Ísland skapar ekki nógu áhugaverð störf Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. mars 2019 07:00 Það þarf að snúa við þeirri óheillaþróun að ungt menntað fólk flytji af landi brott í miklum mæli. Það á sér stað á sama tíma og erlendir verkamenn hafa flutt unnvörpum til landsins. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, vakti athygli á þróuninni í Fréttablaðinu á fimmtudag. Þetta er spegilmynd af vandanum sem við er að etja. Íslenskt hagkerfi byggir í æ ríkara mæli á náttúruauðlindum í stað hugvits í kjölfar uppgangs í ferðaþjónustu. Stoðir hagkerfisins eru ferðamennska, sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður. Hagkerfið skapar einfaldlega ekki nægilega mikið af áhugaverðum störfum sem byggja á hugviti og státa af mikilli framleiðni. Afleiðingin mun bitna á landsmönnum öllum, hagvöxtur og þar með lífsgæði munu ekki halda í við nágrannaþjóðir á 21. öldinni. Það þarf að skapa frjóan jarðveg fyrir þekkingariðnað til að leggja grunn að áhugaverðum störfum. Öflugt menntakerfi og góð umgjörð um atvinnulífið er lykillinn. Því miður eru skattar með því hæsta sem þekkist sem hlutfall af landsframleiðslu og skólar útskrifa of fáa tæknimenntaða. Það verður ekki fram hjá því litið að miklar sveiflur krónunnar grafa undan uppbyggingu þekkingariðnaðar sem krefst þolinmóðra fjárfesta. Hin Norðurlöndin hafa glímt við álíka vanda og Ísland varðandi verðbólgu og ósætti á vinnumarkaði. Þeim fór hins vegar að farnast vel um leið og leikreglur peningastefnunnar urðu skýrar, segir í skýrslunni Framtíð íslenskrar peningastefnu. Þetta er í mikilvæg lexía í ljósi harðra kjaraviðræðna. Á Norðurlöndunum þekkist ekki að hækka laun umfram svigrúm útflutningsgreina enda er það ekki himnasending heldur böl sem leiðir til verðbólgu og gengisfalls. Með þeim hætti er vegið að rekstrargrundvelli fyrirtækja, sem er kostnaðarsamt fyrir samfélagið því þau þurfa að sleikja sárin í stað þess að sækja fram, og erfitt reynist að skapa þekkingarstörf. Ekkert vinnst en miklu er fórnað. Þeir sem vilja leysa gengisvandann með því að taka upp aðra mynt ættu að rifja upp skrif dr. Róberts Mundell, föður evrunnar, þess efnis að eitt af þremur skilyrðum myntbandalags er að atvinnurekendur geti lækkað laun í niðursveiflum. Annars er kreppa og atvinnuleysi á næsta leiti. Verkalýðshreyfingin þyrfti að taka róttækum breytingum til að samþykkja það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Það þarf að snúa við þeirri óheillaþróun að ungt menntað fólk flytji af landi brott í miklum mæli. Það á sér stað á sama tíma og erlendir verkamenn hafa flutt unnvörpum til landsins. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, vakti athygli á þróuninni í Fréttablaðinu á fimmtudag. Þetta er spegilmynd af vandanum sem við er að etja. Íslenskt hagkerfi byggir í æ ríkara mæli á náttúruauðlindum í stað hugvits í kjölfar uppgangs í ferðaþjónustu. Stoðir hagkerfisins eru ferðamennska, sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður. Hagkerfið skapar einfaldlega ekki nægilega mikið af áhugaverðum störfum sem byggja á hugviti og státa af mikilli framleiðni. Afleiðingin mun bitna á landsmönnum öllum, hagvöxtur og þar með lífsgæði munu ekki halda í við nágrannaþjóðir á 21. öldinni. Það þarf að skapa frjóan jarðveg fyrir þekkingariðnað til að leggja grunn að áhugaverðum störfum. Öflugt menntakerfi og góð umgjörð um atvinnulífið er lykillinn. Því miður eru skattar með því hæsta sem þekkist sem hlutfall af landsframleiðslu og skólar útskrifa of fáa tæknimenntaða. Það verður ekki fram hjá því litið að miklar sveiflur krónunnar grafa undan uppbyggingu þekkingariðnaðar sem krefst þolinmóðra fjárfesta. Hin Norðurlöndin hafa glímt við álíka vanda og Ísland varðandi verðbólgu og ósætti á vinnumarkaði. Þeim fór hins vegar að farnast vel um leið og leikreglur peningastefnunnar urðu skýrar, segir í skýrslunni Framtíð íslenskrar peningastefnu. Þetta er í mikilvæg lexía í ljósi harðra kjaraviðræðna. Á Norðurlöndunum þekkist ekki að hækka laun umfram svigrúm útflutningsgreina enda er það ekki himnasending heldur böl sem leiðir til verðbólgu og gengisfalls. Með þeim hætti er vegið að rekstrargrundvelli fyrirtækja, sem er kostnaðarsamt fyrir samfélagið því þau þurfa að sleikja sárin í stað þess að sækja fram, og erfitt reynist að skapa þekkingarstörf. Ekkert vinnst en miklu er fórnað. Þeir sem vilja leysa gengisvandann með því að taka upp aðra mynt ættu að rifja upp skrif dr. Róberts Mundell, föður evrunnar, þess efnis að eitt af þremur skilyrðum myntbandalags er að atvinnurekendur geti lækkað laun í niðursveiflum. Annars er kreppa og atvinnuleysi á næsta leiti. Verkalýðshreyfingin þyrfti að taka róttækum breytingum til að samþykkja það.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun