Rekstur hótela í járnum þó ekki komi til launahækkana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. mars 2019 07:15 Viðskiptaráð segir vísbendingar um að harðna muni á dalnum í ár hjá ferðaþjónustunni. Fréttablaðið/ Ernir Of miklar launahækkanir í ferðaþjónustu og hótelrekstri gætu haft þveröfug áhrif miðað við það sem forystufólk verkalýðsfélaganna stefnir að. Séu rekstrarupplýsingar hótela, sem fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast gegn, skoðaðar bendi ýmislegt til þess að hann gæti verið í járnum þó ekki komi til launahækkana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýbirtri skoðun Viðskiptaráðs sem ber heitið Velmegunarkýrin leidd til slátrunar. „Ef ferðaþjónustan í heild er skoðuð þá hefur hluti launþega, af því sem er til skiptanna, aukist mun meira en það sem fer til lánveitenda og eigenda. Séu aðeins hótelin skoðuð þá er skiptingin nokkuð jöfn,“ segir Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Hagfræðingurinn bendir á að vísbendingar séu á lofti um að það muni harðna á dalnum í ár hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Konráð Guðjónsson„Við sjáum ekki betur en svo að rekstur hótelanna verði í járnum jafnvel þótt það verði engar launahækkanir. Framtíðin er auðvitað óvissu háð svo við setjum upp nokkrar sviðsmyndir. Af þeim að dæma er mjög líklegt að það verði taprekstur og í sumum sviðsmyndanna það mikill taprekstur að grípa þarf til aðgerða. Á mannamáli þýðir það að störf tapist,“ segir Konráð. Mikilvægt sé að hafa í huga að ferðaþjónustan er útflutningsgrein. Lífsgæði hér á landi hangi saman við útflutning þjóðarinnar. Forsenda þess að unnt sé að flytja inn vörur sé að eitthvað sé flutt út á móti. „Ef hér verða launahækkanir sem útflutningsgreinar standa ekki undir þá er ég ekki viss um að gengið verði fellt líkt og áður. Seðlabanki Íslands starfar eftir lögbundnu verðbólgumarkmiði. Mig grunar að bankinn myndi halda aftur af gengisveikingu með sölu á hluta gjaldeyrisforðans. Þá er hættan hreinlega sú að hér skapist atvinnuleysi,“ segir Konráð. Konráð segir að allir séu sammála um að keppikeflið sé að bæta kjör landsmanna og þá sérstaklega hjá þeim sem lægst launin hafa. Launahækkanir umfram verðmætasköpun séu aftur á móti ekki leiðin til þess. Hins vegar sé mögulegt að auka framboð á húsnæði auk þess sem sveitarfélög gætu komið til móts við almenning og fyrirtæki með lækkun fasteignagjalda. Hlutur ríkisins gæti á móti miðað að því að lækka tryggingagjaldið, auka stuðning við barnafjölskyldur, auka veg nýsköpunar og plægja akurinn fyrir lækkun vaxta svo nokkur dæmi séu tekin. „Leiðin sem verkalýðsforystan leggur til er ekki aðeins óvænleg til árangurs heldur gæti hún jafnvel skaðað lífskjör, sérstaklega hjá þeim sem lægstu launin hafa, ef atvinnuleysi fer á flug,“ segir Konráð. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Of miklar launahækkanir í ferðaþjónustu og hótelrekstri gætu haft þveröfug áhrif miðað við það sem forystufólk verkalýðsfélaganna stefnir að. Séu rekstrarupplýsingar hótela, sem fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast gegn, skoðaðar bendi ýmislegt til þess að hann gæti verið í járnum þó ekki komi til launahækkana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýbirtri skoðun Viðskiptaráðs sem ber heitið Velmegunarkýrin leidd til slátrunar. „Ef ferðaþjónustan í heild er skoðuð þá hefur hluti launþega, af því sem er til skiptanna, aukist mun meira en það sem fer til lánveitenda og eigenda. Séu aðeins hótelin skoðuð þá er skiptingin nokkuð jöfn,“ segir Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Hagfræðingurinn bendir á að vísbendingar séu á lofti um að það muni harðna á dalnum í ár hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Konráð Guðjónsson„Við sjáum ekki betur en svo að rekstur hótelanna verði í járnum jafnvel þótt það verði engar launahækkanir. Framtíðin er auðvitað óvissu háð svo við setjum upp nokkrar sviðsmyndir. Af þeim að dæma er mjög líklegt að það verði taprekstur og í sumum sviðsmyndanna það mikill taprekstur að grípa þarf til aðgerða. Á mannamáli þýðir það að störf tapist,“ segir Konráð. Mikilvægt sé að hafa í huga að ferðaþjónustan er útflutningsgrein. Lífsgæði hér á landi hangi saman við útflutning þjóðarinnar. Forsenda þess að unnt sé að flytja inn vörur sé að eitthvað sé flutt út á móti. „Ef hér verða launahækkanir sem útflutningsgreinar standa ekki undir þá er ég ekki viss um að gengið verði fellt líkt og áður. Seðlabanki Íslands starfar eftir lögbundnu verðbólgumarkmiði. Mig grunar að bankinn myndi halda aftur af gengisveikingu með sölu á hluta gjaldeyrisforðans. Þá er hættan hreinlega sú að hér skapist atvinnuleysi,“ segir Konráð. Konráð segir að allir séu sammála um að keppikeflið sé að bæta kjör landsmanna og þá sérstaklega hjá þeim sem lægst launin hafa. Launahækkanir umfram verðmætasköpun séu aftur á móti ekki leiðin til þess. Hins vegar sé mögulegt að auka framboð á húsnæði auk þess sem sveitarfélög gætu komið til móts við almenning og fyrirtæki með lækkun fasteignagjalda. Hlutur ríkisins gæti á móti miðað að því að lækka tryggingagjaldið, auka stuðning við barnafjölskyldur, auka veg nýsköpunar og plægja akurinn fyrir lækkun vaxta svo nokkur dæmi séu tekin. „Leiðin sem verkalýðsforystan leggur til er ekki aðeins óvænleg til árangurs heldur gæti hún jafnvel skaðað lífskjör, sérstaklega hjá þeim sem lægstu launin hafa, ef atvinnuleysi fer á flug,“ segir Konráð.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira