Lýðheilsuógn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. mars 2019 07:00 Með alvarlegustu ógnum sem steðja að heilsu manna eru rangar og falskar upplýsingar; moðreykur hvers kyns sem er til þess fallinn, meðvitað eða ómeðvitað, að grafa undan tiltrú almennings á læknavísindunum og heilbrigðisyfirvöldum. Rangar upplýsingar hafa fylgt bólusetningum frá upphafi, og byggjast oftar en ekki á misskilningi eða fáfræði. Aftur á móti eru falskar upplýsingar þær sem ætlað er að sá fræjum efasemda í hugum fólks; sjálf lýðheilsan er gerð að fleyg til að reka milli mismunandi hópa til að auka á sundrung og grafa undan samheldni um þann sáttmála sem almenningur og yfirvöld hafa gert til að halda lífshættulegum og óþörfum sjúkdómum í skefjum. Sáttmáli þessi byggist á trausti. Almenningur treystir á skilvirkt og ódýrt bóluefni sem aðgengilegt er öllum, meðan yfirvöld treysta almenningi til að nýta sér bóluefnið. Þegar rangar og falskar upplýsingar um bólusetningar fá að grassera er þessu trausti ógnað. Mislingafaraldurinn sem nú geisar víða um heim – faraldur sem kostaði 110 þúsund manns lífið árið 2017 – virðist að stórum hluta eiga uppruna sinn að rekja til áróðurs gegn bólusetningum. Þetta er áróður sem fengið hefur að dafna óáreittur á samfélagsmiðlum, þeim vettvangi sem eitt sinn var ætlað að færa okkur nær hvert öðru en er nú lítið annað en samfelldur og ærandi kliður upplýsinga sem birtar eru án ritstjórnar og ábyrgðar. Blessunarlega eru fáar vísbendingar um að þessi áróður hafi haft áhrif á afstöðu þeirra sem hér búa. Raunar er það svo að nánast allir sem spurðir voru um bólusetningarskyldu í könnun, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, telja að bólusetningar verði leiddar í lög. Þó að þátttaka í bólusetningum mætti sannarlega vera betri, þá er fátt sem gefur til kynna að samfélagssáttamála okkar um hjarðónæmi sé ógnað að einhverju ráði. En þar með er ekki sagt að slíkt geti ekki gerst. Jonathan Swift sagði eitt sinn að lygin fljúgi hratt, og að sannleikurinn komi jafnan haltrandi á eftir henni, og það er mikið til í þessum orðum. Ákveðinn hópur samfélagsins mun ávallt afneita traustum og óyggjandi vísbendingum og þess í stað leita staðfestingar á fyrirfram mótuðum hugmyndum. Því ætti það að vera algjört forgangsatriði að stórefla fræðslu um bólusetningar og allt sem þeim tengist til að fyrirbyggja það að skaðlegur áróður eins og sá sem nú veldur hörmungum víða um heim fái að skjóta lífseigum rótum hér á landi. Þetta útheimtir mikla frumkvæðisvinnu af hálfu heilbrigðisyfirvalda og þeirra sem getu og þekkingu hafa til að miðla réttum og nauðsynlegum upplýsingum til almennings. En ávinningurinn verður alltaf sá að renna styrkari stoðum undir jákvætt viðhorf til bólusetninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Með alvarlegustu ógnum sem steðja að heilsu manna eru rangar og falskar upplýsingar; moðreykur hvers kyns sem er til þess fallinn, meðvitað eða ómeðvitað, að grafa undan tiltrú almennings á læknavísindunum og heilbrigðisyfirvöldum. Rangar upplýsingar hafa fylgt bólusetningum frá upphafi, og byggjast oftar en ekki á misskilningi eða fáfræði. Aftur á móti eru falskar upplýsingar þær sem ætlað er að sá fræjum efasemda í hugum fólks; sjálf lýðheilsan er gerð að fleyg til að reka milli mismunandi hópa til að auka á sundrung og grafa undan samheldni um þann sáttmála sem almenningur og yfirvöld hafa gert til að halda lífshættulegum og óþörfum sjúkdómum í skefjum. Sáttmáli þessi byggist á trausti. Almenningur treystir á skilvirkt og ódýrt bóluefni sem aðgengilegt er öllum, meðan yfirvöld treysta almenningi til að nýta sér bóluefnið. Þegar rangar og falskar upplýsingar um bólusetningar fá að grassera er þessu trausti ógnað. Mislingafaraldurinn sem nú geisar víða um heim – faraldur sem kostaði 110 þúsund manns lífið árið 2017 – virðist að stórum hluta eiga uppruna sinn að rekja til áróðurs gegn bólusetningum. Þetta er áróður sem fengið hefur að dafna óáreittur á samfélagsmiðlum, þeim vettvangi sem eitt sinn var ætlað að færa okkur nær hvert öðru en er nú lítið annað en samfelldur og ærandi kliður upplýsinga sem birtar eru án ritstjórnar og ábyrgðar. Blessunarlega eru fáar vísbendingar um að þessi áróður hafi haft áhrif á afstöðu þeirra sem hér búa. Raunar er það svo að nánast allir sem spurðir voru um bólusetningarskyldu í könnun, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, telja að bólusetningar verði leiddar í lög. Þó að þátttaka í bólusetningum mætti sannarlega vera betri, þá er fátt sem gefur til kynna að samfélagssáttamála okkar um hjarðónæmi sé ógnað að einhverju ráði. En þar með er ekki sagt að slíkt geti ekki gerst. Jonathan Swift sagði eitt sinn að lygin fljúgi hratt, og að sannleikurinn komi jafnan haltrandi á eftir henni, og það er mikið til í þessum orðum. Ákveðinn hópur samfélagsins mun ávallt afneita traustum og óyggjandi vísbendingum og þess í stað leita staðfestingar á fyrirfram mótuðum hugmyndum. Því ætti það að vera algjört forgangsatriði að stórefla fræðslu um bólusetningar og allt sem þeim tengist til að fyrirbyggja það að skaðlegur áróður eins og sá sem nú veldur hörmungum víða um heim fái að skjóta lífseigum rótum hér á landi. Þetta útheimtir mikla frumkvæðisvinnu af hálfu heilbrigðisyfirvalda og þeirra sem getu og þekkingu hafa til að miðla réttum og nauðsynlegum upplýsingum til almennings. En ávinningurinn verður alltaf sá að renna styrkari stoðum undir jákvætt viðhorf til bólusetninga.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar