Segja að Zinedine Zidane geti nú valið á milli fjögurra risaklúbba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 12:30 Zinedine Zidane er eini þjálfarinn sem hefur unnið Meistaradeildina þrjú ár í röð. Hér er hann tolleraður eftir síðasta titilinn vorið 2018. Getty/Angel Martinez Zinedine Zidane þarf ekki að kvarta mikið yfir skorti á fýsilegum atvinnutilboðum þessa dagana. Fjögur af stærstu knattspyrnuliðum heims vilja nefnilega ráða kappann fyrir næsta tímabil samkvæmt frétt í einu stærsta íþróttablaði Evrópu. Spænska blaðið Marca segir frá því að fjórir risaklúbbar séu á eftir franska knattspyrnustjóranum sem náði svo einstökum árangri á tveimur og hálfu tímabili með Real Madrid. Zidane er sagður vera í þeirri mögnuðu stöðu að geta valið hvort hann vilji taka við Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi, Juventus á Ítalíu eða Real Madrid á Spáni.Four big jobs. Four different countries. Zidane will have his pick of them this summer. But where will he end up?https://t.co/aDCRCyXyMnpic.twitter.com/K6pNjC9uIa — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 9, 2019 Chelsea er aftast í röðinni á þessum lista Marca en blaðið telur ekki miklar líkur á því að Zinedine Zidane mæti á Stamford Bridge. Í fyrsta lagi er félagið á leiðinni í félagsskiptabann og í öðru lagi gæti enska liðið misst af Meistaradeildinni. Paris Saint Germain er enn á ný að leita sér að þjálfara sem getur náð einhverjum árangri í Meistaradeildinni en liðið datt enn á ný „snemma“ út á móti Manchester United í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Zidane á ekki möguleika á að taka við franska landsliðinu þar sem Didier Deschamps verður örugglega áfram fram yfir Evrópumótið 2020 og það má búast við því að franska félagið sé tilbúið að bjóða ansi mikið fyrir þjálfara sem vann Meistaradeildina þrjú ár í röð með Real Madrid.A coach is needed again at @realmadriden Florentino wants Zidane He's the No.1 choice for the jobhttps://t.co/MdfBDyqaMdpic.twitter.com/UmYotLv3MX — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 7, 2019Juventus gæti líka verið á leiðinni út úr Meistaradeildinni en útkoman á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni gæti ráðið örlögum Massimiliano Allegri í Torínó. Juventus þætti örugglega mjög spennandi að fá Zidane og Cristiano Ronaldo til að vinna aftur saman en það bar svo sannarlega góðan árangur á Spáni. Að lokum vill Real Madrid auðvitað fá aftur manninn sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili á Santiago Bernabéu. Það gæti samt verið erfitt fyrir spænska félagið að sannfæra Zinedine Zidane um að koma aftur til félagsins. Hans hugur leitar eflaust til nýrra ævintýra í nýju landi enda búinn að vinna allt sem hann gat með Real Madrid. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Zinedine Zidane þarf ekki að kvarta mikið yfir skorti á fýsilegum atvinnutilboðum þessa dagana. Fjögur af stærstu knattspyrnuliðum heims vilja nefnilega ráða kappann fyrir næsta tímabil samkvæmt frétt í einu stærsta íþróttablaði Evrópu. Spænska blaðið Marca segir frá því að fjórir risaklúbbar séu á eftir franska knattspyrnustjóranum sem náði svo einstökum árangri á tveimur og hálfu tímabili með Real Madrid. Zidane er sagður vera í þeirri mögnuðu stöðu að geta valið hvort hann vilji taka við Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi, Juventus á Ítalíu eða Real Madrid á Spáni.Four big jobs. Four different countries. Zidane will have his pick of them this summer. But where will he end up?https://t.co/aDCRCyXyMnpic.twitter.com/K6pNjC9uIa — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 9, 2019 Chelsea er aftast í röðinni á þessum lista Marca en blaðið telur ekki miklar líkur á því að Zinedine Zidane mæti á Stamford Bridge. Í fyrsta lagi er félagið á leiðinni í félagsskiptabann og í öðru lagi gæti enska liðið misst af Meistaradeildinni. Paris Saint Germain er enn á ný að leita sér að þjálfara sem getur náð einhverjum árangri í Meistaradeildinni en liðið datt enn á ný „snemma“ út á móti Manchester United í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Zidane á ekki möguleika á að taka við franska landsliðinu þar sem Didier Deschamps verður örugglega áfram fram yfir Evrópumótið 2020 og það má búast við því að franska félagið sé tilbúið að bjóða ansi mikið fyrir þjálfara sem vann Meistaradeildina þrjú ár í röð með Real Madrid.A coach is needed again at @realmadriden Florentino wants Zidane He's the No.1 choice for the jobhttps://t.co/MdfBDyqaMdpic.twitter.com/UmYotLv3MX — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 7, 2019Juventus gæti líka verið á leiðinni út úr Meistaradeildinni en útkoman á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni gæti ráðið örlögum Massimiliano Allegri í Torínó. Juventus þætti örugglega mjög spennandi að fá Zidane og Cristiano Ronaldo til að vinna aftur saman en það bar svo sannarlega góðan árangur á Spáni. Að lokum vill Real Madrid auðvitað fá aftur manninn sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili á Santiago Bernabéu. Það gæti samt verið erfitt fyrir spænska félagið að sannfæra Zinedine Zidane um að koma aftur til félagsins. Hans hugur leitar eflaust til nýrra ævintýra í nýju landi enda búinn að vinna allt sem hann gat með Real Madrid.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira