Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair hækkaði í dag um 2,45% í 323 milljóna króna viðskiptum. Hækkunin var sú mesta í viðskiptum dagsins.
Gengi hlutabréfa Icelandair hækkaði um 7,52 prósent í gær á meðan samninganefnd flugfélagsins WOW Air fundaði stíft með fulltrúum bandaríska fjárfestingasjóðsins Indigo Partners í höfuðstöðvum WOW á Höfðatorgi.
Snorri Jakobsson forstöðumaður greiningadeildar Capacent sagði í samtali við Vísi í dag að íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa, sé litið til gengisstyrkingar Icelandair.
Icelandair heldur áfram að hækka

Tengdar fréttir

„Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“
WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair.

Kauptilboð dótturfélags Icelandair í Cabo Verde Airlines samþykkt
Kauptilboð Loftleiða Icelandic á 51 prósenta hluta í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum verið samþykkt. Undirritun kaupsamningsins fer fram á morgun.

Skúli segist alltaf vera vongóður
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar.