Foreldrar þurfa að leggja fötluð börn sín á gólf almenningssalerna til að skipta á þeim Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 10. mars 2019 20:15 Foreldrar fatlaðra barna á Íslandi sem þurfa að nota bleyju fram eftir aldri þurfa að leggja þau á gólfið á almenningssalernum til þess að geta skipt á þeim. Þau segja aðstöðuna ófullnægjandi og ýta undir félagslega einangrun. Auður Ösp Valdimarsdóttir setti á dögunum inn mynd af barni á lokaða Facebook síðu, Foreldrar fatlaðra barna, þar sem hún sýnir þann raunveruleika sem þau búa við, noti börn þeirra bleyju fram eftir aldri. Salernir sem ætluð eru fötluðum geri ekki ráð fyrir þessum einstaklingum. Undir myndinni sögðu margir foreldrar frá svipaðri reynslu. Sylvía Guðmundsdóttir býr í Sandgerði og segir erfitt og flókið að taka son sinn með í höfuðborgina vegna þessa. Hann er sex ára, með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. „Maður er kannski að reyna að redda sér með því að leggja úlpuna sína undir hann á gólfið eða vera með handklæði í töskunni en auðvitað er það eitthvað sem maður vill ekkert bjóða barninu sínu, að þurfa að liggja einhversstaðar á gólfinu þegar maður er að skipta á honum,“ segir Sylvía. Annað foreldri sem fréttastofa ræddi við sem býr á Selfossi, segist geta tekið barnið sitt, 15 ára gamalt með til Reykjavíkur ef veðrið er gott, þá sé hægt að skipta á því úti í móa. „Þetta náttúrulega bara ýtir undir félagslega einangrun, bæði hjá börnunum og fjölskyldum fatlaðra barna, að maður sjái sér ekki fært að fara eins og margir gera um helgar, til dæmis að fara með börnin í Kringluna eða Húsdýragarðinn eða hvernig sem það er, af því það er bara ekki aðstaða fyrir mann,“ segir Sylvía. Þriðja foreldri bendir á að barnaspítalinn bjóði ekki upp á skiptiaðstöðu fyrir þessi börn. Þetta séu börn sem leiti oft þangað og ef biðin á biðstofunni er löng, þá lendi þau í vandræðum. „Ég held að þetta sé bara hugsunarleysi. Það náttúrulega er enginn að spá í þessu nema kannski að þurfa að nýta sér þetta sjálfur, skiljanlega. Ég trúi ekki öðru en að þetta sé bara hugsunarleysi og þegar búið er að benda á þetta að þessu verði kippt í liðinn, það getur ekki verið svo mikið mál. Félagsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Foreldrar fatlaðra barna á Íslandi sem þurfa að nota bleyju fram eftir aldri þurfa að leggja þau á gólfið á almenningssalernum til þess að geta skipt á þeim. Þau segja aðstöðuna ófullnægjandi og ýta undir félagslega einangrun. Auður Ösp Valdimarsdóttir setti á dögunum inn mynd af barni á lokaða Facebook síðu, Foreldrar fatlaðra barna, þar sem hún sýnir þann raunveruleika sem þau búa við, noti börn þeirra bleyju fram eftir aldri. Salernir sem ætluð eru fötluðum geri ekki ráð fyrir þessum einstaklingum. Undir myndinni sögðu margir foreldrar frá svipaðri reynslu. Sylvía Guðmundsdóttir býr í Sandgerði og segir erfitt og flókið að taka son sinn með í höfuðborgina vegna þessa. Hann er sex ára, með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. „Maður er kannski að reyna að redda sér með því að leggja úlpuna sína undir hann á gólfið eða vera með handklæði í töskunni en auðvitað er það eitthvað sem maður vill ekkert bjóða barninu sínu, að þurfa að liggja einhversstaðar á gólfinu þegar maður er að skipta á honum,“ segir Sylvía. Annað foreldri sem fréttastofa ræddi við sem býr á Selfossi, segist geta tekið barnið sitt, 15 ára gamalt með til Reykjavíkur ef veðrið er gott, þá sé hægt að skipta á því úti í móa. „Þetta náttúrulega bara ýtir undir félagslega einangrun, bæði hjá börnunum og fjölskyldum fatlaðra barna, að maður sjái sér ekki fært að fara eins og margir gera um helgar, til dæmis að fara með börnin í Kringluna eða Húsdýragarðinn eða hvernig sem það er, af því það er bara ekki aðstaða fyrir mann,“ segir Sylvía. Þriðja foreldri bendir á að barnaspítalinn bjóði ekki upp á skiptiaðstöðu fyrir þessi börn. Þetta séu börn sem leiti oft þangað og ef biðin á biðstofunni er löng, þá lendi þau í vandræðum. „Ég held að þetta sé bara hugsunarleysi. Það náttúrulega er enginn að spá í þessu nema kannski að þurfa að nýta sér þetta sjálfur, skiljanlega. Ég trúi ekki öðru en að þetta sé bara hugsunarleysi og þegar búið er að benda á þetta að þessu verði kippt í liðinn, það getur ekki verið svo mikið mál.
Félagsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira