Gleðigjafar á hliðarlínunni Þórlindur Kjartansson skrifar 15. mars 2019 07:15 Í bankaheiminum er sagt að fólk sé ólíklegra til þess að skipta um viðskiptabanka heldur en maka. Sennilega endurspeglar þetta frekar hversu mikið vesen það er að skipta um banka heldur en að fólk hafi raunverulega hollustu gagnvart viðskiptabankanum sínum—og ólíkt því sem á við um þá sem hyggjast skipta um maka þá finnst fólki sem er óánægt með bankann sinn yfirleitt ekki líklegt að næsti banki sé eitthvað skárri. En eins ólíklegt og það er að fólk skipti um viðskiptabanka á Íslandi þá er það örugglega margfalt algengara heldur en að fólk taki ákvörðun um að skipta um uppáhaldslið í ensku knattspyrnunni. Slíkt ístöðuleysi myndi eflaust kveikja allar viðvörunarbjöllur um skapgerðarstyrk og siðferðisþrek. Það væri ekki nema að maður sjálfur eða náinn ættingi væri byrjaður að spila með öðru liði að fólk gæti hugsað sér að beina hollustu sinni tímabundið í aðra átt heldur en að liðinu sem það hefur haldið með frá barnæsku. Rétt eins og með bankaviðskiptin þá getur fólk dæmst af hálfgerðri rælni til þess að byrja að halda með liði í ensku knattspyrnunni án þess að sjá fyrir afleiðingarnar. Það er ómögulegt að vita hversu margir viðskiptavinir Íslandsbanka eru þar í dag vegna þess að þeir fengu á einhverjum tímapunkti gefinn sparibaukinn Trölla og þeir eru örugglega margir viðskiptavinir Landsbankans sem létu hinn litskrúðuga Sprota tæla sig í viðskipti. Í fótboltanum getur miklu ráðið hvaða lið eru í uppáhaldi inni á heimilinu—ef afinn eða foreldrarnir eru harðir stuðningsmenn liðs þá er líklegt að það smitist yfir á börn og barnabörn. Og svo getur tímabundið gott gengi tiltekinna liða dæmt ungt fólk til ævilangrar tryggðar við vonlítinn málstað—eins og til dæmis fjölmargir íslenskir aðdáendur Leeds geta vottað um nú og tækifærissinnuð börn okkar daga sem halda með Man City munu geta staðfest næstu áratugi.Allt fyrir ástina Sjálfur varð ég fyrir því óláni sex ára gamall að verða skotinn í stelpu sem hélt með Tottenham Hotspur. Blindaður af ást tók ég þá afdrifaríku ákvörðun að taka umsvifalaust og óhikað upp aðdáun á sama liði án þess að hafa kynnt mér nánar forsendurnar. Þetta féll líka ágætlega að sérviskulegum háttum mínum sem þá þegar var farið að gæta, því nánast allir vinir mínir heldu með Liverpool eða Manchester United. Reyndar komst ég að því fyrir örfáum árum að þessi góðhjartaða stelpa hafði ekki byrjað að halda með Tottenham vegna þess að liðið væri gott—heldur einmitt vegna þess að það var svo lélegt og að enginn annar hélt með því. Hún vorkenndi þeim. Þessi aumingjagæska ber innræti þessarar sex ára stelpu auðvitað mjög fagurt vitni—en hún var þó ekki nógu aumingjagóð til að endurgjalda mér ást mína; mig grunar að hún hafi alltaf verið skotin í strákunum sem voru bestir í fótbolta. Kaldhæðnislegt, því ég sit eftir, dæmdur til þess að halda með liði sem varð síðast Englandsmeistari hálfum öðrum áratug áður en ég fæddist og sérhæfir sig þessi misserin í að hryggbrjóta aðdáendur sína með því að tapa ósennilegustu leikjum tímabilsins einmitt þegar raunveruleg von um titil er byrjuð að glæðast.Hamingjusprengja á Íslandi En vinir mínir sem héldu með Liverpool og Manchester United—ofaldir eins og þeir eru, sérstaklega þeir síðarnefndu—hafa undanfarin ár mátt upplifa dapra og dimma tíma. Þar sem heitur átrúnaður á einmitt þessa tvo klúbba hefur líklega meiri áhrif á lundarfar þjóðarinnar heldur en sjálft veðurfarið þá er viðsnúningur í gengi þessara félaga eitt brýnasta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar. Allt frá því Mourinho var rekinn frá United og Solskjær ráðinn í hans stað hefur sú undarlega staða ríkt að aðdáendur bæði Liverpool og Manchester United eru í sjöunda himni; og upplifa hvert kraftaverkið á fætur öðru. Hörmungar síðustu missera eru nánast gleymdar og engum dettur lengur í hug að segja eins og United aðdáandinn Hrafnhildur Agnarsdóttir gerði á Twitter í haust: „Það er dejligt að búa í Danmörku þar sem klórinn er ódýr og ég get hellt honum í augun á mér á spottprís í staðinn fyrir að horfa á United.“ Þessi ofstopafullu orð Hrafnhildar eru mjög lýsandi um tilfinningalegt ástand verulega stórs hluta þjóðarinnar þegar þessi tvö rauðklæddu lið voru í sínum dimmustu dölum. Það munu jafnvel vera dæmi um að fyrirhyggjusamir aðdáendur United keyptu sér alltaf tvö eintök af Lack borðum úr IKEA til að hafa fyrir framan sjónvarpið, svo auðvelt væri að skipta um þegar frammistaða liðsins á Englandi hafði þær óbeinu afleiðingar að húsgögn á Íslandi brotnuðu.Gleðin fundin á ný En svo kom Solskjær til sögunnar og allt breyttist. Engir nýir leikmenn bættust við og margir þeirra bestu meiddust, en liðið fór að spila betur. Liverpool aðdáendur höfðu horft upp á svipuð umskipti þegar Jürgen Klopp tók við stjórnartaumunum á Anfield. Hvað veldur? Solskjær er algjör andstæða við forvera sinn. Mourinho er merkilegur fótboltahugsuður, en hann gæti ekki kinnroðalaust sagt við leikmenn sína að enginn sé stærri en liðið, því egóið hans krafðist þess að hann drottnaði yfir öllu sem til friðar hans heyrði. Hann hefði örugglega ekki látið sér detta í hug að stilla sér upp á kjánalegri mynd með Eric Cantona og Alex Ferguson á sigurstund og heimta ekki einu sinni að vera í miðjunni. Til þess var egóið of stórt. Fyrir Solskjær var þetta sjálfsagt. Þótt íþróttir séu dægradvöl og ekki eins alvarleg og til dæmis efnahagsmál, stjórnmál og viðskiptalíf þá hafa þær þann kost að það er auðvelt að mæla árangur. Þess vegna er það ekki bara áhugavert fyrir íþróttaáhugamenn að sjá hvernig dágóð innspýting af gleði og auðmýkt hefur umturnað árangri tveggja sögufrægra liða—allt með tilkomu forystumanna sem taka sjálfa sig ekki of hátíðlega þótt þeir taki sig alvarlega, og setja ekki sjálfa sig og hégóma sinn efst á forgangslistann heldur leyfa öðrum að blómstra í kringum sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í bankaheiminum er sagt að fólk sé ólíklegra til þess að skipta um viðskiptabanka heldur en maka. Sennilega endurspeglar þetta frekar hversu mikið vesen það er að skipta um banka heldur en að fólk hafi raunverulega hollustu gagnvart viðskiptabankanum sínum—og ólíkt því sem á við um þá sem hyggjast skipta um maka þá finnst fólki sem er óánægt með bankann sinn yfirleitt ekki líklegt að næsti banki sé eitthvað skárri. En eins ólíklegt og það er að fólk skipti um viðskiptabanka á Íslandi þá er það örugglega margfalt algengara heldur en að fólk taki ákvörðun um að skipta um uppáhaldslið í ensku knattspyrnunni. Slíkt ístöðuleysi myndi eflaust kveikja allar viðvörunarbjöllur um skapgerðarstyrk og siðferðisþrek. Það væri ekki nema að maður sjálfur eða náinn ættingi væri byrjaður að spila með öðru liði að fólk gæti hugsað sér að beina hollustu sinni tímabundið í aðra átt heldur en að liðinu sem það hefur haldið með frá barnæsku. Rétt eins og með bankaviðskiptin þá getur fólk dæmst af hálfgerðri rælni til þess að byrja að halda með liði í ensku knattspyrnunni án þess að sjá fyrir afleiðingarnar. Það er ómögulegt að vita hversu margir viðskiptavinir Íslandsbanka eru þar í dag vegna þess að þeir fengu á einhverjum tímapunkti gefinn sparibaukinn Trölla og þeir eru örugglega margir viðskiptavinir Landsbankans sem létu hinn litskrúðuga Sprota tæla sig í viðskipti. Í fótboltanum getur miklu ráðið hvaða lið eru í uppáhaldi inni á heimilinu—ef afinn eða foreldrarnir eru harðir stuðningsmenn liðs þá er líklegt að það smitist yfir á börn og barnabörn. Og svo getur tímabundið gott gengi tiltekinna liða dæmt ungt fólk til ævilangrar tryggðar við vonlítinn málstað—eins og til dæmis fjölmargir íslenskir aðdáendur Leeds geta vottað um nú og tækifærissinnuð börn okkar daga sem halda með Man City munu geta staðfest næstu áratugi.Allt fyrir ástina Sjálfur varð ég fyrir því óláni sex ára gamall að verða skotinn í stelpu sem hélt með Tottenham Hotspur. Blindaður af ást tók ég þá afdrifaríku ákvörðun að taka umsvifalaust og óhikað upp aðdáun á sama liði án þess að hafa kynnt mér nánar forsendurnar. Þetta féll líka ágætlega að sérviskulegum háttum mínum sem þá þegar var farið að gæta, því nánast allir vinir mínir heldu með Liverpool eða Manchester United. Reyndar komst ég að því fyrir örfáum árum að þessi góðhjartaða stelpa hafði ekki byrjað að halda með Tottenham vegna þess að liðið væri gott—heldur einmitt vegna þess að það var svo lélegt og að enginn annar hélt með því. Hún vorkenndi þeim. Þessi aumingjagæska ber innræti þessarar sex ára stelpu auðvitað mjög fagurt vitni—en hún var þó ekki nógu aumingjagóð til að endurgjalda mér ást mína; mig grunar að hún hafi alltaf verið skotin í strákunum sem voru bestir í fótbolta. Kaldhæðnislegt, því ég sit eftir, dæmdur til þess að halda með liði sem varð síðast Englandsmeistari hálfum öðrum áratug áður en ég fæddist og sérhæfir sig þessi misserin í að hryggbrjóta aðdáendur sína með því að tapa ósennilegustu leikjum tímabilsins einmitt þegar raunveruleg von um titil er byrjuð að glæðast.Hamingjusprengja á Íslandi En vinir mínir sem héldu með Liverpool og Manchester United—ofaldir eins og þeir eru, sérstaklega þeir síðarnefndu—hafa undanfarin ár mátt upplifa dapra og dimma tíma. Þar sem heitur átrúnaður á einmitt þessa tvo klúbba hefur líklega meiri áhrif á lundarfar þjóðarinnar heldur en sjálft veðurfarið þá er viðsnúningur í gengi þessara félaga eitt brýnasta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar. Allt frá því Mourinho var rekinn frá United og Solskjær ráðinn í hans stað hefur sú undarlega staða ríkt að aðdáendur bæði Liverpool og Manchester United eru í sjöunda himni; og upplifa hvert kraftaverkið á fætur öðru. Hörmungar síðustu missera eru nánast gleymdar og engum dettur lengur í hug að segja eins og United aðdáandinn Hrafnhildur Agnarsdóttir gerði á Twitter í haust: „Það er dejligt að búa í Danmörku þar sem klórinn er ódýr og ég get hellt honum í augun á mér á spottprís í staðinn fyrir að horfa á United.“ Þessi ofstopafullu orð Hrafnhildar eru mjög lýsandi um tilfinningalegt ástand verulega stórs hluta þjóðarinnar þegar þessi tvö rauðklæddu lið voru í sínum dimmustu dölum. Það munu jafnvel vera dæmi um að fyrirhyggjusamir aðdáendur United keyptu sér alltaf tvö eintök af Lack borðum úr IKEA til að hafa fyrir framan sjónvarpið, svo auðvelt væri að skipta um þegar frammistaða liðsins á Englandi hafði þær óbeinu afleiðingar að húsgögn á Íslandi brotnuðu.Gleðin fundin á ný En svo kom Solskjær til sögunnar og allt breyttist. Engir nýir leikmenn bættust við og margir þeirra bestu meiddust, en liðið fór að spila betur. Liverpool aðdáendur höfðu horft upp á svipuð umskipti þegar Jürgen Klopp tók við stjórnartaumunum á Anfield. Hvað veldur? Solskjær er algjör andstæða við forvera sinn. Mourinho er merkilegur fótboltahugsuður, en hann gæti ekki kinnroðalaust sagt við leikmenn sína að enginn sé stærri en liðið, því egóið hans krafðist þess að hann drottnaði yfir öllu sem til friðar hans heyrði. Hann hefði örugglega ekki látið sér detta í hug að stilla sér upp á kjánalegri mynd með Eric Cantona og Alex Ferguson á sigurstund og heimta ekki einu sinni að vera í miðjunni. Til þess var egóið of stórt. Fyrir Solskjær var þetta sjálfsagt. Þótt íþróttir séu dægradvöl og ekki eins alvarleg og til dæmis efnahagsmál, stjórnmál og viðskiptalíf þá hafa þær þann kost að það er auðvelt að mæla árangur. Þess vegna er það ekki bara áhugavert fyrir íþróttaáhugamenn að sjá hvernig dágóð innspýting af gleði og auðmýkt hefur umturnað árangri tveggja sögufrægra liða—allt með tilkomu forystumanna sem taka sjálfa sig ekki of hátíðlega þótt þeir taki sig alvarlega, og setja ekki sjálfa sig og hégóma sinn efst á forgangslistann heldur leyfa öðrum að blómstra í kringum sig.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun