Umdeilt lögbannsmál gegn Stundinni tekið fyrir í Hæstarétti í dag Sylvía Hall skrifar 15. mars 2019 10:36 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar. vísir/ernir Málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf. gegn útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavík Media fer nú fram í Hæstarétti og hófst málflutningurinn klukkan níu. Ætla má að málflutningi ljúki nærri 11:30. Málið snýr að umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggir á gögnum úr þrotabúi Glitnis. Blaðið hafði fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Glitnir HoldCo, eignarhaldsfélagið sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, fór fram á lögbann á umfjöllunina á grundvelli bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og var það sett á þann 13. október 2017, tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar það sama ár. „Stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum“ Lögbannið var afar umdeilt og sagði stjórn Blaðamannafélags Íslands það vera fullkomlega óskiljanlegt. Í ályktun stjórnarinnar var fullyrt að engir hagsmunir væru í húfi sem réttlættu slíkar aðgerðir og væri með þeim verið að leggja hömlur á tjáningarfrelsið í landinu. Slíkt væri sérstaklega alvarlegt í aðdraganda þingkosninga. „Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Það er ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum.“Forsíða Stundarinnar eftir að lögbann hafði verið sett á umfjöllun miðilsins úr gögnum Glitnis HoldCo.StundinTvöfaldur sigur Stundarinnar innan dómskerfisins Í kjölfarið höfðaði Glitnir HoldCo staðfestingarmál vegna lögbannsins á síðasta degi málshöfðunarfrestsins og var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af þeirri kröfu félagsins að afhenda gögnin og lögbannið dæmt ólögmætt í ljósi þess að umfjöllunin var sögð eiga erindi til almennings í aðdraganda kosninga. Eftir að dómur var kveðinn upp í málinu sagði Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavík Media, niðurstöðuna vera mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu. Lögbannið hélt þó áfram gildi út áfrýjunarfrestinn og ákvað Glitnir HoldCo að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. Þar var niðurstaða héraðsdóms staðfest og sagði í niðurstöðu dómsins að óskýrt væri hvaða gögn miðlinum bæri að afhenda þar sem ekki lægi fyrir að þau gögn sem félagið færi fram á væru þau sömu og fjölmiðlarnir hefðu undir höndum.Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/ElínHæstiréttur tekur málið fyrir Stundin hélt umfjöllun áfram eftir niðurstöðu Landsréttar þrátt fyrir að áfrýjunarfrestur væri ekki liðinn og var Bjarni Benediktsson á næstu forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni „Bannaðar fréttir birtar“. Þar var fjallað um viðskipti hans í aðdraganda hrunsins og sögðu ritstjórar Stundarinnar þá ákvörðun byggja á bæði lögfræðilegum og siðferðilegum grunni og einnig þeirri staðreynd að ekki væri gert ráð fyrir tilvist Landsréttar í lögbannslögum. Í lok nóvember á síðasta ári féllst Hæstiréttur á beiðni Glitnis HoldCo um að málið yrði tekið fyrir, rúmu ári eftir að lögbannið tók gildi. Hæstiréttur leit svo á að lögbannið sjálft væri fallið úr gildi og því væri ekki hægt að krefjast þess að lögbannið yrði staðfest með dómi. Hæstiréttur mun því taka fyrir þá kröfu félagsins um að viðurkennt verði að fjölmiðlum sé óheimilt að byggja á gögnunum í fréttaflutningi og að Stundinni og Reykjavík Media beri að afhenda gögnin. Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Gjaldþrota bankar hafi ekki ritstjórnarvald "Bannaðar fréttir birtar.“ Með þessum orðum kynnti Stundin áframhaldandi umfjöllun sína upp úr gögnum úr gamla Glitni, rúmu ári eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins úr Glitnisskjölunum. 