Jón Daði hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og hefur lítið sem ekkert spilað með enska B-deildarliðinu Reading síðustu vikur og mánuði.
Hann var svo ekki í leikmannahópi Íslands í dag sem Erik Hamren tilkynnti á blaðamannafundi en Jón Daði útskýrði það hvers vegna hann væri ekki í hópnum á Twitter.
Vegna spurninga: hef átt nokkuð erfitt uppdráttar með meiðsl þetta tímabilið og kemst ég þar með ekki með í næstu verkefni.
Leiðinlegur partur af þessari atvinnu en bara ein af mörgum hindrunum í þessu sem maður tæklar
— Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) March 14, 2019
Jón Daði hefur skorað tvö mörk í þeim 41 landsleik sem hann hefur spilað.