Fótbolti

Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar
Það eru fjórtán mánuðir liðnir frá síðasta sigurleik íslenska landsliðsins í knattspyrnu, og enn lengra þegar keppnisleikir eru taldir með.

Á þeim tíma hefur Ísland spilað fimmtán leiki, þar af átta undir stjórn Svíans Erik Hamren. Á föstudag hefst nýtt mót, undankeppni EM 2020, og Hamren veit vel hvað hefur vantað upp á síðastliðna mánuði og það hefur hann lagt áherslu á í undirbúningi sínum fyrir næsta leik.

„Við unnum enga leiki. Ef við viljum komast á EM, þá þurfum við að byrja að vinna leiki. Það er alveg klárt. Við erum allir meðvitaðir um að það er það sem við þurfum að byrja að gera,“ sagði Hamren.

„Það er það sem við ræðum mest við leikmennina, hvernig við ætlum að byrja að vinna leiki aftur. Hvernig við ætlum að njóta árangurs aftur.“

Ísland mætir Andorra á föstudag. Leikurinn verður að teljast skyldusigur fyrir lið sem ætlar sér á lokakeppni EM en Hamren telur að eftir velgengni síðustu ára sé enn til staðar sami drifkraftur og hungur og var áður hjá leikmönnum Íslands.

„Það er lykilatriði fyrir þetta lið. Hungur og ástand leikmanna. Við eigum enn mörg ár eftir með þessari gullkynslóð, leikmenn geta spilað í mörg ár til viðbótar ef drifkrafturinn er enn til staðar og við erum heppin með meiðsli,“ sagði hann.

„Og þegar ég ræði við þá, þá treysti ég þeim að þeir séu hungraðir. Ég segi já, en nú þurfum við að sýna það inni á vellinum.“


Tengdar fréttir

Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum

Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×