Erlent

Vill rannsókn á Juan Guaidó

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Juan Guaidó.
Juan Guaidó. Nordicphotos/Getty
Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins. Stór hluti ríkisins hefur verið án rafmagns frá því á fimmtudag.

Nicólas Maduro forseti hefur fullyrt að bandarísk tækni hafi verið notuð til þess að skemma innviði. Hann hefur því kennt stjórnarandstöðunni um, enda hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir líti á Guaidó sem réttmætan forseta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×