Bumbur minnka og minnka í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2019 20:30 Það er líf og fjör í eina uppblásna íþróttahúsi landsins, Hamarshöllinni í Hveragerði þessa dagana því þar taka um áttatíu íbúar bæjarins, sextíu ára og eldri í heilsueflingarverkefni sem Hveragerðisbær býður upp á. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins“, segir einn þátttakandi.Það fer vel um 60 plús hópinn í Hamarshöllinni þar sem þau gera styrktaræfingar undir stjórn Jónínu Benediktsdóttur sem býr í Hveragerði. Verkefnið er hluti af Heilsueflandi Samfélagi sem Hveragerðisbær tekur þátt í. Dagskrá átaksins byggir á styrktarþjálfun, þolþjálfun og fræðslufyrirlestrum um næringu, líkamsrækt og andlegt heilbrigði.„Það er bara einhver heilsubylting í gangi hér í Hveragerði, þökk sé bæjarfélaginu að bjóða 60 ára og eldri upp á þessa þjónustu í þessu frábæra húsi. Ég er fyrst og fremst að þjálfa fólkið í liðleika, styrk og úthaldi. Við erum einnig að fara yfir lífstílstengda sjúkdóma, sem er alveg nýtt á Íslandi í þessum geira mínum. Þátttakan á námskeiðinu er frábær, ég held að þetta sé bara heimsmet miðað við höfðatölu. Ég er svo orðlaus og rosalega þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu verkefni“, segir Jónina. Jónína Benediktsdóttir, sem býr í Hveragerði hefur yfirumsjón með verkefninu sem er ókeypis og stendur yfir í átta vikur.Öll aðstaða í Hamarshöllinni er til fyrirmyndar fyrir hópinn. „Þetta er náttúrulega alveg magnað framtak að vera með þetta í gang, alveg stórkostlegt og þökk sé Jónínu og bæjarfélaginu, þetta er frábært, það hafa allir gott af þessu“, segir Birgir Helgason, þátttakandi á námskeiðinu. Jóna Einarsdóttir, íbúi í Hveragerði og þátttakandi á námskeiðinu tekur undir það með Birgi. „Það eru 16 ár síðan ég hætti á Heilsustofnun og þar vann ég í 39 ár. Ég veit hvað er kennt þar og ég hef reynt að hafa þann lífsstíl áfram“. Ísleifur Gíslason, sem er líka þátttakandi á námskeiðinu er alsæll með það. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins og svoleiðis, það er kannski aðal skemmtunin“, segir Ísleifur. Hópurinn við æfingar í Hamarshöllinni.Magnús HlynurHópurinn sem tekur þátt í heilsueflingarverkefni Hveragerðisbæjar þar sem Hamarshöllin nýtist vel undir ýmsar æfingar.Magnús Hlynur Heilsa Hveragerði Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Sjá meira
Það er líf og fjör í eina uppblásna íþróttahúsi landsins, Hamarshöllinni í Hveragerði þessa dagana því þar taka um áttatíu íbúar bæjarins, sextíu ára og eldri í heilsueflingarverkefni sem Hveragerðisbær býður upp á. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins“, segir einn þátttakandi.Það fer vel um 60 plús hópinn í Hamarshöllinni þar sem þau gera styrktaræfingar undir stjórn Jónínu Benediktsdóttur sem býr í Hveragerði. Verkefnið er hluti af Heilsueflandi Samfélagi sem Hveragerðisbær tekur þátt í. Dagskrá átaksins byggir á styrktarþjálfun, þolþjálfun og fræðslufyrirlestrum um næringu, líkamsrækt og andlegt heilbrigði.„Það er bara einhver heilsubylting í gangi hér í Hveragerði, þökk sé bæjarfélaginu að bjóða 60 ára og eldri upp á þessa þjónustu í þessu frábæra húsi. Ég er fyrst og fremst að þjálfa fólkið í liðleika, styrk og úthaldi. Við erum einnig að fara yfir lífstílstengda sjúkdóma, sem er alveg nýtt á Íslandi í þessum geira mínum. Þátttakan á námskeiðinu er frábær, ég held að þetta sé bara heimsmet miðað við höfðatölu. Ég er svo orðlaus og rosalega þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu verkefni“, segir Jónina. Jónína Benediktsdóttir, sem býr í Hveragerði hefur yfirumsjón með verkefninu sem er ókeypis og stendur yfir í átta vikur.Öll aðstaða í Hamarshöllinni er til fyrirmyndar fyrir hópinn. „Þetta er náttúrulega alveg magnað framtak að vera með þetta í gang, alveg stórkostlegt og þökk sé Jónínu og bæjarfélaginu, þetta er frábært, það hafa allir gott af þessu“, segir Birgir Helgason, þátttakandi á námskeiðinu. Jóna Einarsdóttir, íbúi í Hveragerði og þátttakandi á námskeiðinu tekur undir það með Birgi. „Það eru 16 ár síðan ég hætti á Heilsustofnun og þar vann ég í 39 ár. Ég veit hvað er kennt þar og ég hef reynt að hafa þann lífsstíl áfram“. Ísleifur Gíslason, sem er líka þátttakandi á námskeiðinu er alsæll með það. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins og svoleiðis, það er kannski aðal skemmtunin“, segir Ísleifur. Hópurinn við æfingar í Hamarshöllinni.Magnús HlynurHópurinn sem tekur þátt í heilsueflingarverkefni Hveragerðisbæjar þar sem Hamarshöllin nýtist vel undir ýmsar æfingar.Magnús Hlynur
Heilsa Hveragerði Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Sjá meira