmönnum léttir að þurfa ekki að muna margt, þetta verður bara áfram eins: Hatrið mun sigra!
Skoðun

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar