Neysla er loftslagsmál Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 11. mars 2019 07:30 Eitt er það sem við deilum öll saman, með nærri 8 milljörðum annarra: Jörðin. Við deilum henni sömuleiðis með öllum sem á eftir okkur koma – líka þeim sem fæðast árið 2700 og árið 4500. Á merkilega fáum áratugum hefur einni tegund lífvera hins vegar tekist að koma af stað ferlum sem ógna öllum öðrum tegundum á plánetunni. Við stöndum frammi fyrir geigvænlegum breytingum á loftslaginu og hjarta vandans er neysla af ýmsum toga – stanslaus og ósjálfbær neysla. Vitanlega þurfum við margvíslega hluti í daglegu lífi okkar og að sjálfsögðu þurfum við mat og fatnað. En til dæmis það að einn þriðji hluti matar í heiminum endi í ruslinu án þess að nokkur hafi neytt hans er galið og hefur gríðarleg loftslagsáhrif. Á einhverjum tímapunkti hætti fólk að gera við og laga hluti og keypti í staðinn nýja. Jafnsjálfsagt varð hjá mörgum að fara með flugvél til útlanda yfir helgi og áður var að skjótast í sumarbústað innanlands. Öll þessi neysla á sér ekki stað í tómi heldur hefur umhverfisáhrif og bein áhrif á loftslagið. Í gær hófst á RÚV ný íslensk þáttaröð „Hvað höfum við gert?“ sem fjallar um áskoranir mannkyns í loftslagsmálum. Þáttur gærkvöldsins fjallaði m.a. um áhrif neysluhyggjunnar og það er mikilvægt. Um leið og við horfumst í augu við vandann verðum við að gæta þess að einbeita okkur að því að leysa málin og vinna þannig á loftslagskvíðanum sem við finnum svo mörg fyrir. Við getum sannarlega brugðist við og breytt þróuninni til betri vegar. Allt sem við gerum hefur áhrif. Vitanlega er þó ekki hægt að hengja allar lausnir á einstaklinginn. Fyrirtæki um allan heim þurfa að taka til í sínum ranni, ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, alþjóðleg stórfyrirtæki. Við erum öll saman í liði í þessu stóra verkefni. Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna hefst í Kenía í dag og þar verður kastljósinu m.a. beint að neyslu og áhrifum hennar á Jörðina. Áskoranirnar eru fjölmargar en lausnirnar eru það sem betur fer líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Eitt er það sem við deilum öll saman, með nærri 8 milljörðum annarra: Jörðin. Við deilum henni sömuleiðis með öllum sem á eftir okkur koma – líka þeim sem fæðast árið 2700 og árið 4500. Á merkilega fáum áratugum hefur einni tegund lífvera hins vegar tekist að koma af stað ferlum sem ógna öllum öðrum tegundum á plánetunni. Við stöndum frammi fyrir geigvænlegum breytingum á loftslaginu og hjarta vandans er neysla af ýmsum toga – stanslaus og ósjálfbær neysla. Vitanlega þurfum við margvíslega hluti í daglegu lífi okkar og að sjálfsögðu þurfum við mat og fatnað. En til dæmis það að einn þriðji hluti matar í heiminum endi í ruslinu án þess að nokkur hafi neytt hans er galið og hefur gríðarleg loftslagsáhrif. Á einhverjum tímapunkti hætti fólk að gera við og laga hluti og keypti í staðinn nýja. Jafnsjálfsagt varð hjá mörgum að fara með flugvél til útlanda yfir helgi og áður var að skjótast í sumarbústað innanlands. Öll þessi neysla á sér ekki stað í tómi heldur hefur umhverfisáhrif og bein áhrif á loftslagið. Í gær hófst á RÚV ný íslensk þáttaröð „Hvað höfum við gert?“ sem fjallar um áskoranir mannkyns í loftslagsmálum. Þáttur gærkvöldsins fjallaði m.a. um áhrif neysluhyggjunnar og það er mikilvægt. Um leið og við horfumst í augu við vandann verðum við að gæta þess að einbeita okkur að því að leysa málin og vinna þannig á loftslagskvíðanum sem við finnum svo mörg fyrir. Við getum sannarlega brugðist við og breytt þróuninni til betri vegar. Allt sem við gerum hefur áhrif. Vitanlega er þó ekki hægt að hengja allar lausnir á einstaklinginn. Fyrirtæki um allan heim þurfa að taka til í sínum ranni, ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, alþjóðleg stórfyrirtæki. Við erum öll saman í liði í þessu stóra verkefni. Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna hefst í Kenía í dag og þar verður kastljósinu m.a. beint að neyslu og áhrifum hennar á Jörðina. Áskoranirnar eru fjölmargar en lausnirnar eru það sem betur fer líka.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun