Fótbolti

Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tom Joel.
Tom Joel. Mynd/Leicester
Englendingurinn Tom Joel er nýr styrktarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann tekur við starfinu af Sebastian Boxleitner sem var rekinn í síðasta mánuði.

Joel kom til starfa hjá Leicester árið 2011 en hann var þar sem lærlingur þegar að hann var að klára háskólanámið. Hann fékk svo fasta vinnu hjá Leicester og hefur verið í teyminu hjá aðalliðinu síðan árið 2014.

Hann tók því virkan þátt í að gera Leicester að Englandsmeisturum en ljóst er að KSÍ hefur fengið mikinn fagmann til starfa fyrir Þjóðverjann Sebastian Boxleitner.

Joel ber ábyrgð á því að halda mönnum heilum hjá Leicester en hann starfar sem svokallaður Sports Scientist og greinir því tölur og upptökur ásamt því að vera virkur á æfingavellinum.

Joel fer með strákunum okkar til Andorra og Frakklands en hópurinn fyrir næsta verkefni var kynntur í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×