832 mál afgreidd hjá Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. mars 2019 20:00 Húsnæði Landsréttar í Kópavogi. Fréttablaðið/Ernir Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fráfarandi dómsmálaráðherra telur réttaróvissu þó ekki ríkja í landinu. Öllum málum í Landsrétti hefur verið frestað út vikuna og fangelsismálastofnun hafa borist beiðnir um frestun afplánunar. Alls hafa 832 mál verið afgreidd í Landsrétti síðan dómurinn tók til starfa þann 1. janúar 2018. Unnið er að því að taka saman tölfræði yfir fjölda þeirra mála sem dómararnir fjórir, sem skipaðir voru dómarar við réttinn en hæfnisnefnd mat ekki meðal fimmtán hæfustu, dæmdu í eða afgreiddu með öðrum hætti. Líkt og fram hefur komi hefur öllum málum verið frestað í Landsrétti út þessa viku á meðan greining stendur yfir á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í gær. Sigríður Andersen kveðst ekki líta svo á að réttaróvissa sé í landinu. Stjórnvöld hyggjast áfrýja dómnum til æðra dómsstigs Mannréttindadómstólsins. „Skilyrði fyrir því er að málin séu mjög óvenjuleg og það eru mjög fá mál tekin þar til skoðunar þannig að það má svo sem segja að meginreglan sé svona ráðandi í þessu en ég held alla veganna að flestir hér á landi líti svo á að málið sé óvenjulegt í þessum skilningi vegna þess að það er náttúrlega bara heilt réttarkerfi á hliðinni í rauninni,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir of snemmt að segja til um það nákvæmlega hvaða afleiðingar dómurinn hefur í för með sér. „Það má svo sem horfa á þetta í tvennu lagi, hvaða afleiðingar hafa þeir dómar sem hafa þegar fallið, þeir eru bara gildir í sjálfu sér, en aðilar geta hugsanlega leitað eftir endurupptöku,“ segir Eiríkur Elís. Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökunefnd hafa beiðnir ekki borist nefndinni síðan í gær en hún hyggst funda og fara yfir stöðuna. „Ég held að Landsréttur sé í sjálfu sér starfhæfur áfram. Hitt er annað mál að það er spurning með þessa fjóra dómara sem að þarna eru undir,“ segir Eiríkur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismálastofnun hafa borist beiðnir um frestun afplánunar vegna dóma sem þeir hlutu í Landsrétti. „Það eru nokkrir sem hafa óskað eftir fresti og við höfum veitt fresti eins og við gerum almennt í svona tilvikum,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Enginn sem þegar situr inni hefur þó óskað eftir að gera hlé á afplánun en á annan tug fanga sem nú afplána hlutu dóm í Landsrétti þar sem einhver dómaranna fjögra dæmdi í málinu. „Ég held að það sé mikilvægast að við vöndum til verka, allir haldi ró sinni og við vinnum bara einfaldlega í samræmi við íslensk lög,“ segir Páll. Dómstólar Fangelsismál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fráfarandi dómsmálaráðherra telur réttaróvissu þó ekki ríkja í landinu. Öllum málum í Landsrétti hefur verið frestað út vikuna og fangelsismálastofnun hafa borist beiðnir um frestun afplánunar. Alls hafa 832 mál verið afgreidd í Landsrétti síðan dómurinn tók til starfa þann 1. janúar 2018. Unnið er að því að taka saman tölfræði yfir fjölda þeirra mála sem dómararnir fjórir, sem skipaðir voru dómarar við réttinn en hæfnisnefnd mat ekki meðal fimmtán hæfustu, dæmdu í eða afgreiddu með öðrum hætti. Líkt og fram hefur komi hefur öllum málum verið frestað í Landsrétti út þessa viku á meðan greining stendur yfir á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í gær. Sigríður Andersen kveðst ekki líta svo á að réttaróvissa sé í landinu. Stjórnvöld hyggjast áfrýja dómnum til æðra dómsstigs Mannréttindadómstólsins. „Skilyrði fyrir því er að málin séu mjög óvenjuleg og það eru mjög fá mál tekin þar til skoðunar þannig að það má svo sem segja að meginreglan sé svona ráðandi í þessu en ég held alla veganna að flestir hér á landi líti svo á að málið sé óvenjulegt í þessum skilningi vegna þess að það er náttúrlega bara heilt réttarkerfi á hliðinni í rauninni,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir of snemmt að segja til um það nákvæmlega hvaða afleiðingar dómurinn hefur í för með sér. „Það má svo sem horfa á þetta í tvennu lagi, hvaða afleiðingar hafa þeir dómar sem hafa þegar fallið, þeir eru bara gildir í sjálfu sér, en aðilar geta hugsanlega leitað eftir endurupptöku,“ segir Eiríkur Elís. Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökunefnd hafa beiðnir ekki borist nefndinni síðan í gær en hún hyggst funda og fara yfir stöðuna. „Ég held að Landsréttur sé í sjálfu sér starfhæfur áfram. Hitt er annað mál að það er spurning með þessa fjóra dómara sem að þarna eru undir,“ segir Eiríkur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismálastofnun hafa borist beiðnir um frestun afplánunar vegna dóma sem þeir hlutu í Landsrétti. „Það eru nokkrir sem hafa óskað eftir fresti og við höfum veitt fresti eins og við gerum almennt í svona tilvikum,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Enginn sem þegar situr inni hefur þó óskað eftir að gera hlé á afplánun en á annan tug fanga sem nú afplána hlutu dóm í Landsrétti þar sem einhver dómaranna fjögra dæmdi í málinu. „Ég held að það sé mikilvægast að við vöndum til verka, allir haldi ró sinni og við vinnum bara einfaldlega í samræmi við íslensk lög,“ segir Páll.
Dómstólar Fangelsismál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49