Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Peralada skrifar 18. mars 2019 19:00 Birkir Bjarnason var í hópi þeirra leikmanna sem tóku þátt í fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra á föstudag og svo heimsmeisturum Frakka á mánudag. Landsliðshópurinn kom saman í Peralada á Spáni í dag og þeir leikmenn sem voru komnir og gátu æfðu saman í þessum litla bæ í norðausturhluta Spánar, skammt frá Girona. „Ég er mjög spenntur. Það er gott að koma aftur saman, komast í góðar aðstæður og gott veður,“ sagði Birkir í samtali við Vísi eftir æfinguna nú síðdegis. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland freistar þess nú að komast á sitt þriðja stórmót í röð en eftir frábært gengi strákanna síðustu ár hafa síðustu mánuðir verið erfiðir. Erik Hamren, sem var ráðinn landsliðsþjálfari eftir HM síðasta sumar, hefur enn ekki unnið leik með íslenska landsliðinu. „Við erum alls ekki ánægðir með 2018. En það vita allir í þessum hópi hvað við getum og við ætlum okkur að gera betur. Við viljum sýna að við erum betri en þetta,“ sagði Birkir ákveðinn en hver er besta leiðin til þess? „Fara aftur í grunninn. Gera þetta einfalt. Það er það sem hefur gefið okkur góð úrslit áður,“ sagði Birkir. Áður en að Ísland mætir heimsmeisturum Frakklands í París á mánudag þurfa strákarnir okkar að kljást við Andorra á föstudag. Það er leikur sem öllu jöfnu íslenska landsliðið ætti að vinna en það er ekkert gefið í þeim efnum. „Við erum búnir að fá að heyra og vita hvernig andstæðingur þetta er. Ég held að við þurfum að vera undirbúnir fyrir allskonar, sérstaklega þetta gervigras. En ég held að það séu allir klárir,“ sagði Birkir.Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sjá meira
Birkir Bjarnason var í hópi þeirra leikmanna sem tóku þátt í fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra á föstudag og svo heimsmeisturum Frakka á mánudag. Landsliðshópurinn kom saman í Peralada á Spáni í dag og þeir leikmenn sem voru komnir og gátu æfðu saman í þessum litla bæ í norðausturhluta Spánar, skammt frá Girona. „Ég er mjög spenntur. Það er gott að koma aftur saman, komast í góðar aðstæður og gott veður,“ sagði Birkir í samtali við Vísi eftir æfinguna nú síðdegis. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland freistar þess nú að komast á sitt þriðja stórmót í röð en eftir frábært gengi strákanna síðustu ár hafa síðustu mánuðir verið erfiðir. Erik Hamren, sem var ráðinn landsliðsþjálfari eftir HM síðasta sumar, hefur enn ekki unnið leik með íslenska landsliðinu. „Við erum alls ekki ánægðir með 2018. En það vita allir í þessum hópi hvað við getum og við ætlum okkur að gera betur. Við viljum sýna að við erum betri en þetta,“ sagði Birkir ákveðinn en hver er besta leiðin til þess? „Fara aftur í grunninn. Gera þetta einfalt. Það er það sem hefur gefið okkur góð úrslit áður,“ sagði Birkir. Áður en að Ísland mætir heimsmeisturum Frakklands í París á mánudag þurfa strákarnir okkar að kljást við Andorra á föstudag. Það er leikur sem öllu jöfnu íslenska landsliðið ætti að vinna en það er ekkert gefið í þeim efnum. „Við erum búnir að fá að heyra og vita hvernig andstæðingur þetta er. Ég held að við þurfum að vera undirbúnir fyrir allskonar, sérstaklega þetta gervigras. En ég held að það séu allir klárir,“ sagði Birkir.Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti