Staða dómsmálaráðherra gæti skýrst í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2019 12:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fagnaði eins árs afmæli sínu í nóvember síðastliðnum með kökuboði í Ráðherrabústaðnum. vísir/vilhelm Staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan ríkisstjórnarinnar skýrist væntanlega eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarfund í dag. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherrann bera ábyrgð á stöðunni sem Alþingi og Hæstiréttur hafi síðan blandast inn í og staðan geti varla verið verri. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í gær og staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra munu að öllum líkindum eiga stjórnmálasviðið í dag. Fréttastofu er kunnugt um að oddvitar stjórnarflokkanna ræddu þessi mál sín á milli í morgun eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom heim af fundi í New York snemma í morgun. Reglulegir þingflokksfundir verða haldnir klukkan eitt í dag. Stjórnarflokkarnir þurfa að komast að niðurstöðu um hvernig ríkisstjórnin bregst við dómi Mannréttindadómstólsins. Þá vaknar spurning um hvort Vinstri græn og jafnvel Framsóknarflokkurinn telji réttast að Sigríður víki úr embætti og hvort flokkarnir eru þá tilbúnir til að leggja stjórnarsamstarfið að veði ef Sjálfstæðismenn telja Sigríði áfram sætt í embætti. Til að byrja með er þó líklegt að öðrum ráðherra en Sigríði verði falið að fara með viðbrögð við dómi Mannréttindadómstólsins. Reglulegur ríkisstjórnarfundur átti að fara fram í gær en honum var frestað til klukkan fjögur í dag þar sem forsætisráðherra og fleiri voru fjarverandi. Fastlega má reikna með að þessi mál verði fyrirferðarmikil á fundinum, hvort sem ríkisstjórnin kemst að einhverri niðurstöðu eða ekki. Þingflokkur Pírata sendi ósk til annarra þingflokka í gær um meðflutning á vantrausttillögu á Sigríði Andersen. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru sammála um að Sigríður ætti að segja af sér og alveg örugglega ekki sjá um viðbrögð stjórnvalda við dóminum. Í samtali við fréttastofu í gær undirstrikaði Helga Vala að það hafi ekki verið ákvörðun einhverra undirmanna dómsmálaráðherra að leggja fram breyttan lista með 15 dómurum fyrir Alþingi í júní 2017. „Þetta er dómsmálaráðherra sjálfur sem tekur þá ákvörðun að fara algerlega á svig við þessi lög. Það er Alþingi sem er líka undir og ákvörðun sem þar er tekin í samráði við skrifstofustjóra og lagaskrifstofu Alþingis. Það er Hæstiréttur sem tekur ákvörðun um að dómari sem ekki var löglega skipaður skuli samt ekki víkja úr dómi. Þannig að þetta verður eiginlega ekki verra,“ sagði Helga Vala Helgadóttir. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira
Staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan ríkisstjórnarinnar skýrist væntanlega eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarfund í dag. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherrann bera ábyrgð á stöðunni sem Alþingi og Hæstiréttur hafi síðan blandast inn í og staðan geti varla verið verri. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í gær og staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra munu að öllum líkindum eiga stjórnmálasviðið í dag. Fréttastofu er kunnugt um að oddvitar stjórnarflokkanna ræddu þessi mál sín á milli í morgun eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom heim af fundi í New York snemma í morgun. Reglulegir þingflokksfundir verða haldnir klukkan eitt í dag. Stjórnarflokkarnir þurfa að komast að niðurstöðu um hvernig ríkisstjórnin bregst við dómi Mannréttindadómstólsins. Þá vaknar spurning um hvort Vinstri græn og jafnvel Framsóknarflokkurinn telji réttast að Sigríður víki úr embætti og hvort flokkarnir eru þá tilbúnir til að leggja stjórnarsamstarfið að veði ef Sjálfstæðismenn telja Sigríði áfram sætt í embætti. Til að byrja með er þó líklegt að öðrum ráðherra en Sigríði verði falið að fara með viðbrögð við dómi Mannréttindadómstólsins. Reglulegur ríkisstjórnarfundur átti að fara fram í gær en honum var frestað til klukkan fjögur í dag þar sem forsætisráðherra og fleiri voru fjarverandi. Fastlega má reikna með að þessi mál verði fyrirferðarmikil á fundinum, hvort sem ríkisstjórnin kemst að einhverri niðurstöðu eða ekki. Þingflokkur Pírata sendi ósk til annarra þingflokka í gær um meðflutning á vantrausttillögu á Sigríði Andersen. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru sammála um að Sigríður ætti að segja af sér og alveg örugglega ekki sjá um viðbrögð stjórnvalda við dóminum. Í samtali við fréttastofu í gær undirstrikaði Helga Vala að það hafi ekki verið ákvörðun einhverra undirmanna dómsmálaráðherra að leggja fram breyttan lista með 15 dómurum fyrir Alþingi í júní 2017. „Þetta er dómsmálaráðherra sjálfur sem tekur þá ákvörðun að fara algerlega á svig við þessi lög. Það er Alþingi sem er líka undir og ákvörðun sem þar er tekin í samráði við skrifstofustjóra og lagaskrifstofu Alþingis. Það er Hæstiréttur sem tekur ákvörðun um að dómari sem ekki var löglega skipaður skuli samt ekki víkja úr dómi. Þannig að þetta verður eiginlega ekki verra,“ sagði Helga Vala Helgadóttir.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30
Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18