Ellefu samskonar mál á borði Mannréttindadómstólsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2019 11:28 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir dóm Mannréttindadómstólsins tala sínu máli. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur skotið ellefu málum til Mannréttindadómstóls Evrópu til viðbótar við málið sem dæmt var í í gær. Þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Landsréttur hefði verið ólöglega skipaður í málinu þegar maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Vilhjálmur krafðist þess við meðferð málsins að Arnfríður Einarsdóttir, einn dómaranna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra þvert á mat hæfisnefndar, viki sæti. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu svo Vilhjálmur áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn í Landsrétti. Vilhjálmur fór í framhaldinu með málið til Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í gær innan við ári síðar. Vilhjálmur lagði fram bókun í öllum málum sem hann flutti í Landsrétti, þar sem einn dómaranna fjögurra, var í dómarasætinu. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar.fréttablaðið/eyþór Krafðist hann sýknu í málunum á grundvelli þess að dómurinn væri ólöglega skipaður og lýsti því yfir að hann áskildi sér rétt til að gera skaðabótakröfu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Landsréttur hafnaði öllum kröfum Vilhjálms og vísaði til fyrrnefnds dóms Hæstaréttar. Af málunum ellefu sem nú eru á borði Mannréttindadómstólsins eru tíu sakamál og eitt einkamál. Málin eru komin með málsnúmer og má ætla að dómurinn í gær verði fordæmisgefandi í þeim öllum, enda samskonar mál. Koma verður í ljós hvernig íslenska ríkið bregst við þegar Mannréttindadómstóllinn sendir ríkinu málin til umsagnar. Sigríður Á. Andersen hefur líst því yfir að til skoðunar sé að áfrýja dómnum til Yfirdóms Mannréttindadómstólsins. Aðeins brot af málum sem áfrýjað er þangað eru tekin fyrir og getur tekið sinn tíma að fá niðurstöðu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur enn sem komið er ekki tjá sig um dóminn í gær. Hún vildi ekki tjá sig við fréttamann Stöðvar 2 á Keflavíkurflugvelli í morgun við komuna til landsins.Katrín var á sínum tíma harðorð á sínum tíma við skipun dómara í Landsrétt. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ekki tjáð sig um málið. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur skotið ellefu málum til Mannréttindadómstóls Evrópu til viðbótar við málið sem dæmt var í í gær. Þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Landsréttur hefði verið ólöglega skipaður í málinu þegar maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Vilhjálmur krafðist þess við meðferð málsins að Arnfríður Einarsdóttir, einn dómaranna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra þvert á mat hæfisnefndar, viki sæti. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu svo Vilhjálmur áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn í Landsrétti. Vilhjálmur fór í framhaldinu með málið til Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í gær innan við ári síðar. Vilhjálmur lagði fram bókun í öllum málum sem hann flutti í Landsrétti, þar sem einn dómaranna fjögurra, var í dómarasætinu. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar.fréttablaðið/eyþór Krafðist hann sýknu í málunum á grundvelli þess að dómurinn væri ólöglega skipaður og lýsti því yfir að hann áskildi sér rétt til að gera skaðabótakröfu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Landsréttur hafnaði öllum kröfum Vilhjálms og vísaði til fyrrnefnds dóms Hæstaréttar. Af málunum ellefu sem nú eru á borði Mannréttindadómstólsins eru tíu sakamál og eitt einkamál. Málin eru komin með málsnúmer og má ætla að dómurinn í gær verði fordæmisgefandi í þeim öllum, enda samskonar mál. Koma verður í ljós hvernig íslenska ríkið bregst við þegar Mannréttindadómstóllinn sendir ríkinu málin til umsagnar. Sigríður Á. Andersen hefur líst því yfir að til skoðunar sé að áfrýja dómnum til Yfirdóms Mannréttindadómstólsins. Aðeins brot af málum sem áfrýjað er þangað eru tekin fyrir og getur tekið sinn tíma að fá niðurstöðu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur enn sem komið er ekki tjá sig um dóminn í gær. Hún vildi ekki tjá sig við fréttamann Stöðvar 2 á Keflavíkurflugvelli í morgun við komuna til landsins.Katrín var á sínum tíma harðorð á sínum tíma við skipun dómara í Landsrétt. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ekki tjáð sig um málið.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33
Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18