Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. mars 2019 19:15 Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. Í fréttum okkar í gær var fjallað um ört vaxandi hóp þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð en hátt í 300 manns með þennan vanda komu á sjúkrahúsið Vog í fyrra. Þá á fjölgunin einnig við um ungmenni á aldrinum 18-20 ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig. Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, segir þróunina því miður vera eins hjá þeim sem eru yngri en átján ára. Síðustu ár hafi verið að meðaltali um 10 til 15 börn sem hafi sprautað vímuefnum í æð í barnaverndarkerfinu. „Þessi tala hækkaði töluvert svo í fyrra og fór upp í 24 einstaklinga undir átján ára,“ sagði Heiða. Þetta þýði ekki að fleiri séu í vímuefnavanda heldur að neyslan sé orðin harðari, „Auðvitað höfum við áhyggjur þegar börn eru komin í svo þunga og harða neyslu og sprautuneyslan getur verið lífshættuleg“ segir Heiða. Ungmennin þurfi meiri stuðning Börnin 24 voru öll send í fíknimeðferð á vegum Barnaverndarstofu en barnaverndarnefndir hafa heimild til að þvinga þau í meðferð til átján ára aldurs. „Vandinn hverfur ekki við það að verða 18 ára. Þau fara þá bara inn í almenna kerfið sem fólk sem glímir við neysluvanda fer í.“ Flestir haldi áfram í neyslu og hefur Heiða áhyggjur af hópnum. Það þurfi að bregðast við þyngri neyslu. Ungmennin sem komi úr meðferðarkerfi barnaverndar þurfi meiri stuðning. „Að það séu auknar skyldur hins opinbera gagnvart þessum einstaklingum eftir 18 ára aldur og kannski fram yfir tvítugt,“ segir Heiða. Heiða segir að nú virðist þó vera að draga aðeins úr nýliðun í sprautunotkun hjá börnunum. Önnur efni séu að koma sterkt inn. „Eins og til dæmis Xanax. Til eru róandi efni sem eru í pilluformi og líka ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri neyslu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. Í fréttum okkar í gær var fjallað um ört vaxandi hóp þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð en hátt í 300 manns með þennan vanda komu á sjúkrahúsið Vog í fyrra. Þá á fjölgunin einnig við um ungmenni á aldrinum 18-20 ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig. Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, segir þróunina því miður vera eins hjá þeim sem eru yngri en átján ára. Síðustu ár hafi verið að meðaltali um 10 til 15 börn sem hafi sprautað vímuefnum í æð í barnaverndarkerfinu. „Þessi tala hækkaði töluvert svo í fyrra og fór upp í 24 einstaklinga undir átján ára,“ sagði Heiða. Þetta þýði ekki að fleiri séu í vímuefnavanda heldur að neyslan sé orðin harðari, „Auðvitað höfum við áhyggjur þegar börn eru komin í svo þunga og harða neyslu og sprautuneyslan getur verið lífshættuleg“ segir Heiða. Ungmennin þurfi meiri stuðning Börnin 24 voru öll send í fíknimeðferð á vegum Barnaverndarstofu en barnaverndarnefndir hafa heimild til að þvinga þau í meðferð til átján ára aldurs. „Vandinn hverfur ekki við það að verða 18 ára. Þau fara þá bara inn í almenna kerfið sem fólk sem glímir við neysluvanda fer í.“ Flestir haldi áfram í neyslu og hefur Heiða áhyggjur af hópnum. Það þurfi að bregðast við þyngri neyslu. Ungmennin sem komi úr meðferðarkerfi barnaverndar þurfi meiri stuðning. „Að það séu auknar skyldur hins opinbera gagnvart þessum einstaklingum eftir 18 ára aldur og kannski fram yfir tvítugt,“ segir Heiða. Heiða segir að nú virðist þó vera að draga aðeins úr nýliðun í sprautunotkun hjá börnunum. Önnur efni séu að koma sterkt inn. „Eins og til dæmis Xanax. Til eru róandi efni sem eru í pilluformi og líka ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri neyslu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira