Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2019 21:32 Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Ísland, Noregur og Bretland hafa lokið samningaviðræðum um bráðabirgða fríverslunarsamning vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr ESB án útgöngusamnings. Samningurinn sem löndin komu sér saman um í gærkvöldi tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla, viðskipta og réttindi borgara í öllum grundvallaratriðum. Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður fyrir íslensk fyrirtæki en samningurinn tryggir áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands á sömu tollkjörum og gilda í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að samningurinn hafi legið fyrir í einhvern tíma hvað Ísland varðar en bætir við að hann hafi verið að bíða eftir að fulltrúar Noregs og Bretlands næðu að hnýta lausa enda. Það hafi náðst í kvöld. „Réttindi borgaranna eru tryggð bæði Íslendingar í Bretlandi og Bretar á Íslandi og sömuleiðis loftferðirnar, sem er náttúrulega gríðarlega mikilvægt, og núna vöruviðskiptin þannig að við erum búin að hnýta alla þá enda sem við mögulega getum,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist hafa verið að undirbúa þjóðina fyrir mismunandi sviðsmyndir sem fylgir óvissunni sem hefur verið uppi í tengslum við Brexit. Hann segir að það sé þó nokkuð síðan Ísland kláraði samninga við Breta ef þeir færu úr ESB með samning en bætir við að í kvöld hefðu náðst samningar þess efnis að tryggja óbreytt fyrirkomulag fari það svo að Bretar fari úr ESB án samnings. Guðlaugur kemur til með að skrifa undir samninginn á næstu dögum.BREAKING: Our negotiators have just initialled a trade agreement with Iceland & Norway for the European Economic Area. This is the 2nd biggest agreement we're rolling over and trade with EEA is worth nearly £30bn. This is on top of the agreement we’ve signed with Liechtenstein. — Dr Liam Fox MP (@LiamFox) March 18, 2019 „Hvort sem þeir fara út með eða án samnings þá erum við búin að tryggja stöðu okkar eins mikið og hægt er þó við ráðum auðvitað ekki hvað kemur upp á milli ESB og Bretlands. Síðan munum við gera framtíðarsamning við Breta því við viljum styrkja enn frekar samskipti þjóðanna og það er vilji beggja aðila.“ Guðlaugur segist vera afar ánægður með samstarfið við Breta og er það til efs að það hafi nokkurn tíman verið jafn gott og nú. Nú sé Ísland búið að tryggja réttindi sín til skamms tíma en næsta verkefni er að ganga frá framtíðarsamningi við Breta. „Það er verkefni sem við hlökkum til að takast á við. Samstarfið er búið að vera mjög gott. Við erum búin að ganga frá því sem þarf að gera, sama hvaða sviðsmynd kemur upp og það er alveg skýr vilji frá báðum aðilum til að styrkja samstarf þjóðanna enn frekar með framtíðarsamningi,“ segir Guðlaugur. Bretland Brexit Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ísland, Noregur og Bretland hafa lokið samningaviðræðum um bráðabirgða fríverslunarsamning vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr ESB án útgöngusamnings. Samningurinn sem löndin komu sér saman um í gærkvöldi tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla, viðskipta og réttindi borgara í öllum grundvallaratriðum. Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður fyrir íslensk fyrirtæki en samningurinn tryggir áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands á sömu tollkjörum og gilda í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að samningurinn hafi legið fyrir í einhvern tíma hvað Ísland varðar en bætir við að hann hafi verið að bíða eftir að fulltrúar Noregs og Bretlands næðu að hnýta lausa enda. Það hafi náðst í kvöld. „Réttindi borgaranna eru tryggð bæði Íslendingar í Bretlandi og Bretar á Íslandi og sömuleiðis loftferðirnar, sem er náttúrulega gríðarlega mikilvægt, og núna vöruviðskiptin þannig að við erum búin að hnýta alla þá enda sem við mögulega getum,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist hafa verið að undirbúa þjóðina fyrir mismunandi sviðsmyndir sem fylgir óvissunni sem hefur verið uppi í tengslum við Brexit. Hann segir að það sé þó nokkuð síðan Ísland kláraði samninga við Breta ef þeir færu úr ESB með samning en bætir við að í kvöld hefðu náðst samningar þess efnis að tryggja óbreytt fyrirkomulag fari það svo að Bretar fari úr ESB án samnings. Guðlaugur kemur til með að skrifa undir samninginn á næstu dögum.BREAKING: Our negotiators have just initialled a trade agreement with Iceland & Norway for the European Economic Area. This is the 2nd biggest agreement we're rolling over and trade with EEA is worth nearly £30bn. This is on top of the agreement we’ve signed with Liechtenstein. — Dr Liam Fox MP (@LiamFox) March 18, 2019 „Hvort sem þeir fara út með eða án samnings þá erum við búin að tryggja stöðu okkar eins mikið og hægt er þó við ráðum auðvitað ekki hvað kemur upp á milli ESB og Bretlands. Síðan munum við gera framtíðarsamning við Breta því við viljum styrkja enn frekar samskipti þjóðanna og það er vilji beggja aðila.“ Guðlaugur segist vera afar ánægður með samstarfið við Breta og er það til efs að það hafi nokkurn tíman verið jafn gott og nú. Nú sé Ísland búið að tryggja réttindi sín til skamms tíma en næsta verkefni er að ganga frá framtíðarsamningi við Breta. „Það er verkefni sem við hlökkum til að takast á við. Samstarfið er búið að vera mjög gott. Við erum búin að ganga frá því sem þarf að gera, sama hvaða sviðsmynd kemur upp og það er alveg skýr vilji frá báðum aðilum til að styrkja samstarf þjóðanna enn frekar með framtíðarsamningi,“ segir Guðlaugur.
Bretland Brexit Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46
Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47
Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30
Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43