Cristiano Ronaldo: Þess vegna fengu þeir mig hingað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:00 Cristiano Ronaldo fagnar í gær. Getty/Tullio M. Puglia Cristiano Ronaldo átti nú alveg rétt á því að vera svolítið hrokafullur eftir 3-0 sigur Juventus á Atletico Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Ronaldo skoraði öll mörkin og tryggði með því Juventus liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina þrjú síðustu ár með Real Madrid og alls fimm sinnum á ferlinum. Juventus keyptu hann í sumar frá Real Madrid fyrir 99,2 milljónir punda. Real Madrid datt út í sextán liða úrslitunum án hans og Ronaldo á síðan stórleik þegar mest liggur við og Juve var 2-0 undir eftir fyrri leikinn."That's why they bought him..." How Cristiano Ronaldo hauled Juventus back from the brink against Atletico Madrid to book their place in the Champions League quarter-finals.https://t.co/Tn3Nkn1X6J#UCL#JUVATLpic.twitter.com/2DknAXgqLo— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2019 Juventus hefur verið að vinna titlana heima fyrir síðustu ár en það hefur vantað upp á í Meistaradeildinni og ráðið var að ná í „Herra Meistaradeild“. Þeir sjá ekki mikið eftir því núna. „Þess vegna fengu þeir hjá Juventus mig hingað. Ég var fengin hingað til að hjálpa þeim að afreka það sem þeim hefur aldrei tekist áður,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn. Hann skoraði reyndar bara eitt mark í sex fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus en þrefaldaði þá tölu í gær. Ronaldo hefur alls skorað 18 mörk í síðustu 14 leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og er búinn að koma með beinum hætti að 76 mörkum í 77 leikjum sínum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar (62 mörk og 14 stoðsendingar). „Þetta var alltaf að fara vera sérstakt kvöld og það varð raunin ekki bara vegna markanna minna heldur fyrir liðið,“ sagði Ronaldo. „Svona hugarfar þarft þú að vera með ætlir þú þér að vinna Meistaradeildina. Við nutum þessa töfrakvölds. Atletico er mjög erfiður mótherji en við erum góðir líka. Nú sjáum við til hvað gerist í framhaldinu,“ sagði Ronaldo. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo átti nú alveg rétt á því að vera svolítið hrokafullur eftir 3-0 sigur Juventus á Atletico Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Ronaldo skoraði öll mörkin og tryggði með því Juventus liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina þrjú síðustu ár með Real Madrid og alls fimm sinnum á ferlinum. Juventus keyptu hann í sumar frá Real Madrid fyrir 99,2 milljónir punda. Real Madrid datt út í sextán liða úrslitunum án hans og Ronaldo á síðan stórleik þegar mest liggur við og Juve var 2-0 undir eftir fyrri leikinn."That's why they bought him..." How Cristiano Ronaldo hauled Juventus back from the brink against Atletico Madrid to book their place in the Champions League quarter-finals.https://t.co/Tn3Nkn1X6J#UCL#JUVATLpic.twitter.com/2DknAXgqLo— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2019 Juventus hefur verið að vinna titlana heima fyrir síðustu ár en það hefur vantað upp á í Meistaradeildinni og ráðið var að ná í „Herra Meistaradeild“. Þeir sjá ekki mikið eftir því núna. „Þess vegna fengu þeir hjá Juventus mig hingað. Ég var fengin hingað til að hjálpa þeim að afreka það sem þeim hefur aldrei tekist áður,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn. Hann skoraði reyndar bara eitt mark í sex fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus en þrefaldaði þá tölu í gær. Ronaldo hefur alls skorað 18 mörk í síðustu 14 leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og er búinn að koma með beinum hætti að 76 mörkum í 77 leikjum sínum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar (62 mörk og 14 stoðsendingar). „Þetta var alltaf að fara vera sérstakt kvöld og það varð raunin ekki bara vegna markanna minna heldur fyrir liðið,“ sagði Ronaldo. „Svona hugarfar þarft þú að vera með ætlir þú þér að vinna Meistaradeildina. Við nutum þessa töfrakvölds. Atletico er mjög erfiður mótherji en við erum góðir líka. Nú sjáum við til hvað gerist í framhaldinu,“ sagði Ronaldo.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Sjá meira