Mennirnir voru vel búnir til fjallaferða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2019 11:45 Aðstæður á vettvangi í nótt Landsbjörg Björgunarsveitir á Hvolsvelli, Hellu og Flúðum voru boðaðar út eftir að tilkynning barst um aðþrír menn á tveimur jeppum hefðu farið niður um vök við Hnauspoll að Fjallabaki nyrðra áþriðja tímanum í nótt. Aftakaveður var á miðhálendinu í alla nótt. Veðurstofan hafi gefið út appelsínugula, og síðar gul veðurviðvörun, vegna lægðarinnar sem gekk yfir landið. Mennirnir þrír komust allir út í bílunum en voru blautir og hrakir en tókst að láta vita af sér til Neyðarlínu. Þeir höfðu verið á leið til að bjarga félaga sínum á þriðja bílnum sem hafði fest hann á leið sinni inn í Landmannalaugar. Vegna veðursins og biðarinnar eftir björgun ákváðu mennirnir þrír að ganga í átt að bílnum sem var fastur, 7,5 km til þess að komast í skjól. Þorsteinn Jónsson, björgunarsveitarmaður hjá Dagrenningu á Hvolsvelli var meðal þeirra sem kom að björgun mannanna í morgun. Hann segir svarta byl hafa verið þegar björgunarsveitarmenn lögðu á hálendið í nótt og ferðin sóst seint. Komið var að mönnunum á sjöunda tímanum í morgun. „Þeir báru sig vel. Þeir voru búnir að vera á labbi sem hélt ábyggilega á þeim hita, þannig að þeir báru sig ótrúlega vel,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn segir að mennirnir hafi verið vel búnir til fjallaferða. „Þeir voru vel búnir. Búnir til þess að ferðast á fjöllum en þeir voru blautir því að bíllinn hjá þeim fór á kaf og þeir blotnuðu þegar þeir voru að komast út úr bílnum,“ sagði Þorsteinn. Ferð björgunarsveitarmanna með mennina til byggða hefur líka sóst seint í morgun. „Það er nú svona þæfingur og snjór og við erum ekkert búnir að festa okkur mjög oft. Veðrið er að ganga niður en það koma rokur þannig að stundum sést mjög lítið,“ sagði Þorsteinn sem á ekki von á að komið verði með mennina til byggða fyrr en eftir hádegi. Lægðin sem gekk yfir landið í dag á að vera gengin niður að mestu leiti nú í hádeginu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrú Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að verkefni björgunarsveitanna vegna veðursins hafi heilt yfir verið fá. Staðbundin verkefni eins og hjá björgunarsveitinni Víkverja í Vík voru hins vegar mörg að sögn formanns sveitarinnar. Mesta vindhviða sem mældist í gærkvöldi var hjá veðurathugunarstöðinni Steinum á Suðurlandi. Hún 67,9 m/s og er öflugasta vindhviða sem þar hefur mælst. Önnur, heldur grynnri lægð er síðan í væntanleg og heldur hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40 Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Björgunarsveitir á Hvolsvelli, Hellu og Flúðum voru boðaðar út eftir að tilkynning barst um aðþrír menn á tveimur jeppum hefðu farið niður um vök við Hnauspoll að Fjallabaki nyrðra áþriðja tímanum í nótt. Aftakaveður var á miðhálendinu í alla nótt. Veðurstofan hafi gefið út appelsínugula, og síðar gul veðurviðvörun, vegna lægðarinnar sem gekk yfir landið. Mennirnir þrír komust allir út í bílunum en voru blautir og hrakir en tókst að láta vita af sér til Neyðarlínu. Þeir höfðu verið á leið til að bjarga félaga sínum á þriðja bílnum sem hafði fest hann á leið sinni inn í Landmannalaugar. Vegna veðursins og biðarinnar eftir björgun ákváðu mennirnir þrír að ganga í átt að bílnum sem var fastur, 7,5 km til þess að komast í skjól. Þorsteinn Jónsson, björgunarsveitarmaður hjá Dagrenningu á Hvolsvelli var meðal þeirra sem kom að björgun mannanna í morgun. Hann segir svarta byl hafa verið þegar björgunarsveitarmenn lögðu á hálendið í nótt og ferðin sóst seint. Komið var að mönnunum á sjöunda tímanum í morgun. „Þeir báru sig vel. Þeir voru búnir að vera á labbi sem hélt ábyggilega á þeim hita, þannig að þeir báru sig ótrúlega vel,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn segir að mennirnir hafi verið vel búnir til fjallaferða. „Þeir voru vel búnir. Búnir til þess að ferðast á fjöllum en þeir voru blautir því að bíllinn hjá þeim fór á kaf og þeir blotnuðu þegar þeir voru að komast út úr bílnum,“ sagði Þorsteinn. Ferð björgunarsveitarmanna með mennina til byggða hefur líka sóst seint í morgun. „Það er nú svona þæfingur og snjór og við erum ekkert búnir að festa okkur mjög oft. Veðrið er að ganga niður en það koma rokur þannig að stundum sést mjög lítið,“ sagði Þorsteinn sem á ekki von á að komið verði með mennina til byggða fyrr en eftir hádegi. Lægðin sem gekk yfir landið í dag á að vera gengin niður að mestu leiti nú í hádeginu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrú Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að verkefni björgunarsveitanna vegna veðursins hafi heilt yfir verið fá. Staðbundin verkefni eins og hjá björgunarsveitinni Víkverja í Vík voru hins vegar mörg að sögn formanns sveitarinnar. Mesta vindhviða sem mældist í gærkvöldi var hjá veðurathugunarstöðinni Steinum á Suðurlandi. Hún 67,9 m/s og er öflugasta vindhviða sem þar hefur mælst. Önnur, heldur grynnri lægð er síðan í væntanleg og heldur hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40 Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40
Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12