Staða dómsmálaráðherra gæti skýrst í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2019 12:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fagnaði eins árs afmæli sínu í nóvember síðastliðnum með kökuboði í Ráðherrabústaðnum. vísir/vilhelm Staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan ríkisstjórnarinnar skýrist væntanlega eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarfund í dag. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherrann bera ábyrgð á stöðunni sem Alþingi og Hæstiréttur hafi síðan blandast inn í og staðan geti varla verið verri. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í gær og staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra munu að öllum líkindum eiga stjórnmálasviðið í dag. Fréttastofu er kunnugt um að oddvitar stjórnarflokkanna ræddu þessi mál sín á milli í morgun eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom heim af fundi í New York snemma í morgun. Reglulegir þingflokksfundir verða haldnir klukkan eitt í dag. Stjórnarflokkarnir þurfa að komast að niðurstöðu um hvernig ríkisstjórnin bregst við dómi Mannréttindadómstólsins. Þá vaknar spurning um hvort Vinstri græn og jafnvel Framsóknarflokkurinn telji réttast að Sigríður víki úr embætti og hvort flokkarnir eru þá tilbúnir til að leggja stjórnarsamstarfið að veði ef Sjálfstæðismenn telja Sigríði áfram sætt í embætti. Til að byrja með er þó líklegt að öðrum ráðherra en Sigríði verði falið að fara með viðbrögð við dómi Mannréttindadómstólsins. Reglulegur ríkisstjórnarfundur átti að fara fram í gær en honum var frestað til klukkan fjögur í dag þar sem forsætisráðherra og fleiri voru fjarverandi. Fastlega má reikna með að þessi mál verði fyrirferðarmikil á fundinum, hvort sem ríkisstjórnin kemst að einhverri niðurstöðu eða ekki. Þingflokkur Pírata sendi ósk til annarra þingflokka í gær um meðflutning á vantrausttillögu á Sigríði Andersen. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru sammála um að Sigríður ætti að segja af sér og alveg örugglega ekki sjá um viðbrögð stjórnvalda við dóminum. Í samtali við fréttastofu í gær undirstrikaði Helga Vala að það hafi ekki verið ákvörðun einhverra undirmanna dómsmálaráðherra að leggja fram breyttan lista með 15 dómurum fyrir Alþingi í júní 2017. „Þetta er dómsmálaráðherra sjálfur sem tekur þá ákvörðun að fara algerlega á svig við þessi lög. Það er Alþingi sem er líka undir og ákvörðun sem þar er tekin í samráði við skrifstofustjóra og lagaskrifstofu Alþingis. Það er Hæstiréttur sem tekur ákvörðun um að dómari sem ekki var löglega skipaður skuli samt ekki víkja úr dómi. Þannig að þetta verður eiginlega ekki verra,“ sagði Helga Vala Helgadóttir. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan ríkisstjórnarinnar skýrist væntanlega eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarfund í dag. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherrann bera ábyrgð á stöðunni sem Alþingi og Hæstiréttur hafi síðan blandast inn í og staðan geti varla verið verri. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í gær og staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra munu að öllum líkindum eiga stjórnmálasviðið í dag. Fréttastofu er kunnugt um að oddvitar stjórnarflokkanna ræddu þessi mál sín á milli í morgun eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom heim af fundi í New York snemma í morgun. Reglulegir þingflokksfundir verða haldnir klukkan eitt í dag. Stjórnarflokkarnir þurfa að komast að niðurstöðu um hvernig ríkisstjórnin bregst við dómi Mannréttindadómstólsins. Þá vaknar spurning um hvort Vinstri græn og jafnvel Framsóknarflokkurinn telji réttast að Sigríður víki úr embætti og hvort flokkarnir eru þá tilbúnir til að leggja stjórnarsamstarfið að veði ef Sjálfstæðismenn telja Sigríði áfram sætt í embætti. Til að byrja með er þó líklegt að öðrum ráðherra en Sigríði verði falið að fara með viðbrögð við dómi Mannréttindadómstólsins. Reglulegur ríkisstjórnarfundur átti að fara fram í gær en honum var frestað til klukkan fjögur í dag þar sem forsætisráðherra og fleiri voru fjarverandi. Fastlega má reikna með að þessi mál verði fyrirferðarmikil á fundinum, hvort sem ríkisstjórnin kemst að einhverri niðurstöðu eða ekki. Þingflokkur Pírata sendi ósk til annarra þingflokka í gær um meðflutning á vantrausttillögu á Sigríði Andersen. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru sammála um að Sigríður ætti að segja af sér og alveg örugglega ekki sjá um viðbrögð stjórnvalda við dóminum. Í samtali við fréttastofu í gær undirstrikaði Helga Vala að það hafi ekki verið ákvörðun einhverra undirmanna dómsmálaráðherra að leggja fram breyttan lista með 15 dómurum fyrir Alþingi í júní 2017. „Þetta er dómsmálaráðherra sjálfur sem tekur þá ákvörðun að fara algerlega á svig við þessi lög. Það er Alþingi sem er líka undir og ákvörðun sem þar er tekin í samráði við skrifstofustjóra og lagaskrifstofu Alþingis. Það er Hæstiréttur sem tekur ákvörðun um að dómari sem ekki var löglega skipaður skuli samt ekki víkja úr dómi. Þannig að þetta verður eiginlega ekki verra,“ sagði Helga Vala Helgadóttir.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30
Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18