Fótbolti

Jón Daði útskýrir fjarveru sína: Átt erfitt uppdráttar með meiðsl

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði í landsleik gegn Sviss.
Jón Daði í landsleik gegn Sviss. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Andorra og Frakklandi í undankeppni EM síðar í mánuðinum. Hann útskýrði hvers vegna á Twitter.

Jón Daði hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og hefur lítið sem ekkert spilað með enska B-deildarliðinu Reading síðustu vikur og mánuði.

Hann var svo ekki í leikmannahópi Íslands í dag sem Erik  Hamren tilkynnti á blaðamannafundi en Jón Daði útskýrði það hvers vegna hann væri ekki í hópnum á Twitter.







Jón Daði hefur skorað tvö mörk í þeim 41 landsleik sem hann hefur spilað.


Tengdar fréttir

Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni.

Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum

Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×