Er þeirra tími kominn? Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir skrifar 19. mars 2019 13:00 Íslenskir aktívistar og fólk sem hér leitar hælis sem flóttamenn slógu upp búðum á Austurvelli í síðustu viku. Þau lutu í nótt í lægra haldi fyrir kulda og vosbúð og vonleysi og sorg vegna þess að nokkrir úr hópnum hafa þegar fengið neitun og verða brátt sendir úr landi og tóku búðirnar niður. Baráttan heldur áfram en ekki í tjaldi á Austurvelli. Mótmæli vekja iðulega hörð viðbrögð, enda eru þau gerð til að ná athygli. Með því að tjalda í miðborginni minntu þau sem leita hér hælis óþægilega á tilvist sína. Ef við sjáum þau, mætum þeim, þá getum við ekki látið eins og þau séu ekki hér, eins og þau séu ekki fólk, rétt eins og við, sem þráir venjulegt líf - vinnu, aðgang að heilbrigðisþjónustu, já, og frið. Það er vissulega auðveldara að líta framhjá hópnum ef hann er fjarri sjónum okkar. Og við gátum brugðist við með því að reiðast yfir því að þau væru á Austurvelli eða með því að nema staðar, sjá manneskjurnar og hlusta á þær. Aðalkrafa mótmælendanna sem voru á Austurvelli er einmitt að vera virt svars. Að fá áheyrn. Að stofnaður verði hópur með fulltrúum frá stjórnvöldum, frá fólki í leit að hæli, aktívistum, og einhverjum hlutlausum aðila, til dæmis Rauða krossinum og haldnir samráðsfundir um málefni hælisleitenda. Hvað vilja þau ræða? Þau vilja að öll mál hælisleitenda verði tekin til efnislegrar skoðunar í stað þess að fólki sé vísað brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Aðrar kröfur hópsins snúa að aðgangi að heilbrigðisþjónustu, möguleika á vinnu og því að einangrun þeirra í flóttamannabúðunum á Ásbrú verði rofin og búðirnar lagðar niður, enda séu þær skaðlegar andlegri heilsu þeirra sem þar búa. Þau biðja líka um tímabundna stöðvun brottvísunar meðan samráðsfundir standa yfir. Ég tek undir áhyggjur af skorti á efnislegri meðferð í fjölda mála og skora á stjórnvöld að endurskoða hvernig við notum Dyflinarreglugerðina, sem kveður á um að senda skuli hælisleitanda til þess aðildarríkis í Evrópu er hann kom fyrst til. Mörg þeirra landa sem við sendum fólk aftur til geta í raun ekki tekið við þeim og við erum með þessu að senda fólk í aðstæður sem við vitum að eru ekki mönnum sæmandi og beinlínis hættulegar fólki í viðkvæmri stöðu. Þetta á t.d. við um Ítalíu, Grikkland og Ungverjaland. Mótmælin halda áfram þó ekki verði tjaldað á Austurvelli. Þau biðja enn um áheyrn. Ég hvet stjórnvöld til að mæta þeim sem mótmæla og stofna samráðshóp. Það er fyrsta skrefið. Ég gæti trúað að það yrði fyrsti samráðshópurinn þar sem hælisleitendur ættu sjálfir fulltrúa. „Ekkert um okkur án okkar“ hefur verið kjörorð ýmissa hópa sem sótt hafa rétt sinn. Hvað með þau sem leita hælis. Er þeirra tími kominn?Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir aktívistar og fólk sem hér leitar hælis sem flóttamenn slógu upp búðum á Austurvelli í síðustu viku. Þau lutu í nótt í lægra haldi fyrir kulda og vosbúð og vonleysi og sorg vegna þess að nokkrir úr hópnum hafa þegar fengið neitun og verða brátt sendir úr landi og tóku búðirnar niður. Baráttan heldur áfram en ekki í tjaldi á Austurvelli. Mótmæli vekja iðulega hörð viðbrögð, enda eru þau gerð til að ná athygli. Með því að tjalda í miðborginni minntu þau sem leita hér hælis óþægilega á tilvist sína. Ef við sjáum þau, mætum þeim, þá getum við ekki látið eins og þau séu ekki hér, eins og þau séu ekki fólk, rétt eins og við, sem þráir venjulegt líf - vinnu, aðgang að heilbrigðisþjónustu, já, og frið. Það er vissulega auðveldara að líta framhjá hópnum ef hann er fjarri sjónum okkar. Og við gátum brugðist við með því að reiðast yfir því að þau væru á Austurvelli eða með því að nema staðar, sjá manneskjurnar og hlusta á þær. Aðalkrafa mótmælendanna sem voru á Austurvelli er einmitt að vera virt svars. Að fá áheyrn. Að stofnaður verði hópur með fulltrúum frá stjórnvöldum, frá fólki í leit að hæli, aktívistum, og einhverjum hlutlausum aðila, til dæmis Rauða krossinum og haldnir samráðsfundir um málefni hælisleitenda. Hvað vilja þau ræða? Þau vilja að öll mál hælisleitenda verði tekin til efnislegrar skoðunar í stað þess að fólki sé vísað brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Aðrar kröfur hópsins snúa að aðgangi að heilbrigðisþjónustu, möguleika á vinnu og því að einangrun þeirra í flóttamannabúðunum á Ásbrú verði rofin og búðirnar lagðar niður, enda séu þær skaðlegar andlegri heilsu þeirra sem þar búa. Þau biðja líka um tímabundna stöðvun brottvísunar meðan samráðsfundir standa yfir. Ég tek undir áhyggjur af skorti á efnislegri meðferð í fjölda mála og skora á stjórnvöld að endurskoða hvernig við notum Dyflinarreglugerðina, sem kveður á um að senda skuli hælisleitanda til þess aðildarríkis í Evrópu er hann kom fyrst til. Mörg þeirra landa sem við sendum fólk aftur til geta í raun ekki tekið við þeim og við erum með þessu að senda fólk í aðstæður sem við vitum að eru ekki mönnum sæmandi og beinlínis hættulegar fólki í viðkvæmri stöðu. Þetta á t.d. við um Ítalíu, Grikkland og Ungverjaland. Mótmælin halda áfram þó ekki verði tjaldað á Austurvelli. Þau biðja enn um áheyrn. Ég hvet stjórnvöld til að mæta þeim sem mótmæla og stofna samráðshóp. Það er fyrsta skrefið. Ég gæti trúað að það yrði fyrsti samráðshópurinn þar sem hælisleitendur ættu sjálfir fulltrúa. „Ekkert um okkur án okkar“ hefur verið kjörorð ýmissa hópa sem sótt hafa rétt sinn. Hvað með þau sem leita hælis. Er þeirra tími kominn?Höfundur er prestur í Neskirkju.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun