Khan reynir að stilla til friðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2019 06:15 Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans. Getty/Anadolu Agency Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í gær um að indverski herflugmaðurinn sem Pakistanar handtóku eftir að þeir skutu niður indverskar herflugvélar yrði leystur úr haldi í dag og fluttur til heimalandsins. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því að liðsmaður hryðjuverkasamtakanna JeM felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir JeM, hermenn hafa skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír auk fyrrnefndrar gröndunar indverskra herflugvéla. Khan var lofaður fyrir ákvörðun sína í gær og sagður sækja í átt að friði. „Þetta gleður mig mjög. Ég hafði krafist lausnar hans. Þetta er skref í átt að bættu sambandi og ég vona að þessi þróun haldi áfram,“ sagði Amarinder Singh, æðsti ráðherra hins indverska Púnjab-ríkis. En forsætisráðherrann og fyrrverandi krikketstjarnan Khan tók skýrt fram að þótt Pakistanar vildu vissulega létta á spennunni á milli ríkjanna mætti ekki horfa á ákvörðunina sem merki um veikleika. „Indverjar hafa ákveðið að ala á einhverri stríðsmóðursýki. Ég vil hrósa pakistönskum fjölmiðlum fyrir ábyrgðarfulla umfjöllun þeirra. Okkar miðlar hafa ekki tekið þátt í þessari móðursýki,“ hafði pakistanski miðillinn Tribune eftir Khan, sem minntist í sömu andrá á að kosningar væru á döfinni í grannríkinu.Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersinsAsif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, hélt enn einn blaðamannafundinn í gær og sagði að pakistanski herinn væri enn í viðbragðsstöðu við hin eiginlegu landamæri í Kasmír. „Á undanförnum tveimur sólarhringum hafa Indverjar brotið gegn vopnahléinu í Kotli, Kjuiratta og Tatta Pani við landamærin. Pakistanskir hermenn hafa svarað í sömu mynt. Fregnir berast af mannfalli indverskra hermanna og tjóni á indverskum herstöðvum. Vísvitandi árásir Indverja á almenna borgara hafa leitt af sér fjóra píslarvottadauða,“ sagði Ghafoor á fundinum. Bað hann almenning um að gleypa ekki við öllum orðrómi sem þeir heyra. Og Indverjar eru sömuleiðis í viðbragðsstöðu. Narendra Modi forsætisráðherra kallaði saman helstu ráðgjafa, herforingja og ráðherra á neyðarfund í gær en ekki liggur fyrir hvað þar fór fram. Æðstu yfirmenn indverska hersins boðuðu svo til blaðamannafundar þar sem þeir sögðust tilbúnir til þess að takast á við allar mögulegar aðgerðir Pakistana, hvað sem lausn fangans líður. Þeir sögðu pakistanska herinn hafa aukið á togstreituna með því að ráðast á indverska hernaðarinnviði á miðvikudaginn. „Pakistanski flugherinn reyndi að skemma innviði okkar en indversk herflugvél hrakti þá á brott. Pakistanskar sprengjur hafa fallið á indverskar herstöðvar en ekki valdið neinu meiriháttar tjóni,“ hafði Times of India eftir R.G.K. Kapoor, marskálki í flughernum. Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í gær um að indverski herflugmaðurinn sem Pakistanar handtóku eftir að þeir skutu niður indverskar herflugvélar yrði leystur úr haldi í dag og fluttur til heimalandsins. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því að liðsmaður hryðjuverkasamtakanna JeM felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir JeM, hermenn hafa skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír auk fyrrnefndrar gröndunar indverskra herflugvéla. Khan var lofaður fyrir ákvörðun sína í gær og sagður sækja í átt að friði. „Þetta gleður mig mjög. Ég hafði krafist lausnar hans. Þetta er skref í átt að bættu sambandi og ég vona að þessi þróun haldi áfram,“ sagði Amarinder Singh, æðsti ráðherra hins indverska Púnjab-ríkis. En forsætisráðherrann og fyrrverandi krikketstjarnan Khan tók skýrt fram að þótt Pakistanar vildu vissulega létta á spennunni á milli ríkjanna mætti ekki horfa á ákvörðunina sem merki um veikleika. „Indverjar hafa ákveðið að ala á einhverri stríðsmóðursýki. Ég vil hrósa pakistönskum fjölmiðlum fyrir ábyrgðarfulla umfjöllun þeirra. Okkar miðlar hafa ekki tekið þátt í þessari móðursýki,“ hafði pakistanski miðillinn Tribune eftir Khan, sem minntist í sömu andrá á að kosningar væru á döfinni í grannríkinu.Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersinsAsif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, hélt enn einn blaðamannafundinn í gær og sagði að pakistanski herinn væri enn í viðbragðsstöðu við hin eiginlegu landamæri í Kasmír. „Á undanförnum tveimur sólarhringum hafa Indverjar brotið gegn vopnahléinu í Kotli, Kjuiratta og Tatta Pani við landamærin. Pakistanskir hermenn hafa svarað í sömu mynt. Fregnir berast af mannfalli indverskra hermanna og tjóni á indverskum herstöðvum. Vísvitandi árásir Indverja á almenna borgara hafa leitt af sér fjóra píslarvottadauða,“ sagði Ghafoor á fundinum. Bað hann almenning um að gleypa ekki við öllum orðrómi sem þeir heyra. Og Indverjar eru sömuleiðis í viðbragðsstöðu. Narendra Modi forsætisráðherra kallaði saman helstu ráðgjafa, herforingja og ráðherra á neyðarfund í gær en ekki liggur fyrir hvað þar fór fram. Æðstu yfirmenn indverska hersins boðuðu svo til blaðamannafundar þar sem þeir sögðust tilbúnir til þess að takast á við allar mögulegar aðgerðir Pakistana, hvað sem lausn fangans líður. Þeir sögðu pakistanska herinn hafa aukið á togstreituna með því að ráðast á indverska hernaðarinnviði á miðvikudaginn. „Pakistanski flugherinn reyndi að skemma innviði okkar en indversk herflugvél hrakti þá á brott. Pakistanskar sprengjur hafa fallið á indverskar herstöðvar en ekki valdið neinu meiriháttar tjóni,“ hafði Times of India eftir R.G.K. Kapoor, marskálki í flughernum.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00
Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40