Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Sighvatur Jónsson skrifar 18. mars 2019 12:00 Hervör Þorvaldsdóttir er forseti Landsréttar. Vísir Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. Stjórn dómstólasýslunnar vill að dómsmálaráðuneytið leggi til lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt, þar sem fjórir dómarar við réttinn geti ekki tekið þátt í dómarastörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum.Í tilkynningu frá stjórninni á föstudag kemur fram að dómstólasýslan leggi ríka áherslu á að áhrif þess að skjóta dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins verði könnuð. Bókun dómstólasýslunnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Stundin greindi frá því í morgun að Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, hafi greitt atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar. Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, Ólöf Finnsdóttir, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gat ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera sína persónulegu skoðun að eðlilegt sé að leita álits yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Áður en stjórnvöld taki ákvörðun þurfi að skoða allar hliðar málsins. Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.vísir/vilhelm Varnaðarorð dómstólasýslunnar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, tekur undir bókun dómstólasýslunnar. „Sem áður starfandi lögmaður verð ég að taka undir þau varnaðarorð sem koma frá dómstólasýslunni, þetta er fagfólk sem veit hvað það er að reka dómsmál. Stundum ráðleggur maður sínum umbjóðendum að staldra við og vega hagsmunina. Nú þarf aðeins að staldra við og athuga hvort við getum ekki tekið höndum saman um að koma þessu í lag svo að almenningur í landinu þurfi ekki að búa við þá óvissu sem uppi er varðandi Landsrétt,“ segir Helga Vala. Á þingfundi sem hefst klukkan 14 er aðeins eitt mál á dagskrá, umræða um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur skýrslu um málið og fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi taka til máls. Áætlað er að umræðan vari í um tvær klukkustundir. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. Stjórn dómstólasýslunnar vill að dómsmálaráðuneytið leggi til lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt, þar sem fjórir dómarar við réttinn geti ekki tekið þátt í dómarastörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum.Í tilkynningu frá stjórninni á föstudag kemur fram að dómstólasýslan leggi ríka áherslu á að áhrif þess að skjóta dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins verði könnuð. Bókun dómstólasýslunnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Stundin greindi frá því í morgun að Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, hafi greitt atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar. Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, Ólöf Finnsdóttir, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gat ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera sína persónulegu skoðun að eðlilegt sé að leita álits yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Áður en stjórnvöld taki ákvörðun þurfi að skoða allar hliðar málsins. Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.vísir/vilhelm Varnaðarorð dómstólasýslunnar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, tekur undir bókun dómstólasýslunnar. „Sem áður starfandi lögmaður verð ég að taka undir þau varnaðarorð sem koma frá dómstólasýslunni, þetta er fagfólk sem veit hvað það er að reka dómsmál. Stundum ráðleggur maður sínum umbjóðendum að staldra við og vega hagsmunina. Nú þarf aðeins að staldra við og athuga hvort við getum ekki tekið höndum saman um að koma þessu í lag svo að almenningur í landinu þurfi ekki að búa við þá óvissu sem uppi er varðandi Landsrétt,“ segir Helga Vala. Á þingfundi sem hefst klukkan 14 er aðeins eitt mál á dagskrá, umræða um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur skýrslu um málið og fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi taka til máls. Áætlað er að umræðan vari í um tvær klukkustundir.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira