Sir Alex Ferguson ekki efstur á lista France Football yfir bestu stjóra sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 08:30 Rinus Michels gerði Hollendinga að Evrópumeisturum árið 1988 og fagnar hér á öxlum Ruud Gullit. Vísir/Getty France Football hefur valið fimmtíu bestu knattspyrnustjóra sögunnar og raðað þeim upp frá 1 til 50. Það kemur mörgum á óvart að Sir Alex Ferguson er ekki númer eitt. Besti knattspyrnustjóri allra tíma er að mati þessa virta fótboltablaðs Hollendingurinn Rinus Michels. Sir Alex Ferguson er númer tvö en næstir eru síðan Ítalinn Arrigo Sacchi, Hollendingurinn Johan Cruyff og Spánverjinn Pep Guardiola sem er í fimmta sætinu. Guardiola er eini stjórinn inn á topp fimm sem er ennþá starfandi en Jose Mourinho er í 13. sæti og Zinedine Zidane er í sæti númer 22. Það vekur líka athygli að Jürgen Klopp, sem er í 27. sæti, er fimm sætum ofar en Arsene Wenger, sem þarf að gera sér 32. sætið að góðu.Michels, Ferguson, Sacchi, Cruyff, Guardiola... Les 50 meilleurs entraîneurs de l'histoire https://t.co/RONFM95qVF — france football (@francefootball) March 18, 2019Jürgen Klopp er þriðji besti stjóri Liverpool, einu sæti á eftir Bob Paisley og sautján sætum á eftir Bill Shankly sem er í 10. sætinu. Kenny Dalglish kemst ekki á þennan fimmtíu stjóra lista. Rinus Michels stýrði meðal annars bæði Ajax og Barcelona auk þess að þjálfa hollenska landsliðið og koma því í úrslitaleik á stórmóti með fjórtán ára millibili. Michels gerði Ajax fjórum sinnum að hollenskum meisturum og hollenska liðið vann einnig Evrópukeppni meistaraliða undir hans stjórn 1971. Hann gerði líka Barcelona bæði að spænskum meisturum og spænsku bikarmeisturum. Titlafjöldinn hjá Rinus Michels er ekki nálægt því að vera sá sami og hjá Sir Alex Ferguson. Rinus Michels fær aftur á móti sitt mesta hrós fyrir að vera upphafsmaður "Total Football" og var valinn stjóri aldarinnar af FIFA árið 1999. Sir Alex Ferguson vann 38 titla á 26 árum sínum með Manchester United þar af ensku deildina þrettán sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Hér fyrir neðan má sjá allan fimmtíu stjóra listann.France Football's top 50 Greatest Managers. Thoughts? pic.twitter.com/etwjeZVJBe — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 19, 2019 Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
France Football hefur valið fimmtíu bestu knattspyrnustjóra sögunnar og raðað þeim upp frá 1 til 50. Það kemur mörgum á óvart að Sir Alex Ferguson er ekki númer eitt. Besti knattspyrnustjóri allra tíma er að mati þessa virta fótboltablaðs Hollendingurinn Rinus Michels. Sir Alex Ferguson er númer tvö en næstir eru síðan Ítalinn Arrigo Sacchi, Hollendingurinn Johan Cruyff og Spánverjinn Pep Guardiola sem er í fimmta sætinu. Guardiola er eini stjórinn inn á topp fimm sem er ennþá starfandi en Jose Mourinho er í 13. sæti og Zinedine Zidane er í sæti númer 22. Það vekur líka athygli að Jürgen Klopp, sem er í 27. sæti, er fimm sætum ofar en Arsene Wenger, sem þarf að gera sér 32. sætið að góðu.Michels, Ferguson, Sacchi, Cruyff, Guardiola... Les 50 meilleurs entraîneurs de l'histoire https://t.co/RONFM95qVF — france football (@francefootball) March 18, 2019Jürgen Klopp er þriðji besti stjóri Liverpool, einu sæti á eftir Bob Paisley og sautján sætum á eftir Bill Shankly sem er í 10. sætinu. Kenny Dalglish kemst ekki á þennan fimmtíu stjóra lista. Rinus Michels stýrði meðal annars bæði Ajax og Barcelona auk þess að þjálfa hollenska landsliðið og koma því í úrslitaleik á stórmóti með fjórtán ára millibili. Michels gerði Ajax fjórum sinnum að hollenskum meisturum og hollenska liðið vann einnig Evrópukeppni meistaraliða undir hans stjórn 1971. Hann gerði líka Barcelona bæði að spænskum meisturum og spænsku bikarmeisturum. Titlafjöldinn hjá Rinus Michels er ekki nálægt því að vera sá sami og hjá Sir Alex Ferguson. Rinus Michels fær aftur á móti sitt mesta hrós fyrir að vera upphafsmaður "Total Football" og var valinn stjóri aldarinnar af FIFA árið 1999. Sir Alex Ferguson vann 38 titla á 26 árum sínum með Manchester United þar af ensku deildina þrettán sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Hér fyrir neðan má sjá allan fimmtíu stjóra listann.France Football's top 50 Greatest Managers. Thoughts? pic.twitter.com/etwjeZVJBe — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 19, 2019
Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira