Sport

Tveir á toppnum eftir sjötta kvöldið í pílunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael van Gerwin.
Michael van Gerwin. Getty/Bryn Lennon
Michael van Gerwin og RobCross eru á toppnum í úrvalsdeildinni í pílu eftir sjötta kvöldið sem fór fram í Nottingham á Englandi í gærkvöldi

Það má segja að úrslitin hafi verið eftir bókinni á þessu sjötta kvöldi en áskorandi Nathan Aspinall, sem vann opna breska meistaramótið fyrir hálfu mánuði, olli vonbrigðum. Aspinall tapaði viðureign sinni gegn Michael Smith 7-2.

Í annarri viðureign kvöldsins tapaði stigahæsti maður úrvalsdeildarinnar, James Wade, gegn MensurSuljovic frá Austurríki 7-3.

Þriðja viðureign kvöldsins var á milli RobCross, fyrrum heimsmeistara og fimmföldum heimsmeistara, Raymond van Barneveld. RobCross sigraði hann örugglega 7-3. Barneveld var þar langt frá sínu besta.

Fjórða viðureignin var sú stærsta þetta kvöldið. Michael van Gerwin mætti þar ósigruðum GerwynPrice.

Michael van Gerwin fór rólega af stað en hann tók sig til þegar leið á og vann viðureignina mjög sannfærandi 7-2

Loka viðureign kvöldsins var Peter Wright gegn DarylGurney. Wright byrjaði betur og komst í 6-3. Þá tók Gurney við sér og vann síðustu 3 leggina og tryggði sér jafntefli og þar með eitt stig í baráttunni.

Staðan eftir kvöldið er þessi

1    RobCross    9 stig

2    Michael van Gerwin    9 stig

3    James Wade    7 stig

4    GerwynPrice     7 stig

5    Peter Wright     7 stig

6    MensurSuljovic    6 stig

7    Michael Smith    6 stig

8    DarylGurney     5 stig

9    Raymond van Berneveld     2 stig

 

Sjöunda kvöldið fer fram í MercedesBenzArena í Berlín í Þýskalandi fimmtudaginn 21. mars næstkomandi og þá keppa eftirtaldir:

GerwynPriceRobCross

James Wade – Peter Wright

Michael van Gerwin – DarylGurney

Michael SmithMensurSuljovic

Max Hopp – Raymond van Barneveld




Fleiri fréttir

Sjá meira


×