Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2019 11:30 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar. fréttablaðið/eyþór Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. Hann segir málið hafa þróast illa og stóra vandamálið séu þeir tugir og hundruð mála sem séu kannski í uppnámi vegna dómsins. Jóhannes Karl ræddi dóm MDE í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun ásamt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata. Á sínum tíma skilaði Jóhannes inn umsögn til Alþingis vegna tillögu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt. Sagði hann í umsögn sinni að í uppsiglingu væri hneyksli sem ætti eftir að valda langvarandi vandamálum í réttarkerfinu. Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður.vísir/anton brink „Það sem þessi dómur sagði í gær frá Mannréttindadómstól Evrópu var að íslensk stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða þar sem fólk hefði fengið úrlausn hjá dómi sem væri svona skipaður, það er uppfyllti ekki 6. grein Mannréttindasáttmálans um að vera lögskipaður dómur, skipaður með réttum hætti. Þeir benda sérstaklega á endurupptökuheimildir sem eru fyrir hendi vegna opinberra mála og þær eru auðvitað líka fyrir hendi vegna einkamála,“ sagði Jóhannes á Rás 2 í morgun. Hann benti á óvissuna sem væri fyrir hendi fyrir þá einstaklinga sem hefðu jafnvel fengið dóma og sætu í fangelsi og svo fyrir öll þau mál sem bíða úrlausnar. „Hvernig á að greiða úr þessu? Á að taka áhættuna af því að þetta blessist einhvern veginn eða þetta verði allt ónýtt eftir að við erum búin að halda áfram í mjög langan tíma? Það er svona viðfangsefni dagsins og er mjög alvarlegt.“ Komið hefur fram að stjórnvöld séu að skoða hvort þau muni skjóta dómi MDE til efri deildar dómstólsins. Jóhannes sagði að það tæki tíma að láta á það reyna. Þá veiti efri deildin leyfi fyrir fimm prósent málskotsbeiðna og málsmeðferðin geti svo tekið allt að eitt og hálft ár. „Spurningin sem ég er að glíma við sjálfur er þá hvað á þá að gera á meðan? Á að sjá til og dæma málin eða á að stífla réttarkerfið á meðan? Allir þurfa að taka alvarlega þá stöðu og það er ekki hægt að humma það fram af sér,“ sagði Jóhannes.Viðtalið við hann og Þórhildi Sunnu má heyra í heild sinni hér. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. Hann segir málið hafa þróast illa og stóra vandamálið séu þeir tugir og hundruð mála sem séu kannski í uppnámi vegna dómsins. Jóhannes Karl ræddi dóm MDE í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun ásamt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata. Á sínum tíma skilaði Jóhannes inn umsögn til Alþingis vegna tillögu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt. Sagði hann í umsögn sinni að í uppsiglingu væri hneyksli sem ætti eftir að valda langvarandi vandamálum í réttarkerfinu. Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður.vísir/anton brink „Það sem þessi dómur sagði í gær frá Mannréttindadómstól Evrópu var að íslensk stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða þar sem fólk hefði fengið úrlausn hjá dómi sem væri svona skipaður, það er uppfyllti ekki 6. grein Mannréttindasáttmálans um að vera lögskipaður dómur, skipaður með réttum hætti. Þeir benda sérstaklega á endurupptökuheimildir sem eru fyrir hendi vegna opinberra mála og þær eru auðvitað líka fyrir hendi vegna einkamála,“ sagði Jóhannes á Rás 2 í morgun. Hann benti á óvissuna sem væri fyrir hendi fyrir þá einstaklinga sem hefðu jafnvel fengið dóma og sætu í fangelsi og svo fyrir öll þau mál sem bíða úrlausnar. „Hvernig á að greiða úr þessu? Á að taka áhættuna af því að þetta blessist einhvern veginn eða þetta verði allt ónýtt eftir að við erum búin að halda áfram í mjög langan tíma? Það er svona viðfangsefni dagsins og er mjög alvarlegt.“ Komið hefur fram að stjórnvöld séu að skoða hvort þau muni skjóta dómi MDE til efri deildar dómstólsins. Jóhannes sagði að það tæki tíma að láta á það reyna. Þá veiti efri deildin leyfi fyrir fimm prósent málskotsbeiðna og málsmeðferðin geti svo tekið allt að eitt og hálft ár. „Spurningin sem ég er að glíma við sjálfur er þá hvað á þá að gera á meðan? Á að sjá til og dæma málin eða á að stífla réttarkerfið á meðan? Allir þurfa að taka alvarlega þá stöðu og það er ekki hægt að humma það fram af sér,“ sagði Jóhannes.Viðtalið við hann og Þórhildi Sunnu má heyra í heild sinni hér.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18