Níu milljarða DVD-iðjuver Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. mars 2019 07:00 Tæknin hefur hrist upp í rótgrónum atvinnuvegum. AirBnb selur meira gistirými en nokkur annar í heiminum en á ekki eina einustu íbúð og ekki hótel heldur. Fyrirtæki á borð við Uber og Lyft hafa gerbreytt starfsumhverfi leigubílstjóra. Bankar taka stakkaskiptum. Yfirmenn og eigendur banka standa frammi fyrir því að þurfa að laga sig að breyttum veruleika – þeir geta tekið forystu, leitt breytingar, elt þróunina sem þegar er hafin eða hægt og rólega lagt upp laupana. Samkeppnin fer æ harðnandi og sífellt fleiri taka þátt í henni. Tæknirisar á borð við Apple hafa boðað byltingu í bankaþjónustu í allra nánustu framtíð og bankar, sem eingöngu starfa á netinu, hafa þegar verið stofnaðir víða. Meira að segja flóknustu fjármálagerningar, svo sem stórar skuldabréfaútgáfur, geta nú farið meira og minna fram gegnum tölvur. Þar sem áður þurfti tugi sérfræðinga, þarf nú aðeins örfáa. Auðvitað er þetta framtíðin, og hún er þegar gengin í garð hér á landi. Kvika banki kynnti í vikunni sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga með 4 prósenta vöxtum. Um er að ræða talsvert hærri vexti en aðrir bankar hér á landi bjóða. Ástæða þess að bankinn getur boðið þessi kjör er einföld. Þjónustan fer eingöngu fram á netinu og því er yfirbyggingin nánast engin; engin útibú og engir þjónustufulltrúar. Nokkrar mínútur tekur að stofna reikninginn. Á meðan fréttir af nýrri fjármálaþjónustu Kviku berast, heyrast fréttir af framkvæmdum sem hafnar eru við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, banka í ríkiseigu, á einni dýrustu lóð í borginni. Áætlaður kostnaður við höfuðstöðvarnar nemur níu milljörðum króna. Hugmyndir um nýju höfuðstöðvarnar fyrir neðan Arnarhól eru ekki nýjar. Sumarið 2008, skömmu fyrir hrun, var blásið til hugmyndasamkeppni um byggingu þeirra. Skömmu eftir hrun voru úrslitin svo tilkynnt, en þá þótti ljóst að vinningstillagan yrði ekki að veruleika – að minnsta kosti ekki um sinn. Nú, rúmum tíu árum síðar, hefur engum sem hefur með málið að gera dottið í hug að hætta við framkvæmdirnar. Þrátt fyrir að hugmyndin sé ámóta framsýn og að ætla sér að reisa 9 milljarða króna DVD-verksmiðju árið 2019. Nýju höfuðstöðvarnar skulu þannig rísa við hlið Hörpu við Austurhöfn í nafni hagræðingar. Þar ætlar bankinn að reisa 16.500 fermetra byggingu undir sína hefðbundnu starfsemi. Fyrir þetta greiða neytendur, fólkið í landinu, vitaskuld að lokum. Okkar séríslenska króna er nefnilega ekki eina ástæða hás vaxtastigs og mikils bankakostnaðar í landinu. Alkunna er, að bankakerfið á Íslandi er of umsvifamikið. Fyrirséð er að fækkun verði í stétt bankamanna. Tækninýjungarnar bjóða hagræðingunni heim. Þá er bara spurningin: Hvaða fólk eiga nýju höfuðstöðvarnar að hýsa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Tæknin hefur hrist upp í rótgrónum atvinnuvegum. AirBnb selur meira gistirými en nokkur annar í heiminum en á ekki eina einustu íbúð og ekki hótel heldur. Fyrirtæki á borð við Uber og Lyft hafa gerbreytt starfsumhverfi leigubílstjóra. Bankar taka stakkaskiptum. Yfirmenn og eigendur banka standa frammi fyrir því að þurfa að laga sig að breyttum veruleika – þeir geta tekið forystu, leitt breytingar, elt þróunina sem þegar er hafin eða hægt og rólega lagt upp laupana. Samkeppnin fer æ harðnandi og sífellt fleiri taka þátt í henni. Tæknirisar á borð við Apple hafa boðað byltingu í bankaþjónustu í allra nánustu framtíð og bankar, sem eingöngu starfa á netinu, hafa þegar verið stofnaðir víða. Meira að segja flóknustu fjármálagerningar, svo sem stórar skuldabréfaútgáfur, geta nú farið meira og minna fram gegnum tölvur. Þar sem áður þurfti tugi sérfræðinga, þarf nú aðeins örfáa. Auðvitað er þetta framtíðin, og hún er þegar gengin í garð hér á landi. Kvika banki kynnti í vikunni sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga með 4 prósenta vöxtum. Um er að ræða talsvert hærri vexti en aðrir bankar hér á landi bjóða. Ástæða þess að bankinn getur boðið þessi kjör er einföld. Þjónustan fer eingöngu fram á netinu og því er yfirbyggingin nánast engin; engin útibú og engir þjónustufulltrúar. Nokkrar mínútur tekur að stofna reikninginn. Á meðan fréttir af nýrri fjármálaþjónustu Kviku berast, heyrast fréttir af framkvæmdum sem hafnar eru við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, banka í ríkiseigu, á einni dýrustu lóð í borginni. Áætlaður kostnaður við höfuðstöðvarnar nemur níu milljörðum króna. Hugmyndir um nýju höfuðstöðvarnar fyrir neðan Arnarhól eru ekki nýjar. Sumarið 2008, skömmu fyrir hrun, var blásið til hugmyndasamkeppni um byggingu þeirra. Skömmu eftir hrun voru úrslitin svo tilkynnt, en þá þótti ljóst að vinningstillagan yrði ekki að veruleika – að minnsta kosti ekki um sinn. Nú, rúmum tíu árum síðar, hefur engum sem hefur með málið að gera dottið í hug að hætta við framkvæmdirnar. Þrátt fyrir að hugmyndin sé ámóta framsýn og að ætla sér að reisa 9 milljarða króna DVD-verksmiðju árið 2019. Nýju höfuðstöðvarnar skulu þannig rísa við hlið Hörpu við Austurhöfn í nafni hagræðingar. Þar ætlar bankinn að reisa 16.500 fermetra byggingu undir sína hefðbundnu starfsemi. Fyrir þetta greiða neytendur, fólkið í landinu, vitaskuld að lokum. Okkar séríslenska króna er nefnilega ekki eina ástæða hás vaxtastigs og mikils bankakostnaðar í landinu. Alkunna er, að bankakerfið á Íslandi er of umsvifamikið. Fyrirséð er að fækkun verði í stétt bankamanna. Tækninýjungarnar bjóða hagræðingunni heim. Þá er bara spurningin: Hvaða fólk eiga nýju höfuðstöðvarnar að hýsa?
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar