Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Andri Eysteinsson skrifar 16. mars 2019 12:11 Afskipti voru höfð af manninum í tollsal Alþjóðflugvallarins í Keflavík. Vísir/JóiK Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. Héraðsdómur Reykjaness varð að kröfu lögreglustjóra á Suðurnesjum um gæsluvarðhald yfir manninum 13. mars síðastliðinn og staðfesti Landsréttur úrskurðinn í gær, 15. mars. RÚV greindi frá. Þrjú brot milli febrúar 2018 til febrúar 2019 Eins og áður sagði er maðurinn talinn hafa, með skipulögðum hætti, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins og þannig stundað skipulagt smygl á fólki. Fyrsta atvikið sem gert er grein fyrir í dómi héraðsdóms var 27. febrúar 2018, annað málið 2. janúar 2019 og það þriðja mánuði síðar 2. febrúar. 2. janúar síðastliðinn var kærði stöðvaður í tollsal flugstöðvarinnar við komuna til landsins ásamt systkinum. Við fyrstu afskipti kvaðst maðurinn vera einn á ferð og hugðist hann hitta eiginkonu sína hér á landi. Systkinin höfðu einnig sagst vera ein á ferð, einnig sögðu þau skilríki sín hafa eyðilagst á leiðinni til landsins. Eftir að tollverðir opnuðu tösku ákærða viðurkenndi hann að hann ferðaðist með systkinunum og fundust vegabréf þeirra í tösku mannsins. Við yfirheyrslur vakti athygli að manninum og kærustu hans bar saman að ungmennin væru systrabörn hennar en ungmennin könnuðust ekki við það að vera tengd henni nokkrum fjölskylduböndum. Ákæra var gefin út á hendur manninum 13. mars síðastliðinn þar sem honum eru gefin að sök brot gegn 3. málsgrein 116. greinar laga númer 89/2016 um útlendinga. Meint brot mannsins varða sektum eða allt að sex ára fangelsi. Flóttamenn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. Héraðsdómur Reykjaness varð að kröfu lögreglustjóra á Suðurnesjum um gæsluvarðhald yfir manninum 13. mars síðastliðinn og staðfesti Landsréttur úrskurðinn í gær, 15. mars. RÚV greindi frá. Þrjú brot milli febrúar 2018 til febrúar 2019 Eins og áður sagði er maðurinn talinn hafa, með skipulögðum hætti, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins og þannig stundað skipulagt smygl á fólki. Fyrsta atvikið sem gert er grein fyrir í dómi héraðsdóms var 27. febrúar 2018, annað málið 2. janúar 2019 og það þriðja mánuði síðar 2. febrúar. 2. janúar síðastliðinn var kærði stöðvaður í tollsal flugstöðvarinnar við komuna til landsins ásamt systkinum. Við fyrstu afskipti kvaðst maðurinn vera einn á ferð og hugðist hann hitta eiginkonu sína hér á landi. Systkinin höfðu einnig sagst vera ein á ferð, einnig sögðu þau skilríki sín hafa eyðilagst á leiðinni til landsins. Eftir að tollverðir opnuðu tösku ákærða viðurkenndi hann að hann ferðaðist með systkinunum og fundust vegabréf þeirra í tösku mannsins. Við yfirheyrslur vakti athygli að manninum og kærustu hans bar saman að ungmennin væru systrabörn hennar en ungmennin könnuðust ekki við það að vera tengd henni nokkrum fjölskylduböndum. Ákæra var gefin út á hendur manninum 13. mars síðastliðinn þar sem honum eru gefin að sök brot gegn 3. málsgrein 116. greinar laga númer 89/2016 um útlendinga. Meint brot mannsins varða sektum eða allt að sex ára fangelsi.
Flóttamenn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira