Er mennt máttur? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Það hefur verið almenn skoðun á Íslandi að menntun borgi sig, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Menntun er talin auka verðmætasköpun, framleiðslu og um leið almenna velmegun í samfélaginu. Hvað einstaklinginn snertir eykur menntun möguleika á vinnumarkaði. Það er spurning um hvort aukin menntun leiði til hærri tekna á Íslandi. Bent hefur verið á að háskólamenntun leiðir til einhverrar launahækkunar en ekki svo að hún borgi sig fjárhagslega. Langflestir sem stunda og hafa klárað háskólanám taka námslán til að framfleyta sér á meðan á námi stendur. Almenna reglan er að fólk byrjar að greiða af námslánum tveimur árum eftir námslok. Þeir sem greiða afborganir af námslánum mega búast við því að greiða ein útborguð mánaðarlaun á ári í afborganir og vexti þar sem afborganirnar eru tekjutengdar. Það getur verið þungur baggi að bera fyrir ungt fólk sem hefur varið nokkrum árum í háskólanám, að skulda milljónir í námslán og hefja endurgreiðslur sem samsvara einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Þetta sama fólk er oft í „pakkanum“, það er að koma sér upp húsnæði, eignast börn og vinnur langan vinnudag. Að skulda námslán getur dregið úr möguleikum fólks á að standast greiðslumat vegna fasteignakaupa. Ég legg því til að fólk sem borgar afborganir af námslánum fái að draga þær greiðslur að hluta til eða að öllu leyti frá skatti. Ég tel þetta fyrirkomulag auðvelda til muna fólki að eignast þak yfir höfuðið og það hvetur einnig ungt fólk í frekara nám sem kemur öllu samfélaginu til góða. Fyrir mér er þetta réttlætismál, að létta undir með ungu fólki sem er að nýta sína þekkingu samfélaginu til góða. Því skora ég á stéttarfélög, þó sérstaklega BHM, að fara fram á að afborgarnir af námslánum verði frádráttarbærar frá skatti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Það hefur verið almenn skoðun á Íslandi að menntun borgi sig, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Menntun er talin auka verðmætasköpun, framleiðslu og um leið almenna velmegun í samfélaginu. Hvað einstaklinginn snertir eykur menntun möguleika á vinnumarkaði. Það er spurning um hvort aukin menntun leiði til hærri tekna á Íslandi. Bent hefur verið á að háskólamenntun leiðir til einhverrar launahækkunar en ekki svo að hún borgi sig fjárhagslega. Langflestir sem stunda og hafa klárað háskólanám taka námslán til að framfleyta sér á meðan á námi stendur. Almenna reglan er að fólk byrjar að greiða af námslánum tveimur árum eftir námslok. Þeir sem greiða afborganir af námslánum mega búast við því að greiða ein útborguð mánaðarlaun á ári í afborganir og vexti þar sem afborganirnar eru tekjutengdar. Það getur verið þungur baggi að bera fyrir ungt fólk sem hefur varið nokkrum árum í háskólanám, að skulda milljónir í námslán og hefja endurgreiðslur sem samsvara einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Þetta sama fólk er oft í „pakkanum“, það er að koma sér upp húsnæði, eignast börn og vinnur langan vinnudag. Að skulda námslán getur dregið úr möguleikum fólks á að standast greiðslumat vegna fasteignakaupa. Ég legg því til að fólk sem borgar afborganir af námslánum fái að draga þær greiðslur að hluta til eða að öllu leyti frá skatti. Ég tel þetta fyrirkomulag auðvelda til muna fólki að eignast þak yfir höfuðið og það hvetur einnig ungt fólk í frekara nám sem kemur öllu samfélaginu til góða. Fyrir mér er þetta réttlætismál, að létta undir með ungu fólki sem er að nýta sína þekkingu samfélaginu til góða. Því skora ég á stéttarfélög, þó sérstaklega BHM, að fara fram á að afborgarnir af námslánum verði frádráttarbærar frá skatti.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar