Nýtum færið Hörður Ægisson skrifar 1. mars 2019 07:00 Það hefur flest fallið með okkur á undanförnum árum. Þannig hafa utanaðkomandi þættir, hagstæð viðskiptakjör og lágt olíuverð, verið okkur hagfelldir og þá hefur stjórnvöldum tekist að leysa farsællega úr öllum stærstu eftirmálum fjármálahrunsins, ekki hvað síst við losun fjármagnshafta. Uppsveiflan hefur ekki byggst á erlendri skuldsetningu heldur einkum vexti útflutningstekna. Viðskiptaafgangur hefur verið viðvarandi og erlend staða þjóðarbúsins aldrei betri. Á sama tíma og við höfum upplifað efnahagsuppgang hefur verðbólgan haldist um eða undir verðbólgumarkmiði sem aftur hefur gefið Seðlabankanum færi á að lækka vexti. Þetta hefur með öðrum orðum verið einstakt tímabil í íslenskri hagsögu – og ef við förum ekki fram úr okkur er útlitið bjart. Lífskjör langsamlega flestra Íslendinga, en auðvitað ekki allra, hafa því batnað stórkostlega á aðeins örfáum árum. Frá 2015 hefur kaupmáttur aukist um fjórðung en til samanburðar nemur uppsöfnuð kaupmáttaraukning síðustu þrjátíu ára samanlagt um 65 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að sammælast um að leggja áherslu á að varðveita þennan mikla og skjóta árangur með skynsamlegum kjarasamningum, sem hafa það að markmiði að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára, en um leið horfa til sértækra aðgerða – með aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga – sem miða að því að bæta stöðu þeirra lægst launuðu, einkum á húsnæðismarkaði. Á slíkri niðurstöðu myndu allir launþegahópar græða. Hin leiðin, sem við þekkjum svo vel, myndi hins vegar aðeins færa okkur enn eina efnahagslegu kollsteypuna. Viðvarandi óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram framleiðniaukningu, er ein helsta ástæða þess að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í gengismálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessar einföldu hagstjórnarreglur hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Þær launakröfur sem nú eru settar fram í yfirstandandi kjaraviðræðum væru aðeins til þess fallnar að viðhalda þessu ástandi. Ekki aðeins myndum við sjá fram á tímabil aukinnar verðbólgu og vaxtahækkana Seðlabankans heldur yrði afleiðingin einnig meiri verðhækkanir en ella á fasteignamarkaði sem myndi hitta þá verst fyrir, einkum ungt fólk, sem nú eru að reyna að fjármagna kaup á eigin húsnæði. Það getur ekki verið markmiðið með kröfum sumra stéttarfélaganna. Ísland er í einstakri stöðu. Vegna sterkrar stöðu þjóðarbúsins – meðal annars hóflegrar verðbólgu, fjárlagaafgangs, lítilla skulda ríkissjóðs, mikils viðskiptaafgangs – eru allar forsendur fyrir hendi til að vextir geti lækkað enn frekar á komandi árum. Á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í síðustu viku benti Már Guðmundsson seðlabankastjóri á að „við værum örugglega með lægri vexti núna“ ef langtímaverðbólguvæntingar hefðu ekki farið hækkandi að undanförnu. Sú þróun hefur ekki síst stafað af óvissu á vinnumarkaði. Þá sagði seðlabankastjóri við sama tilefni að það væri „skrifað í kortin að ef við fáum kjarasamninga sem samrýmast verðbólgumarkmiðinu og við erum að horfa upp á þessa kólnun halda áfram með þessum hætti þá skapast svigrúm til þess að verðbólguvæntingarnar lækki og við getum lækkað vexti enn neðar“. Fyrir íslensk heimili myndi fátt hafa í för með sér meiri kjarabætur. Nýtum færið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það hefur flest fallið með okkur á undanförnum árum. Þannig hafa utanaðkomandi þættir, hagstæð viðskiptakjör og lágt olíuverð, verið okkur hagfelldir og þá hefur stjórnvöldum tekist að leysa farsællega úr öllum stærstu eftirmálum fjármálahrunsins, ekki hvað síst við losun fjármagnshafta. Uppsveiflan hefur ekki byggst á erlendri skuldsetningu heldur einkum vexti útflutningstekna. Viðskiptaafgangur hefur verið viðvarandi og erlend staða þjóðarbúsins aldrei betri. Á sama tíma og við höfum upplifað efnahagsuppgang hefur verðbólgan haldist um eða undir verðbólgumarkmiði sem aftur hefur gefið Seðlabankanum færi á að lækka vexti. Þetta hefur með öðrum orðum verið einstakt tímabil í íslenskri hagsögu – og ef við förum ekki fram úr okkur er útlitið bjart. Lífskjör langsamlega flestra Íslendinga, en auðvitað ekki allra, hafa því batnað stórkostlega á aðeins örfáum árum. Frá 2015 hefur kaupmáttur aukist um fjórðung en til samanburðar nemur uppsöfnuð kaupmáttaraukning síðustu þrjátíu ára samanlagt um 65 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að sammælast um að leggja áherslu á að varðveita þennan mikla og skjóta árangur með skynsamlegum kjarasamningum, sem hafa það að markmiði að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára, en um leið horfa til sértækra aðgerða – með aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga – sem miða að því að bæta stöðu þeirra lægst launuðu, einkum á húsnæðismarkaði. Á slíkri niðurstöðu myndu allir launþegahópar græða. Hin leiðin, sem við þekkjum svo vel, myndi hins vegar aðeins færa okkur enn eina efnahagslegu kollsteypuna. Viðvarandi óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram framleiðniaukningu, er ein helsta ástæða þess að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í gengismálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessar einföldu hagstjórnarreglur hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Þær launakröfur sem nú eru settar fram í yfirstandandi kjaraviðræðum væru aðeins til þess fallnar að viðhalda þessu ástandi. Ekki aðeins myndum við sjá fram á tímabil aukinnar verðbólgu og vaxtahækkana Seðlabankans heldur yrði afleiðingin einnig meiri verðhækkanir en ella á fasteignamarkaði sem myndi hitta þá verst fyrir, einkum ungt fólk, sem nú eru að reyna að fjármagna kaup á eigin húsnæði. Það getur ekki verið markmiðið með kröfum sumra stéttarfélaganna. Ísland er í einstakri stöðu. Vegna sterkrar stöðu þjóðarbúsins – meðal annars hóflegrar verðbólgu, fjárlagaafgangs, lítilla skulda ríkissjóðs, mikils viðskiptaafgangs – eru allar forsendur fyrir hendi til að vextir geti lækkað enn frekar á komandi árum. Á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í síðustu viku benti Már Guðmundsson seðlabankastjóri á að „við værum örugglega með lægri vexti núna“ ef langtímaverðbólguvæntingar hefðu ekki farið hækkandi að undanförnu. Sú þróun hefur ekki síst stafað af óvissu á vinnumarkaði. Þá sagði seðlabankastjóri við sama tilefni að það væri „skrifað í kortin að ef við fáum kjarasamninga sem samrýmast verðbólgumarkmiðinu og við erum að horfa upp á þessa kólnun halda áfram með þessum hætti þá skapast svigrúm til þess að verðbólguvæntingarnar lækki og við getum lækkað vexti enn neðar“. Fyrir íslensk heimili myndi fátt hafa í för með sér meiri kjarabætur. Nýtum færið.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun