Eitt skref til baka hjá Gunnari Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. mars 2019 11:00 Keppt var í heimalandi Edwards en það var ekki að heyra því Íslendingar sem fjölmenntu til London til að styðja við bakið á Gunnari létu vel í sér heyra. Fréttablaðið/Getty Gunnar Nelson mátti sætta sig við fjórða tap ferilsins eftir að dómaraþríeykið úrskurðaði Leon Edwards sigur í búrinu á UFC bardagakvöldi í London um helgina. Er þetta fjórða tap Gunnars á ferlinum og það fjórða í síðustu átta bardögum en á sama tíma tókst Leon að vinna sjöunda bardagann í röð. Síðan Leon tapaði gegn núverandi veltivigtarmeistaranum Kamaru Usman hefur Leon barist sjö sinnum og unnið alla þá bardaga, þar af fimm sinnum á dómaraúrskurði og má búast við að hann fái titilbardaga innan skamms með þessu áframhaldi á meðan óvíst er hvaða bardaga Gunnar fær næst. Keppt var í heimalandi Edwards en það var ekki að heyra því Íslendingar sem fjölmenntu til London til að styðja við bakið á Gunnari létu vel í sér heyra. Virtist oft sem Íslendingurinn væri á heimavelli en ekki Edwards. Fyrsta lotan um helgina var jöfn, Gunnar var sókndjarfari framan af og sóttist eftir því að koma Leon í gólfið sem Leon var að reyna að forðast. Þegar Gunnar náði að koma Leon í gólfið eftir rúma mínútu var Leon vel undir það búinn og komst fljótlega á fætur á ný. Edwards náði að koma Gunnari í erfiða stöðu og skellti honum í gólfið þegar fyrsta lotan var hálfnuð en Gunnar náði að verjast vel þrátt fyrir erfiða stöðu. Leon náði inn á milli að koma að höggum sem skiluðu honum eflaust sigri í fyrstu lotunni. Í annarri lotu var það aftur Gunnar sem reyndi að sækja og koma bardaganum í gólfið á meðan þeir skiptust á höggum. Á lokamínútu annarrar lotu náði Gunnar góðum höggum en Edwards svaraði með olnbogaskoti sem kom Gunnari úr jafnvægi. Við það komst Edwards í lykilstöðu og lét höggin dynja á Gunnari síðustu tuttugu sekúndur lotunnar þegar Gunnar neyddist til að verjast úr gólfinu en Gunnari tókst að lifa af síðustu sekúndurnar. Það var því ljóst að Gunnar þurfti að klára bardagann í þriðju lotu og hélt Gunnar áfram að sækja strax í upphafi lotunnar en Edwards tókst enn og aftur að sleppa vel þegar Gunnar kom honum upp að búrinu. Var lotan því jöfn þar til á lokamínútunni þegar Gunnar náði að skella Leon í gólfið og reyndi að ná stöðu til að vinna bardagann en Edwards stóðst árásir Gunnars og hélt sjó síðustu mínútuna. „Ég er afar sáttur með frammistöðuna mína gegn góðum mótherja í Gunnari Nelson. Ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari eftir frábæran bardaga og ég hlakka til að sjá hann berjast á ný,“ sagði Leon á Twitter-síðu sinni eftir bardagann eftir að hafa kallað Gunnar einn besta glímukappa veltivigtardeildarinnar í viðtölum eftir bardagann á laugardaginn. Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01 Kavanagh: Líður ömurlega John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær. 17. mars 2019 10:30 Edwards: Sagði við alla að ég ætlaði að taka Gunnar í gólfið Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. 17. mars 2019 00:27 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Gunnar Nelson mátti sætta sig við fjórða tap ferilsins eftir að dómaraþríeykið úrskurðaði Leon Edwards sigur í búrinu á UFC bardagakvöldi í London um helgina. Er þetta fjórða tap Gunnars á ferlinum og það fjórða í síðustu átta bardögum en á sama tíma tókst Leon að vinna sjöunda bardagann í röð. Síðan Leon tapaði gegn núverandi veltivigtarmeistaranum Kamaru Usman hefur Leon barist sjö sinnum og unnið alla þá bardaga, þar af fimm sinnum á dómaraúrskurði og má búast við að hann fái titilbardaga innan skamms með þessu áframhaldi á meðan óvíst er hvaða bardaga Gunnar fær næst. Keppt var í heimalandi Edwards en það var ekki að heyra því Íslendingar sem fjölmenntu til London til að styðja við bakið á Gunnari létu vel í sér heyra. Virtist oft sem Íslendingurinn væri á heimavelli en ekki Edwards. Fyrsta lotan um helgina var jöfn, Gunnar var sókndjarfari framan af og sóttist eftir því að koma Leon í gólfið sem Leon var að reyna að forðast. Þegar Gunnar náði að koma Leon í gólfið eftir rúma mínútu var Leon vel undir það búinn og komst fljótlega á fætur á ný. Edwards náði að koma Gunnari í erfiða stöðu og skellti honum í gólfið þegar fyrsta lotan var hálfnuð en Gunnar náði að verjast vel þrátt fyrir erfiða stöðu. Leon náði inn á milli að koma að höggum sem skiluðu honum eflaust sigri í fyrstu lotunni. Í annarri lotu var það aftur Gunnar sem reyndi að sækja og koma bardaganum í gólfið á meðan þeir skiptust á höggum. Á lokamínútu annarrar lotu náði Gunnar góðum höggum en Edwards svaraði með olnbogaskoti sem kom Gunnari úr jafnvægi. Við það komst Edwards í lykilstöðu og lét höggin dynja á Gunnari síðustu tuttugu sekúndur lotunnar þegar Gunnar neyddist til að verjast úr gólfinu en Gunnari tókst að lifa af síðustu sekúndurnar. Það var því ljóst að Gunnar þurfti að klára bardagann í þriðju lotu og hélt Gunnar áfram að sækja strax í upphafi lotunnar en Edwards tókst enn og aftur að sleppa vel þegar Gunnar kom honum upp að búrinu. Var lotan því jöfn þar til á lokamínútunni þegar Gunnar náði að skella Leon í gólfið og reyndi að ná stöðu til að vinna bardagann en Edwards stóðst árásir Gunnars og hélt sjó síðustu mínútuna. „Ég er afar sáttur með frammistöðuna mína gegn góðum mótherja í Gunnari Nelson. Ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari eftir frábæran bardaga og ég hlakka til að sjá hann berjast á ný,“ sagði Leon á Twitter-síðu sinni eftir bardagann eftir að hafa kallað Gunnar einn besta glímukappa veltivigtardeildarinnar í viðtölum eftir bardagann á laugardaginn.
Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01 Kavanagh: Líður ömurlega John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær. 17. mars 2019 10:30 Edwards: Sagði við alla að ég ætlaði að taka Gunnar í gólfið Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. 17. mars 2019 00:27 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01
Kavanagh: Líður ömurlega John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær. 17. mars 2019 10:30
Edwards: Sagði við alla að ég ætlaði að taka Gunnar í gólfið Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. 17. mars 2019 00:27