Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar 5. nóvember 2025 15:02 Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fer mikinn í fjölmiðlum vegna frumvarps þar sem hún hyggst þrengja verulega að möguleikum fólks utan EES að sækja um nám hér á landi. Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“. Í ofanálag segir ráðherrann að ekki sé „hægt að hafa allar gáttir inn í landið opnar“ eins og þær séu allar í gegnum Háskóla Íslands. Þetta er ódýrt lýðskrum að mínum dómi, enda eru námsmannaleyfi háð stöngum skilyrðum nú þegar og allir nemendur sem fá inni í Háskóla Íslands þurfa að skila sínu í námi. Komið hefur fram að erlendir nemendur Háskólans skili raun betur sínum einingum en innfæddir nemendur. Alvarlegri er þó sú hugmyndafræði sem virðist vera þarna að baki. Til dæmis er tekinn út sérstakur hópur nemenda, frá „Nígeríu, Gana og Pakistan“ eins og þeir séu í raun vandamálið, ekki allir hinir sem koma frá öðrum löndum. Af orðæðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum. Hvert er þá vandamálið? Jú, það komu fleiri umsóknir en áður síðastliðið vor og það var átak að komast í gegnum það. En fæstar þessara umsókna fóru alla leið og það fólk sem náði í gegn stundar nám við Háskóla Íslands. Ekki er hægt að sjá neitt „annarlegt“ við það. Íslendingar sjálfir hafa stundað nám við erlenda háskóla í tugþúsundatali og ekkert óeðlilegt við það. Höfundur þessara orða stundaði nám í Bretlandi og Þýskalandi og það hefur verið honum til framdráttar í lífi og starfi. Sum þeirra erlendu nemenda sem sækja um í íslensku sem öðru máli ætla kannski ekki að verða íslenskufræðingar, en þau vilja læra íslensku í þeirri von að þau geti starfað hér á landi. Er það misnotkun? Eru filippeysku hjúkrunarfræðingarnir á Landspítalanum að „misnota“ „allar gáttir inn í landið“? Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil. Og í Háskóla Íslands er stór hópur afbragðs kennara í íslensku sem öðru máli sem sinnir þessum nemendum af skörungsskap þannig að þeir geta talað íslensku að námi loknu. Orðræðan um útlendinga hefur tekið á sig ljótar lýðskrumsmyndir á undanförnum misserum og nú eru stjórnmálaflokkar sem kenna sig við „frjálslyndi“ farnir að éta hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi. Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í. Eins eru hér á hverjum degi fjölmargir útlendingar, svokallaðir ferðamenn, sem nota hér götur og innviði, halda björgunarsveitum við efnið og svo má lengi telja. Þetta hefur áreiðanlega leitt til óþols einhverra gagnvart fólki sem er af erlendu bergi brotið og þau sem til þess finna ættu þá að láta vera að fara til útlanda sjálft næstu árin. En að nota námsmenn og flóttafólk sem eru einhver prómill af öllum þessum fjölda til að fá útrás fyrir óþol sitt er í hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hrein mannsvonska. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeilda Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fer mikinn í fjölmiðlum vegna frumvarps þar sem hún hyggst þrengja verulega að möguleikum fólks utan EES að sækja um nám hér á landi. Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“. Í ofanálag segir ráðherrann að ekki sé „hægt að hafa allar gáttir inn í landið opnar“ eins og þær séu allar í gegnum Háskóla Íslands. Þetta er ódýrt lýðskrum að mínum dómi, enda eru námsmannaleyfi háð stöngum skilyrðum nú þegar og allir nemendur sem fá inni í Háskóla Íslands þurfa að skila sínu í námi. Komið hefur fram að erlendir nemendur Háskólans skili raun betur sínum einingum en innfæddir nemendur. Alvarlegri er þó sú hugmyndafræði sem virðist vera þarna að baki. Til dæmis er tekinn út sérstakur hópur nemenda, frá „Nígeríu, Gana og Pakistan“ eins og þeir séu í raun vandamálið, ekki allir hinir sem koma frá öðrum löndum. Af orðæðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum. Hvert er þá vandamálið? Jú, það komu fleiri umsóknir en áður síðastliðið vor og það var átak að komast í gegnum það. En fæstar þessara umsókna fóru alla leið og það fólk sem náði í gegn stundar nám við Háskóla Íslands. Ekki er hægt að sjá neitt „annarlegt“ við það. Íslendingar sjálfir hafa stundað nám við erlenda háskóla í tugþúsundatali og ekkert óeðlilegt við það. Höfundur þessara orða stundaði nám í Bretlandi og Þýskalandi og það hefur verið honum til framdráttar í lífi og starfi. Sum þeirra erlendu nemenda sem sækja um í íslensku sem öðru máli ætla kannski ekki að verða íslenskufræðingar, en þau vilja læra íslensku í þeirri von að þau geti starfað hér á landi. Er það misnotkun? Eru filippeysku hjúkrunarfræðingarnir á Landspítalanum að „misnota“ „allar gáttir inn í landið“? Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil. Og í Háskóla Íslands er stór hópur afbragðs kennara í íslensku sem öðru máli sem sinnir þessum nemendum af skörungsskap þannig að þeir geta talað íslensku að námi loknu. Orðræðan um útlendinga hefur tekið á sig ljótar lýðskrumsmyndir á undanförnum misserum og nú eru stjórnmálaflokkar sem kenna sig við „frjálslyndi“ farnir að éta hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi. Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í. Eins eru hér á hverjum degi fjölmargir útlendingar, svokallaðir ferðamenn, sem nota hér götur og innviði, halda björgunarsveitum við efnið og svo má lengi telja. Þetta hefur áreiðanlega leitt til óþols einhverra gagnvart fólki sem er af erlendu bergi brotið og þau sem til þess finna ættu þá að láta vera að fara til útlanda sjálft næstu árin. En að nota námsmenn og flóttafólk sem eru einhver prómill af öllum þessum fjölda til að fá útrás fyrir óþol sitt er í hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hrein mannsvonska. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeilda Háskóla Íslands.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar