Alfreð: Getur sest á sálina að vinna ekki í langan tíma Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 18:01 Alfreð Finnbogason er í leikmannahópi Íslands sem mætir Andorra og Frakklandi í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020. En það stóð tæpt þar sem að Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli og hefur lítið spilað með liði sínu, Augsburg í Þýskalandi, síðustu vikurnar. „Þetta leit ekkert allt of vel út fyrir síðustu helgi. Mér fannst að ég þyrfti að spila einn leik með mínu félagsliði áður en ég gæti gefið kost á mér í landsliðið. Sem betur fer tókst það, ég náði 60 mínútum með Augsuburg um helgina. Það var gott fyrsta skref fyrir mig og við unnum leikinn,“ sagði Alfreð. „Ég kem því hingað með jákvæða strauma, þó svo að ég sé ekki kominn á fullt. Ég mun þó allavega leggja allt sem ég get af mörkum í þessum leik.“ Alfreð segir að það sé í höndum þjálfaranna að ákveða hversu mikið hann spilar en það sé ljóst að hann sé ekki kominn í sitt besta form. „Það væri kannski fullgeyst fyrir mig að byrja tvo leiki á þremur dögum. Við munum því bara skoða hver staðan er þegar líður á vikunni,“ sagði Alfreð en í dag var Viðar Örn Kjartansson kallaður í íslenska landsliðshópinn. Það var þó enginn sem datt út.Alfreð Finnbogason.Getty/ Michael ReganGott að fá annan markaskorara „Satt best að segja veit ég ekki ástæðuna fyrir því að hann var kallaður inn. Við höfum ekki hitt þjálfarana eftir að þetta var tilkynnt. Það er allavega ekkert tengt mér - mér líður vel og er heill. En ég held að það skemmi ekki fyrir að fá einn markaskorara í viðbót í hópinn.“ Alfreð segir að það sé afar góð stemning í landsliðshópnum fyrir nýju verkefni. „Ég finn að menn eru hungraðir að byrja. Þetta hefur verið löng bið og þetta var erfitt haust. Við viljum breyta umtalinu og að það fari að snúast um að við séum að vinna leiki og standa okkur vel. Það er allt í okkar höndum og gríðarlega mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel, gegn erfiðum andstæðingi sem við eigum og ætlum að vinna.“Verð ánægður þegar við vinnum á föstudag Ísland hefur ekki unnið leik í fjórtán mánuði og ekki unnið keppnisleik síðan Ísland tryggði sæti sitt á HM í Rússlandi með sigri á Kósóvó á Laugardalsvelli haustið 2017. „Ég verð mjög ánægður þegar við vinnum á föstudaginn og þurfum ekki að svara fyrir þetta lengur. Það er alveg satt, þetta getur sest á sálinu og það pirrar okkur að fara í gegnum heilt fótboltaár án þess að vinna leik,“ sagði Alfreð. „Það er ekki hægt að fela sig á bak við neitt þar. Við viljum gera betur. Nú erum við með nokkra nýja leikmenn og nýjan þjálfara þrátt fyrir að kjarninn sé enn sá sami og áður. Með þessum hópi höfum við unnið fullt af góðum liðum í gegnum árin. Mín trú á þessu liði er slík að ég tel að við munum halda áfram að koma á óvart.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Sigur hjá Alfreð og félögum Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg báru sigur úr býtum gegn Hannover eftir endurkomu á lokamínútunum í leiknum. 16. mars 2019 16:30 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Fleiri fréttir Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Sjá meira
Alfreð Finnbogason er í leikmannahópi Íslands sem mætir Andorra og Frakklandi í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020. En það stóð tæpt þar sem að Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli og hefur lítið spilað með liði sínu, Augsburg í Þýskalandi, síðustu vikurnar. „Þetta leit ekkert allt of vel út fyrir síðustu helgi. Mér fannst að ég þyrfti að spila einn leik með mínu félagsliði áður en ég gæti gefið kost á mér í landsliðið. Sem betur fer tókst það, ég náði 60 mínútum með Augsuburg um helgina. Það var gott fyrsta skref fyrir mig og við unnum leikinn,“ sagði Alfreð. „Ég kem því hingað með jákvæða strauma, þó svo að ég sé ekki kominn á fullt. Ég mun þó allavega leggja allt sem ég get af mörkum í þessum leik.“ Alfreð segir að það sé í höndum þjálfaranna að ákveða hversu mikið hann spilar en það sé ljóst að hann sé ekki kominn í sitt besta form. „Það væri kannski fullgeyst fyrir mig að byrja tvo leiki á þremur dögum. Við munum því bara skoða hver staðan er þegar líður á vikunni,“ sagði Alfreð en í dag var Viðar Örn Kjartansson kallaður í íslenska landsliðshópinn. Það var þó enginn sem datt út.Alfreð Finnbogason.Getty/ Michael ReganGott að fá annan markaskorara „Satt best að segja veit ég ekki ástæðuna fyrir því að hann var kallaður inn. Við höfum ekki hitt þjálfarana eftir að þetta var tilkynnt. Það er allavega ekkert tengt mér - mér líður vel og er heill. En ég held að það skemmi ekki fyrir að fá einn markaskorara í viðbót í hópinn.“ Alfreð segir að það sé afar góð stemning í landsliðshópnum fyrir nýju verkefni. „Ég finn að menn eru hungraðir að byrja. Þetta hefur verið löng bið og þetta var erfitt haust. Við viljum breyta umtalinu og að það fari að snúast um að við séum að vinna leiki og standa okkur vel. Það er allt í okkar höndum og gríðarlega mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel, gegn erfiðum andstæðingi sem við eigum og ætlum að vinna.“Verð ánægður þegar við vinnum á föstudag Ísland hefur ekki unnið leik í fjórtán mánuði og ekki unnið keppnisleik síðan Ísland tryggði sæti sitt á HM í Rússlandi með sigri á Kósóvó á Laugardalsvelli haustið 2017. „Ég verð mjög ánægður þegar við vinnum á föstudaginn og þurfum ekki að svara fyrir þetta lengur. Það er alveg satt, þetta getur sest á sálinu og það pirrar okkur að fara í gegnum heilt fótboltaár án þess að vinna leik,“ sagði Alfreð. „Það er ekki hægt að fela sig á bak við neitt þar. Við viljum gera betur. Nú erum við með nokkra nýja leikmenn og nýjan þjálfara þrátt fyrir að kjarninn sé enn sá sami og áður. Með þessum hópi höfum við unnið fullt af góðum liðum í gegnum árin. Mín trú á þessu liði er slík að ég tel að við munum halda áfram að koma á óvart.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Sigur hjá Alfreð og félögum Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg báru sigur úr býtum gegn Hannover eftir endurkomu á lokamínútunum í leiknum. 16. mars 2019 16:30 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Fleiri fréttir Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Sjá meira
Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27
Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04
Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30
Sigur hjá Alfreð og félögum Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg báru sigur úr býtum gegn Hannover eftir endurkomu á lokamínútunum í leiknum. 16. mars 2019 16:30