Tjón af brennu tánings í Sandgerði metið tuttugu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2019 09:00 Eldsins varð vart um sexleytið sunnudaginn 8. maí. Skúrinn, sem var úr timbri, var alelda þegar slökkviliðið mætti á vettvang. Slökkvistarf tók um klukkustund. Brunavarnir Suðurnesja Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn fjórum körlum á þrítugsaldri fyrir brennu, þjófnað og eignaspjöll í Sandgerði sunnudaginn 8. maí árið 2016. Tveir karlanna eru bræður en þeir voru á aldrinum 17 til 20 ára þegar atburðurinn átti sér stað. Bræðurnir eru ákærðir fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa brotist saman inn í gróðrarstöð í Sandgerði. Segir í ákæru að þeir hafi brotið gler í hurð og á suðurhlið hússins, stolið þaðan kókómjólk og kexi. Þá eru þeir sömuleiðis ákærðir fyrir þjófnað með því að hafa saman brotist inn í áhaldahús Sandgerðisbæjar og stolið þaðan slökkvitæki. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt öðrum karlmanni fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa saman brotist inn í fiskvinnsluna Nesfisk í Garðinum með því að brjóta glugga á húsinu, valdið skemmdum innandyra á tveimur kaffibrúsum, síma, stól, kaffivél, tveimur kæliskápum, tveimur örbylgjuofnum, stjórnborði loftpressu, hurð, stimpilklukku, borði, eldhúsinnréttingu, hitablásara, þvottavél, skáp, hillu og búsáhöldum. Er áætlað tjón af eignarspjöllunum 1,5 milljón króna. Þá er þeim gefið að sök að hafa stolið þaðan exi og mótorhjólahjálmi. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt ungu mönnunum, utan yngri bróður síns, fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa brotist inn í áhaldaskúr Sandgerðisbæjar í því skyni að stela þaðan bensíni. Þá er einn karlanna, sem þá var átján ára, ákærður fyrir brennu og eignaspjöll með því að hafa hellt bensíni yfir tjalddúk sem geymdur var í skúrnum, borið eld að og valdið með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikla eyðingu á eignum Sandgerðisbæjar. Allir þeir munir sem voru í skúrnum eyðilögðust og nam áætlað tjón af brunanum tæpum 20 milljónum króna. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Dómsmál Slökkvilið Suðurnesjabær Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn fjórum körlum á þrítugsaldri fyrir brennu, þjófnað og eignaspjöll í Sandgerði sunnudaginn 8. maí árið 2016. Tveir karlanna eru bræður en þeir voru á aldrinum 17 til 20 ára þegar atburðurinn átti sér stað. Bræðurnir eru ákærðir fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa brotist saman inn í gróðrarstöð í Sandgerði. Segir í ákæru að þeir hafi brotið gler í hurð og á suðurhlið hússins, stolið þaðan kókómjólk og kexi. Þá eru þeir sömuleiðis ákærðir fyrir þjófnað með því að hafa saman brotist inn í áhaldahús Sandgerðisbæjar og stolið þaðan slökkvitæki. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt öðrum karlmanni fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa saman brotist inn í fiskvinnsluna Nesfisk í Garðinum með því að brjóta glugga á húsinu, valdið skemmdum innandyra á tveimur kaffibrúsum, síma, stól, kaffivél, tveimur kæliskápum, tveimur örbylgjuofnum, stjórnborði loftpressu, hurð, stimpilklukku, borði, eldhúsinnréttingu, hitablásara, þvottavél, skáp, hillu og búsáhöldum. Er áætlað tjón af eignarspjöllunum 1,5 milljón króna. Þá er þeim gefið að sök að hafa stolið þaðan exi og mótorhjólahjálmi. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt ungu mönnunum, utan yngri bróður síns, fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa brotist inn í áhaldaskúr Sandgerðisbæjar í því skyni að stela þaðan bensíni. Þá er einn karlanna, sem þá var átján ára, ákærður fyrir brennu og eignaspjöll með því að hafa hellt bensíni yfir tjalddúk sem geymdur var í skúrnum, borið eld að og valdið með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikla eyðingu á eignum Sandgerðisbæjar. Allir þeir munir sem voru í skúrnum eyðilögðust og nam áætlað tjón af brunanum tæpum 20 milljónum króna. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.
Dómsmál Slökkvilið Suðurnesjabær Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira