Endurbætur og endurgerð Hjálmar Sveinsson skrifar 14. mars 2019 07:00 Þessa dagana er verið að klára að gera upp Stórasel vestur í bæ, gamalt tómthúsbýli á baklóð við Holtsgötu. Minjavernd hf. stendur að verkinu. Þarna var reistur tvöfaldur steinbær á árunum 1884 til 1893 en hann hafði tapað upprunalegum einkennum sínum og var orðinn mjög hrörlegur. Fyrir fáeinum misserum gerðu Reykjavíkurborg og Minjavernd með sér samning um endurgerð nokkurra húsa í borginni, þar á meðal Stórasels og Gröndalshúss sem var flutt frá Vesturgötu að Fischersundi með viðkomu úti á Granda. Kostnaður við endurgerð gamalla húsa í borginni hefur verið mikið í umræðunni frá síðustu kosningum. Mörgum blöskrar hvað þær kostnaðaráætlanir reynast oft haldlitlar þegar á reynir. Það er augljóslega mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að bæta vinnubrögðin. Ég tel samt að þegar fram í sækir muni flestir telja að það hafi verið þjóðþrifaverk að ráðast í vandaða endurgerð þessara húsa. Ákvörðun borgaryfirvalda um síðustu aldamót að taka Geysishúsið við Aðalstræti í gegn og Hafnarstræti 16 skipti miklu máli. Enn stærra skref var tekið þegar gömlu húsin við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 voru endurgerð af miklum metnaði eftir brunann mikla þar á horninu árið 2007. Kostnaðurinn var mikill og framkvæmdin umdeild. Í dag eru flestir ánægðir með þessi fallegu nýju/gömlu hús. Síðustu misserin hafa einkaaðilar staðið fyrir metnaðarfullri endurgerð gamalla húsa við Hafnarstræti. Svolítið vestar, við Tryggvagötu, er búið að endurbyggja gömlu Fiskhöllina og Exeterhúsið. Til mikillar prýði. Margt fleira mætti nefna. Þyrping gamalla húsa við Vitastíg, milli Laugavegs og Hverfisgötu, er að þéttast og ganga í endurnýjun lífdaga sinna. Sama er að segja um timburhúsaröðina við Vallarstræti. Tímabærar endurbætur glerskálans á Hlemmtorgi, sem varð 40 ára í fyrra, hafa heppnast vel, jafnvel þótt sú framkvæmd hafi verið kostnaðarsamari en til stóð, líkt og endurgert Gröndalshús. Nýlega stóð borgin ásamt HR fyrir endurbyggingu húsaþyrpingar frá stríðsárunum við Nauthólsveg sem hefur verið kölluð „bragginn“. Eins og frægt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er verið að klára að gera upp Stórasel vestur í bæ, gamalt tómthúsbýli á baklóð við Holtsgötu. Minjavernd hf. stendur að verkinu. Þarna var reistur tvöfaldur steinbær á árunum 1884 til 1893 en hann hafði tapað upprunalegum einkennum sínum og var orðinn mjög hrörlegur. Fyrir fáeinum misserum gerðu Reykjavíkurborg og Minjavernd með sér samning um endurgerð nokkurra húsa í borginni, þar á meðal Stórasels og Gröndalshúss sem var flutt frá Vesturgötu að Fischersundi með viðkomu úti á Granda. Kostnaður við endurgerð gamalla húsa í borginni hefur verið mikið í umræðunni frá síðustu kosningum. Mörgum blöskrar hvað þær kostnaðaráætlanir reynast oft haldlitlar þegar á reynir. Það er augljóslega mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að bæta vinnubrögðin. Ég tel samt að þegar fram í sækir muni flestir telja að það hafi verið þjóðþrifaverk að ráðast í vandaða endurgerð þessara húsa. Ákvörðun borgaryfirvalda um síðustu aldamót að taka Geysishúsið við Aðalstræti í gegn og Hafnarstræti 16 skipti miklu máli. Enn stærra skref var tekið þegar gömlu húsin við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 voru endurgerð af miklum metnaði eftir brunann mikla þar á horninu árið 2007. Kostnaðurinn var mikill og framkvæmdin umdeild. Í dag eru flestir ánægðir með þessi fallegu nýju/gömlu hús. Síðustu misserin hafa einkaaðilar staðið fyrir metnaðarfullri endurgerð gamalla húsa við Hafnarstræti. Svolítið vestar, við Tryggvagötu, er búið að endurbyggja gömlu Fiskhöllina og Exeterhúsið. Til mikillar prýði. Margt fleira mætti nefna. Þyrping gamalla húsa við Vitastíg, milli Laugavegs og Hverfisgötu, er að þéttast og ganga í endurnýjun lífdaga sinna. Sama er að segja um timburhúsaröðina við Vallarstræti. Tímabærar endurbætur glerskálans á Hlemmtorgi, sem varð 40 ára í fyrra, hafa heppnast vel, jafnvel þótt sú framkvæmd hafi verið kostnaðarsamari en til stóð, líkt og endurgert Gröndalshús. Nýlega stóð borgin ásamt HR fyrir endurbyggingu húsaþyrpingar frá stríðsárunum við Nauthólsveg sem hefur verið kölluð „bragginn“. Eins og frægt er.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar