Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Peralada skrifar 18. mars 2019 19:00 Birkir Bjarnason var í hópi þeirra leikmanna sem tóku þátt í fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra á föstudag og svo heimsmeisturum Frakka á mánudag. Landsliðshópurinn kom saman í Peralada á Spáni í dag og þeir leikmenn sem voru komnir og gátu æfðu saman í þessum litla bæ í norðausturhluta Spánar, skammt frá Girona. „Ég er mjög spenntur. Það er gott að koma aftur saman, komast í góðar aðstæður og gott veður,“ sagði Birkir í samtali við Vísi eftir æfinguna nú síðdegis. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland freistar þess nú að komast á sitt þriðja stórmót í röð en eftir frábært gengi strákanna síðustu ár hafa síðustu mánuðir verið erfiðir. Erik Hamren, sem var ráðinn landsliðsþjálfari eftir HM síðasta sumar, hefur enn ekki unnið leik með íslenska landsliðinu. „Við erum alls ekki ánægðir með 2018. En það vita allir í þessum hópi hvað við getum og við ætlum okkur að gera betur. Við viljum sýna að við erum betri en þetta,“ sagði Birkir ákveðinn en hver er besta leiðin til þess? „Fara aftur í grunninn. Gera þetta einfalt. Það er það sem hefur gefið okkur góð úrslit áður,“ sagði Birkir. Áður en að Ísland mætir heimsmeisturum Frakklands í París á mánudag þurfa strákarnir okkar að kljást við Andorra á föstudag. Það er leikur sem öllu jöfnu íslenska landsliðið ætti að vinna en það er ekkert gefið í þeim efnum. „Við erum búnir að fá að heyra og vita hvernig andstæðingur þetta er. Ég held að við þurfum að vera undirbúnir fyrir allskonar, sérstaklega þetta gervigras. En ég held að það séu allir klárir,“ sagði Birkir.Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Birkir Bjarnason var í hópi þeirra leikmanna sem tóku þátt í fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra á föstudag og svo heimsmeisturum Frakka á mánudag. Landsliðshópurinn kom saman í Peralada á Spáni í dag og þeir leikmenn sem voru komnir og gátu æfðu saman í þessum litla bæ í norðausturhluta Spánar, skammt frá Girona. „Ég er mjög spenntur. Það er gott að koma aftur saman, komast í góðar aðstæður og gott veður,“ sagði Birkir í samtali við Vísi eftir æfinguna nú síðdegis. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland freistar þess nú að komast á sitt þriðja stórmót í röð en eftir frábært gengi strákanna síðustu ár hafa síðustu mánuðir verið erfiðir. Erik Hamren, sem var ráðinn landsliðsþjálfari eftir HM síðasta sumar, hefur enn ekki unnið leik með íslenska landsliðinu. „Við erum alls ekki ánægðir með 2018. En það vita allir í þessum hópi hvað við getum og við ætlum okkur að gera betur. Við viljum sýna að við erum betri en þetta,“ sagði Birkir ákveðinn en hver er besta leiðin til þess? „Fara aftur í grunninn. Gera þetta einfalt. Það er það sem hefur gefið okkur góð úrslit áður,“ sagði Birkir. Áður en að Ísland mætir heimsmeisturum Frakklands í París á mánudag þurfa strákarnir okkar að kljást við Andorra á föstudag. Það er leikur sem öllu jöfnu íslenska landsliðið ætti að vinna en það er ekkert gefið í þeim efnum. „Við erum búnir að fá að heyra og vita hvernig andstæðingur þetta er. Ég held að við þurfum að vera undirbúnir fyrir allskonar, sérstaklega þetta gervigras. En ég held að það séu allir klárir,“ sagði Birkir.Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira