Innlent

Rafrettulög hafa tekið gildi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Rafreykingar.
Rafreykingar. Nordicphotos/Getty
Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars. Í lögunum er kveðið á um innflutning, markaðssetningu, hvar má nota rafrettur og öryggi þessa varnings.

Samkvæmt lögunum á ráðherra að setja reglugerð um kröfur varðandi gæði, öryggi, merkingar og innihaldslýsingu rafrettna og áfyllinga fyrir þær. Reglugerðin á að taka gildi 1. júní næstkomandi. Með frestinum þangað til er komið til móts við innflytjendur svo þeim gefist svigrúm til að laga sig að kröfum reglugerðarinnar varðandi merkingar umbúða, að því er segir á vef Landlæknis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×