Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 08:00 „Mér finnst þetta fyndin spurning,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, spurður hvort hann skynjaði að það væri enn sama hungur og drifkraftur í íslenska landsliðinu og á fyrri árum. „Af því að maður hefur ekkert velt þessu fyrir sér. Maður veit alveg hvernig hugsunarháttur er í þessu landsliði,“ sagði hann enn fremur. Eftir frábært gengi íslenska liðsins síðustu árin þar sem Ísland komst bæði á EM 2016 og HM 2018 þá tók við slæmur kafli í haust, þar sem Ísland tapaði öllum leikjum sínum í Þjóðadeild UEFA. Raunar hefur Ísland ekki unnið mótsleik síðan haustið 2017. „Við vitum hvernig tilfinningin er að komast á stórmót og ef þig langar ekki að fá hana aftur þá geturðu allt eins hætt þessu,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn. „Ég veit og get talað fyrir hópinn að það er gífurlegt hungur í okkur. Menn vilja segja skilið við síðasta ár, sem var erfitt. Það gekk ekki allt upp sem við lögðum upp með eins og gengur og gerist.“Aron Einar í leik með landsliðinu.vísir/gettyEkki mörg lið í þessum riðli sem geta stoppað okkur „En sem betur fer er nú komin ný keppni og nýtt upphaf. Ég er hrikalega spenntur. Þetta er erfiður riðill en samt riðill sem við getum komist upp úr.“ Ísland hefur leik í undankeppni EM 2020 á föstudag, er strákarnir okkar mæta Andorra. Eftir það tekur við leikur gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag en þar að auki eru Tyrkland, Albanía og Moldóva í sama riðli. Tvö efstu liðin komast beint á EM 2020. Besta leiðin til að drífa menn áfram í nýrri keppni, að sögn fyrirliðans, er að endurheimta þá sigurhefð sem var komin hjá íslenska landsliðinu. „Við þurfum að skapa þessa sigurhefð aftur. Við unnum ekki mjög marga leiki á síðasta ári en ef okkur tekst að komast aftur á skrið þá eru ekki mörg lið í þessum riðli að fara að stoppa okkur.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi Aron Einar Gunnarsson vildi fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið á Bretlandseyjum í ellefu ár. Hann er á leið til Katar í sumar. 19. mars 2019 19:15 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
„Mér finnst þetta fyndin spurning,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, spurður hvort hann skynjaði að það væri enn sama hungur og drifkraftur í íslenska landsliðinu og á fyrri árum. „Af því að maður hefur ekkert velt þessu fyrir sér. Maður veit alveg hvernig hugsunarháttur er í þessu landsliði,“ sagði hann enn fremur. Eftir frábært gengi íslenska liðsins síðustu árin þar sem Ísland komst bæði á EM 2016 og HM 2018 þá tók við slæmur kafli í haust, þar sem Ísland tapaði öllum leikjum sínum í Þjóðadeild UEFA. Raunar hefur Ísland ekki unnið mótsleik síðan haustið 2017. „Við vitum hvernig tilfinningin er að komast á stórmót og ef þig langar ekki að fá hana aftur þá geturðu allt eins hætt þessu,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn. „Ég veit og get talað fyrir hópinn að það er gífurlegt hungur í okkur. Menn vilja segja skilið við síðasta ár, sem var erfitt. Það gekk ekki allt upp sem við lögðum upp með eins og gengur og gerist.“Aron Einar í leik með landsliðinu.vísir/gettyEkki mörg lið í þessum riðli sem geta stoppað okkur „En sem betur fer er nú komin ný keppni og nýtt upphaf. Ég er hrikalega spenntur. Þetta er erfiður riðill en samt riðill sem við getum komist upp úr.“ Ísland hefur leik í undankeppni EM 2020 á föstudag, er strákarnir okkar mæta Andorra. Eftir það tekur við leikur gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag en þar að auki eru Tyrkland, Albanía og Moldóva í sama riðli. Tvö efstu liðin komast beint á EM 2020. Besta leiðin til að drífa menn áfram í nýrri keppni, að sögn fyrirliðans, er að endurheimta þá sigurhefð sem var komin hjá íslenska landsliðinu. „Við þurfum að skapa þessa sigurhefð aftur. Við unnum ekki mjög marga leiki á síðasta ári en ef okkur tekst að komast aftur á skrið þá eru ekki mörg lið í þessum riðli að fara að stoppa okkur.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi Aron Einar Gunnarsson vildi fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið á Bretlandseyjum í ellefu ár. Hann er á leið til Katar í sumar. 19. mars 2019 19:15 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi Aron Einar Gunnarsson vildi fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið á Bretlandseyjum í ellefu ár. Hann er á leið til Katar í sumar. 19. mars 2019 19:15
Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30