26. október 2018 09:59 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Forsíða Stundarinnar svört Forsíða Stundarinnar er með óhefðbundnu sniði í dag. 20. október 2017 07:58 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf. gegn útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavík Media fer nú fram í Hæstarétti og hófst málflutningurinn klukkan níu. Ætla má að málflutningi ljúki nærri 11:30. Málið snýr að umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggir á gögnum úr þrotabúi Glitnis. Blaðið hafði fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Glitnir HoldCo, eignarhaldsfélagið sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, fór fram á lögbann á umfjöllunina á grundvelli bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og var það sett á þann 13. október 2017, tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar það sama ár. „Stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum“ Lögbannið var afar umdeilt og sagði stjórn Blaðamannafélags Íslands það vera fullkomlega óskiljanlegt. Í ályktun stjórnarinnar var fullyrt að engir hagsmunir væru í húfi sem réttlættu slíkar aðgerðir og væri með þeim verið að leggja hömlur á tjáningarfrelsið í landinu. Slíkt væri sérstaklega alvarlegt í aðdraganda þingkosninga. „Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Það er ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum.“Forsíða Stundarinnar eftir að lögbann hafði verið sett á umfjöllun miðilsins úr gögnum Glitnis HoldCo.StundinTvöfaldur sigur Stundarinnar innan dómskerfisins Í kjölfarið höfðaði Glitnir HoldCo staðfestingarmál vegna lögbannsins á síðasta degi málshöfðunarfrestsins og var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af þeirri kröfu félagsins að afhenda gögnin og lögbannið dæmt ólögmætt í ljósi þess að umfjöllunin var sögð eiga erindi til almennings í aðdraganda kosninga. Eftir að dómur var kveðinn upp í málinu sagði Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavík Media, niðurstöðuna vera mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu. Lögbannið hélt þó áfram gildi út áfrýjunarfrestinn og ákvað Glitnir HoldCo að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. Þar var niðurstaða héraðsdóms staðfest og sagði í niðurstöðu dómsins að óskýrt væri hvaða gögn miðlinum bæri að afhenda þar sem ekki lægi fyrir að þau gögn sem félagið færi fram á væru þau sömu og fjölmiðlarnir hefðu undir höndum.Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/ElínHæstiréttur tekur málið fyrir Stundin hélt umfjöllun áfram eftir niðurstöðu Landsréttar þrátt fyrir að áfrýjunarfrestur væri ekki liðinn og var Bjarni Benediktsson á næstu forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni „Bannaðar fréttir birtar“. Þar var fjallað um viðskipti hans í aðdraganda hrunsins og sögðu ritstjórar Stundarinnar þá ákvörðun byggja á bæði lögfræðilegum og siðferðilegum grunni og einnig þeirri staðreynd að ekki væri gert ráð fyrir tilvist Landsréttar í lögbannslögum. Í lok nóvember á síðasta ári féllst Hæstiréttur á beiðni Glitnis HoldCo um að málið yrði tekið fyrir, rúmu ári eftir að lögbannið tók gildi. Hæstiréttur leit svo á að lögbannið sjálft væri fallið úr gildi og því væri ekki hægt að krefjast þess að lögbannið yrði staðfest með dómi. Hæstiréttur mun því taka fyrir þá kröfu félagsins um að viðurkennt verði að fjölmiðlum sé óheimilt að byggja á gögnunum í fréttaflutningi og að Stundinni og Reykjavík Media beri að afhenda gögnin.
Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Gjaldþrota bankar hafi ekki ritstjórnarvald "Bannaðar fréttir birtar.“ Með þessum orðum kynnti Stundin áframhaldandi umfjöllun sína upp úr gögnum úr gamla Glitni, rúmu ári eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins úr Glitnisskjölunum. 26. október 2018 09:59 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Forsíða Stundarinnar svört Forsíða Stundarinnar er með óhefðbundnu sniði í dag. 20. október 2017 07:58 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30
Gjaldþrota bankar hafi ekki ritstjórnarvald "Bannaðar fréttir birtar.“ Með þessum orðum kynnti Stundin áframhaldandi umfjöllun sína upp úr gögnum úr gamla Glitni, rúmu ári eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins úr Glitnisskjölunum. 26. október 2018 09:59
Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42
Forsíða Stundarinnar svört Forsíða Stundarinnar er með óhefðbundnu sniði í dag. 20. október 2017 07:58