Frá vettvangi við Skógarbraut í dag.Vísir/Jóhann K.
Lið frá Brunavörnum Suðurnesja var kallað út vegna bruna í fjölbýlishúsi að Skógarbraut í Reykjanesbæ um klukkan tvö í dag. Eldurinn kviknaði í geymslu á fyrstu hæð en búið er að slökkva hann, að sögn varðstjóra.
Einn bíll var sendur á vettvang auk liðs frá lögreglu á Suðurnesjum. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem kom upp á fyrstu hæð í húsinu. Unnið er að reykræstingu og þá þarf einnig að dæla vatni úr geymslunni.
Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum.
Einn slökkviliðsbíll var sendur á vettvang.Vísir/Jóhann K.Slökkvilið og lögregla hjálpuðust að.Vísir/Jóhann K.