Viðskipti erlent

Vandræði hjá Facebook á heimsvísu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vandinn nær til Facebook, Messenger og Instagram.
Vandinn nær til Facebook, Messenger og Instagram. AP/Martin Meissner
Notendur samfélagsmiðla Facebook um allan heim hafa lent í vandræðum með miðlana á síðustu klukkustundum. Facebook sagði frá þessu á Twitter fyrir skömmu og segir í yfirlýsingunni að verið sé að leita lausna á vandanum, sem nær til Facebook, Messenger og Instagram.

BBC segir ekki liggja fyrir hver vandinn er en miðað við kort Downdetector er hann hnattlægur.



Notendur Facebook geta ekki sett inn færslur og notendur Instagram geta ekki sett inn færslur né skoðað nýjar færslur annarra. Þá mun Messenger ekki virka í símum margra.

Fyrirtækið hefur gefið út að vandinn tengist ekki tölvuárás.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×