Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2019 16:22 Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis í dag með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. Í ræðunni gagnrýndi Ólafur borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda og lýsti yfir áhyggjum af því að þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Ólafur viðraði áðurnefndar áhyggjur sínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi síðdegis í dag. Þar innti hann Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra eftir því til hvaða ráðstafana hún hygðist grípa eftir að í ljós kom að útgjöld vegna hælisleitenda færu allt að tvo milljarða króna fram úr fjárlögum. Ráðherra svaraði því til að hún hefði kallað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnum um hvað væri hægt að gera til að bregðast við stöðunni, og leggja í kjölfarið fram tillögur.Dómkirkjunni breytt í „almenningsnáðhús“ Ólafur kom þá aftur upp í pontu og lýsti því yfir að það væri mikilvægt að héðan væru ekki send skilaboð sem væru til þess fallin að hvetja fólk, sem ekki fullnægir skilyrðum til slíks, til að leita hælis hér á landi.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/vilhelmÞá gagnrýndi hann að lokum bæði borgaryfirvöld og ráðamenn þjóðkirkjunnar vegna aðkomu þeirra að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli undanfarnar vikur. „Ég kannski leyfi mér að varpa fram þeirri spurningu hvort ráðherra deili með mér áhyggjum af því að borgaryfirvöld skuli hafa staðið fyrir því að leyfa þessa tjaldbúð hér og æðstu menn þjóðkirkjunnar skuli hafa staðið fyrir því að breyta dómkirkju landsins í einhvers konar almenningsnáðhús, leyfi ég mér að segja,“ sagði Ólafur. Þegar þar var komið sögu mátti heyra þingmenn fussa og sveia úr sal. Einhverjir höfðu uppi smávægileg frammíköll og lýstu yfir óánægju sinni með spurningar Ólafs.Stjórnarskrárvarinn réttur að mótmæla á Austurvelli Ráðherra sagði í svari sínu að það væri rétt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir uppsetningu tjaldanna, þó þannig að þeim hafi borið að taka þau niður klukkan átta í gærkvöldi sem hafi ekki verið gert. Nú hafi tjöldin hins vegar verið tekin niður. Þá benti hún að lokum á að allir hefðu rétt á að mótmæla á Austurvelli. „En svona í stóra samhengi þess að fólk sé að mótmæla á Austurvelli, að þá er það auðvitað stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla á Austurvelli. Þetta segi ég þegar við síðan erum með ákveðnar reglur og það ber öllum að fylgja þeim reglum,“ sagði ráðherra. Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Reykjavík síðdegis Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Mótmælendur komnir á Hlemm Mótmæla handtöku þriggja mótmælenda. 19. mars 2019 15:44 Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00 Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis í dag með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. Í ræðunni gagnrýndi Ólafur borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda og lýsti yfir áhyggjum af því að þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Ólafur viðraði áðurnefndar áhyggjur sínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi síðdegis í dag. Þar innti hann Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra eftir því til hvaða ráðstafana hún hygðist grípa eftir að í ljós kom að útgjöld vegna hælisleitenda færu allt að tvo milljarða króna fram úr fjárlögum. Ráðherra svaraði því til að hún hefði kallað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnum um hvað væri hægt að gera til að bregðast við stöðunni, og leggja í kjölfarið fram tillögur.Dómkirkjunni breytt í „almenningsnáðhús“ Ólafur kom þá aftur upp í pontu og lýsti því yfir að það væri mikilvægt að héðan væru ekki send skilaboð sem væru til þess fallin að hvetja fólk, sem ekki fullnægir skilyrðum til slíks, til að leita hælis hér á landi.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/vilhelmÞá gagnrýndi hann að lokum bæði borgaryfirvöld og ráðamenn þjóðkirkjunnar vegna aðkomu þeirra að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli undanfarnar vikur. „Ég kannski leyfi mér að varpa fram þeirri spurningu hvort ráðherra deili með mér áhyggjum af því að borgaryfirvöld skuli hafa staðið fyrir því að leyfa þessa tjaldbúð hér og æðstu menn þjóðkirkjunnar skuli hafa staðið fyrir því að breyta dómkirkju landsins í einhvers konar almenningsnáðhús, leyfi ég mér að segja,“ sagði Ólafur. Þegar þar var komið sögu mátti heyra þingmenn fussa og sveia úr sal. Einhverjir höfðu uppi smávægileg frammíköll og lýstu yfir óánægju sinni með spurningar Ólafs.Stjórnarskrárvarinn réttur að mótmæla á Austurvelli Ráðherra sagði í svari sínu að það væri rétt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir uppsetningu tjaldanna, þó þannig að þeim hafi borið að taka þau niður klukkan átta í gærkvöldi sem hafi ekki verið gert. Nú hafi tjöldin hins vegar verið tekin niður. Þá benti hún að lokum á að allir hefðu rétt á að mótmæla á Austurvelli. „En svona í stóra samhengi þess að fólk sé að mótmæla á Austurvelli, að þá er það auðvitað stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla á Austurvelli. Þetta segi ég þegar við síðan erum með ákveðnar reglur og það ber öllum að fylgja þeim reglum,“ sagði ráðherra.
Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Reykjavík síðdegis Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Mótmælendur komnir á Hlemm Mótmæla handtöku þriggja mótmælenda. 19. mars 2019 15:44 Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00 Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00
Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent