Leitar að ungri frænku sinni meðal fjölskyldna ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 16:30 Fjölskyldumeðlimum ISIS-liða er haldið í búðum sem bera nafnið Al-Hol. Þar eru um 6.500 erlend börn á meðal annarra þúsunda barna ISIS-liða. EPA/MURTAJA LATEEF Mustafa Tarbouni leitar að ungri stúlku meðal tuga þúsunda fjölskyldumeðlima ISIS-liða sem eru í haldi sýrlenskra Kúrda. Hann er að leita að frænku sinni sem rænt var frá Frakklandi fyrir fjórum og hálfu ári síðan. Fjölskylda barnsins Jönu, taldi að faðir hennar væri að fara með hana í frí til fjölskyldu hans Marokkó. Þess í stað tók hann barnið til Sýrlands og gekk til liðs við Íslamska ríkið. Fjölskyldan hefur ekki séð Jönu síðan en Tarbouni vonast til þess að geta borið kennsl á hana vegna fæðingarbletts á læri hennar. Hann fór frá Frakklandi til Sýrlands með því markmiði að finna stúlkuna og biðlar til yfirvalda Frakklands um að hjálpa sér.AFP fréttaveitan hefur eftir Tarbouni að síðast hafi sést til Jönu í Sýrlandi í janúar. Nánar tiltekið í þorpi nærri Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis Íslamska ríkisins, en þorpið er nú rústir einar. Hann getur eða vill ekki segja til um hvernig hann veit það.Það var í ágúst 2014 sem faðir Jönu, Eddy Lerroux, fór með hana til Sýrlands. Með honum var, Jihane Makhzoumi, kona hans, og þrjú börn hennar. Hann dó í Palmyra árið 2015 og Makhzouomi var handtekin í október 2016 þegar hún reyndi að komast aftur til Frakklands. Með henni voru börnin hennar þrjú en Tarbouni segir hana hafa skilið Jönu eftir í Sýrlandi hjá konu frá Líbíu sem kenndi ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra arabísku.Þarf leyfi frá Frakklandi Fjölskyldumeðlimum ISIS-liða er haldið í búðum sem bera nafnið Al-Hol. Þar eru um 6.500 erlend börn á meðal annarra þúsunda barna ISIS-liða. Yfirvöld Frakklands áætla að minnst 80 frönsk börn séu í Sýrlandi. Tarbouni segist hafa varið árum í að leita að Jönu og meðal annars hafi hann reynt að fá mörg ráðuneyti Frakklands til að aðstoða sig en án árangurs. Fjölskylda Jönu hefur einnig verið í sambandi við Rauða Krossinn. Enn sem komið er hefur Tarbouni ekki fengið leyfi til að fara í Al-Hol búðirnar en hann segist þurfa leyfi frá Utanríkisráðuneyti Frakklands. Hann segir lögmann sinn hafa lagt fram beiðni á mánudaginn en henni hafi ekki verið svarað enn. Hjálparsamtök og Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að heimaríki erlendra barna taki þau heim sem fyrst. Tarbouni segir foreldra þeirra hafa tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin. Börnin hafi ekki átt neinna annarra kosta völ. Frakkland Sýrland Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Mustafa Tarbouni leitar að ungri stúlku meðal tuga þúsunda fjölskyldumeðlima ISIS-liða sem eru í haldi sýrlenskra Kúrda. Hann er að leita að frænku sinni sem rænt var frá Frakklandi fyrir fjórum og hálfu ári síðan. Fjölskylda barnsins Jönu, taldi að faðir hennar væri að fara með hana í frí til fjölskyldu hans Marokkó. Þess í stað tók hann barnið til Sýrlands og gekk til liðs við Íslamska ríkið. Fjölskyldan hefur ekki séð Jönu síðan en Tarbouni vonast til þess að geta borið kennsl á hana vegna fæðingarbletts á læri hennar. Hann fór frá Frakklandi til Sýrlands með því markmiði að finna stúlkuna og biðlar til yfirvalda Frakklands um að hjálpa sér.AFP fréttaveitan hefur eftir Tarbouni að síðast hafi sést til Jönu í Sýrlandi í janúar. Nánar tiltekið í þorpi nærri Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis Íslamska ríkisins, en þorpið er nú rústir einar. Hann getur eða vill ekki segja til um hvernig hann veit það.Það var í ágúst 2014 sem faðir Jönu, Eddy Lerroux, fór með hana til Sýrlands. Með honum var, Jihane Makhzoumi, kona hans, og þrjú börn hennar. Hann dó í Palmyra árið 2015 og Makhzouomi var handtekin í október 2016 þegar hún reyndi að komast aftur til Frakklands. Með henni voru börnin hennar þrjú en Tarbouni segir hana hafa skilið Jönu eftir í Sýrlandi hjá konu frá Líbíu sem kenndi ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra arabísku.Þarf leyfi frá Frakklandi Fjölskyldumeðlimum ISIS-liða er haldið í búðum sem bera nafnið Al-Hol. Þar eru um 6.500 erlend börn á meðal annarra þúsunda barna ISIS-liða. Yfirvöld Frakklands áætla að minnst 80 frönsk börn séu í Sýrlandi. Tarbouni segist hafa varið árum í að leita að Jönu og meðal annars hafi hann reynt að fá mörg ráðuneyti Frakklands til að aðstoða sig en án árangurs. Fjölskylda Jönu hefur einnig verið í sambandi við Rauða Krossinn. Enn sem komið er hefur Tarbouni ekki fengið leyfi til að fara í Al-Hol búðirnar en hann segist þurfa leyfi frá Utanríkisráðuneyti Frakklands. Hann segir lögmann sinn hafa lagt fram beiðni á mánudaginn en henni hafi ekki verið svarað enn. Hjálparsamtök og Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að heimaríki erlendra barna taki þau heim sem fyrst. Tarbouni segir foreldra þeirra hafa tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin. Börnin hafi ekki átt neinna annarra kosta völ.
Frakkland Sýrland Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira