Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 23:03 Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Vísir/Getty Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna stefna að því að framkvæma tilraunaskot með tveimur tegundum eldflauga sem voru bannaðar samkvæmt eldflaugasáttmála Bandaríkjanna og Sovétríkjanna (Seinna Rússlands). Samkomulaginu verður að öllum líkindum rift formlega í ágúst. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum og Bandaríkin tilkynntu í síðasta mánuði að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum innan sex mánaða ef Rússar færu ekki að fylgja honum.Nei, þú Ríkisstjórn Vladimir Pútín sagði Rússland ekki hafa brotið gegn sáttmálanum, sakaði Bandaríkin um að brjóta gegn honum og tilkynnti sömuleiðis að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum ef Bandaríkin færu ekki að fylgja honum.Sjá einnig: Varar við nýju vígbúnaðarkapphlaupi Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild.Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að gera nýjan sáttmála með aðkomu Kína. Ríkisstjórn Rússlands hefur sagst tilbúinn til slíkra viðræðna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Trump hefur sömuleiðis sagt að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup, þar sem Bandaríkin ættu eigi mun meiri peninga en aðrir.Í kjölfar þess að samningnum verður rift er ekkert sem meinar ríkjunum að notast við skamm- og meðaldrægar eldflaugar sem skotið er af landi. Bandaríkjamenn stefna á tilraunir með skammdrægar eldflaugar í næsta mánuði, samkvæmt Reuters. Þá er stefnt að tilraunaskoti meðaldrægrar eldflaugar seinna á árinu.Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins, sem er ekki nafngreindur, sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Hann sagði koma til greina að koma eldflaugunum fyrir í herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Þaðan væri hægt að skjóta meðaldrægu eldflaugunum að Norður-Kóreu, Kína og jafnvel Rússlandi.„Við höfum ekki rætt við bandamenn okkar um að koma eldflaugunum fyrir,“ sagði hershöfðinginn. „Í sannleikanum sagt höfum við ekki velt þessu fyrir okkur því við höfum verið að fylgja sáttmálanum.“ Bandaríkin Kína NATO Rússland Suður-Kínahaf Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna stefna að því að framkvæma tilraunaskot með tveimur tegundum eldflauga sem voru bannaðar samkvæmt eldflaugasáttmála Bandaríkjanna og Sovétríkjanna (Seinna Rússlands). Samkomulaginu verður að öllum líkindum rift formlega í ágúst. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum og Bandaríkin tilkynntu í síðasta mánuði að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum innan sex mánaða ef Rússar færu ekki að fylgja honum.Nei, þú Ríkisstjórn Vladimir Pútín sagði Rússland ekki hafa brotið gegn sáttmálanum, sakaði Bandaríkin um að brjóta gegn honum og tilkynnti sömuleiðis að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum ef Bandaríkin færu ekki að fylgja honum.Sjá einnig: Varar við nýju vígbúnaðarkapphlaupi Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild.Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að gera nýjan sáttmála með aðkomu Kína. Ríkisstjórn Rússlands hefur sagst tilbúinn til slíkra viðræðna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Trump hefur sömuleiðis sagt að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup, þar sem Bandaríkin ættu eigi mun meiri peninga en aðrir.Í kjölfar þess að samningnum verður rift er ekkert sem meinar ríkjunum að notast við skamm- og meðaldrægar eldflaugar sem skotið er af landi. Bandaríkjamenn stefna á tilraunir með skammdrægar eldflaugar í næsta mánuði, samkvæmt Reuters. Þá er stefnt að tilraunaskoti meðaldrægrar eldflaugar seinna á árinu.Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins, sem er ekki nafngreindur, sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Hann sagði koma til greina að koma eldflaugunum fyrir í herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Þaðan væri hægt að skjóta meðaldrægu eldflaugunum að Norður-Kóreu, Kína og jafnvel Rússlandi.„Við höfum ekki rætt við bandamenn okkar um að koma eldflaugunum fyrir,“ sagði hershöfðinginn. „Í sannleikanum sagt höfum við ekki velt þessu fyrir okkur því við höfum verið að fylgja sáttmálanum.“
Bandaríkin Kína NATO Rússland Suður-Kínahaf Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira