Ronaldo hlýtur að vera hataður af stuðningsmönnum Atlético Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 10:00 Cristiano Ronaldo fagnar í gær. Getty/ Etsuo Hara Atlético Madrid datt í gær út úr Meistaradeildinni eftir 3-0 tap á útivelli á móti ítalska félaginu Juventus. Þetta í fimmta sinn á sex árum sem liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo gerði meira en að spila leikinn í gær því hann skoraði öll þrjú mörk Juventus og sá því til þess að liðið vann upp 2-0 forystu Atlético frá því í fyrri leiknum. Það var ótrúlegt að fylgjast með kappanum í leiknum en hann skoraði fyrst tvö öflug skallamörk og tryggði síðan sigurinn með því að skora af öryggi úr vítaspyrnu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á af hverju stuðningsmenn Atlético Madrid hljóta að hata Cristiano Ronaldo.Últimas 5 eliminaciones del Atlético de Madrid en Fase KO de Champions League: > 2013-14: final contra Cristiano > 2014-15: cuartos de final contra Cristiano > 2015-16: final contra Cristiano > 2016-17: semifinales contra Cristiano > 2018-19: octavos contra Cristiano — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 12, 2019Spænsku blaðamennirnir fengu ekki mikið frá Cristiano Ronaldo í blaðamannaherberginu eftir fyrri leikinn á Wanda Metropolitano en Ronaldo lá þá smá við höggi eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrstu sex Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus. Juventus skoraði líka ekki í Madrid og var því 2-0 undir í einvíginu. Blaðamennirnir gátu hins vegar búist við því að fimmfaldur meistari myndi mæta til leiks af fullum krafti þegar allt var undir í seinni leiknum. Það varð líka raunin. Hann hefur nú skorað fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en í riðlakeppninni. Eina skiptið á síðustu sex tímabilum þar sem Atlético datt ekki út á móti liði með Cristiano Ronaldo innanborðs var í fyrra þegar Atlético sat eftir í riðlakeppninni en Roma og Chelsea fóru áfram upp úr riðlinum. Öll hin árin hafa örlög Atlético hins vegar ráðist um leið og félagið drógst á móti liði Cristiano Ronaldo. Hann fór ekki aðeins illa með liðið í Meistaradeildinni heldur raðaði hann einnig inn mörkum gegn þeim í spænsku deildinni. Þetta var líka í annað skiptið á þremur árum sem þrenna Cristiano Ronaldo ræður úrslitum í einvíginu. Fyrir tveimur árum skoraði hann hana reyndar í fyrri leiknum.Skipti sem Cristiano Ronaldo hefur endað Meistaradeildarævintýri Atlético:Í úrslitaleiknum 2014 Real Madrid vann 4-1 sigur og skoraði Ronaldo eitt markannaÍ átta liða úrslitunum 2015 Real Madrid vann 1-0 samanlagt en Javier Hernández skoraði eina markið eftir stoðsendingu frá Ronaldo.Í úrslitaleiknum 2016 Real Madrid vann 5-3 í vítakeppni og skoraði Ronaldo úr síðustu spyrnunniÍ undanúrslitum 2017 Real Madrid vann 4-2 samanlagt en Ronaldo skoraði þrennu í 3-0 sigri í fyrri leiknum í Madrid.Í sextán liða úrslitum 2019 Juventus vann 3-2 samanlagt og skoraði Ronaldo þrennu í 3-0 sigri í seinni leiknum í Torínó. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Atlético Madrid datt í gær út úr Meistaradeildinni eftir 3-0 tap á útivelli á móti ítalska félaginu Juventus. Þetta í fimmta sinn á sex árum sem liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo gerði meira en að spila leikinn í gær því hann skoraði öll þrjú mörk Juventus og sá því til þess að liðið vann upp 2-0 forystu Atlético frá því í fyrri leiknum. Það var ótrúlegt að fylgjast með kappanum í leiknum en hann skoraði fyrst tvö öflug skallamörk og tryggði síðan sigurinn með því að skora af öryggi úr vítaspyrnu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á af hverju stuðningsmenn Atlético Madrid hljóta að hata Cristiano Ronaldo.Últimas 5 eliminaciones del Atlético de Madrid en Fase KO de Champions League: > 2013-14: final contra Cristiano > 2014-15: cuartos de final contra Cristiano > 2015-16: final contra Cristiano > 2016-17: semifinales contra Cristiano > 2018-19: octavos contra Cristiano — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 12, 2019Spænsku blaðamennirnir fengu ekki mikið frá Cristiano Ronaldo í blaðamannaherberginu eftir fyrri leikinn á Wanda Metropolitano en Ronaldo lá þá smá við höggi eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrstu sex Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus. Juventus skoraði líka ekki í Madrid og var því 2-0 undir í einvíginu. Blaðamennirnir gátu hins vegar búist við því að fimmfaldur meistari myndi mæta til leiks af fullum krafti þegar allt var undir í seinni leiknum. Það varð líka raunin. Hann hefur nú skorað fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en í riðlakeppninni. Eina skiptið á síðustu sex tímabilum þar sem Atlético datt ekki út á móti liði með Cristiano Ronaldo innanborðs var í fyrra þegar Atlético sat eftir í riðlakeppninni en Roma og Chelsea fóru áfram upp úr riðlinum. Öll hin árin hafa örlög Atlético hins vegar ráðist um leið og félagið drógst á móti liði Cristiano Ronaldo. Hann fór ekki aðeins illa með liðið í Meistaradeildinni heldur raðaði hann einnig inn mörkum gegn þeim í spænsku deildinni. Þetta var líka í annað skiptið á þremur árum sem þrenna Cristiano Ronaldo ræður úrslitum í einvíginu. Fyrir tveimur árum skoraði hann hana reyndar í fyrri leiknum.Skipti sem Cristiano Ronaldo hefur endað Meistaradeildarævintýri Atlético:Í úrslitaleiknum 2014 Real Madrid vann 4-1 sigur og skoraði Ronaldo eitt markannaÍ átta liða úrslitunum 2015 Real Madrid vann 1-0 samanlagt en Javier Hernández skoraði eina markið eftir stoðsendingu frá Ronaldo.Í úrslitaleiknum 2016 Real Madrid vann 5-3 í vítakeppni og skoraði Ronaldo úr síðustu spyrnunniÍ undanúrslitum 2017 Real Madrid vann 4-2 samanlagt en Ronaldo skoraði þrennu í 3-0 sigri í fyrri leiknum í Madrid.Í sextán liða úrslitum 2019 Juventus vann 3-2 samanlagt og skoraði Ronaldo þrennu í 3-0 sigri í seinni leiknum í Torínó.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti